Tré og runnar ísl F-H

Listinn er birtur með fyrirvara um prentvillur og ekki er víst að allar plönturnar séu alltaf til hjá okkur í stöðinni.

 Latneskt heiti

 Íslenskt heiti

 Lýsing

Fagurlim

'Faulkner'

 Buxus microphylla

 'Faulkner'

 Sígrænn runni 1-2 m. Þarf skjól og vetrarskýli.

 Skuggþolin, hægvaxta planta, sem hentar í

 formklippta runna og limgerði.

Fagurlim 'Pyramid'

 Buxus

 sempervirens

 'Pyramid'

 Sígrænn runni 60-150 cm. Þarf skjól og vetrarskýli.

 Skuggþolin, hægvaxta planta, sem hentar í

 formklippta runna og limgerði.

Fagursýprus

'Columnaris'

 Chamaecyparis

 lawsoniana

 'Columnaris'

 Sígrænt 5-10 m tré. Súlulaga í vexti. Þarf

 næringaríkan jarðveg og gott skjól, bjartan

 vaxtarstað, en þolir vel hálfskugga.

Fagursýprus

'Stardust'

 Chamaecyparis

 lawsoniana

 'Stardust'

 Sígrænt 5-10 m keilulaga tré. Gulur litur á

 greinunum. Þarf næringaríkan jarðveg og gott skjól,

 bjartan vaxtarstað, en þolir vel hálfskugga.

Fagursýrena

'Elinor'

 Syringa x

 prestoniae 'Elinor'

 2-3 m. Dökkbleikir blómklasar í júní-júlí. Mjög

 blómviljug og harðgerð, saltþolin. Blómin ilma mjög

 mikið. Þolir vel hálfskugga, en blómstrar þá minna.

Fjaðurbaunatré

 Caragana  

 arborescens  

 'Lorbergii'

 1,5-3 m. Smávaxið blómstrandi tré eða runni. Gul

 lítil  blóm í júní-júlí. Seinvaxin planta, sem kýs

 þurran, rýran jarðveg. Er með rhizobium bakteríur á

 rótum og þolir illa köfnunarefnisáburð. Fínleg blöð.

 Seltuþolið.

Fjallabergsóley

'Pamela Jackman'

 Clematis alpina

 'Pamela  Jackman'

 Klifurplanta, 2-3 m. Sæblá lútandi klukkulaga blóm í

 júlí- ágúst. Sólríkan stað, skjól og kalkríkan jarðveg.

 Þarf klifurgrind eða víra til stuðnings. Má klippa eftir

 blómgun og endurnýja með stífri klippingu á

 nokkurra ára fresti

Fjallafura

 Pinus mugo var.

 mughus

 Sígrænt 2-3 m. Breiðvaxinn frekar hægvaxta runni.

 Harðgerð og allseltuþolin. Nægjusamt.

Fjallagullregn

 Laburnum

 alpinum

 6-8 m. oft margstofna tré. Stórir gulir hangandi

 blómklasar í júlí, eitruð fræ á haustin.  Blómstrar

 fyrst um 7-10 ára gamalt. Þurran og bjartan stað,

 harðgert. Þolir illa köfnunarefnisríkan áburð.

Fjallakirsi

 Prunus serrula

 5-7 m. Þettvaxið tré eða runni. Hvít blóm i júní-júlí. 

 Börkurinn fallega rauðbrúnn og glansandi.

Fjallareynir

'Belmonte'

 Sorbus commixta

 'Belmonte'

 3-7 m. Runni eða lítið tré. Kremhvít blóm í flötum

 sveipum í júní-júlí. Appelsínugul/rauð ber á haustin.

 Flottir haustlitir. Salt- og vindþolið. Gott tré í litla

 garða. Frjóan jarðveg.

Fjallarifs 'Dima'

/ Alparifs

 Ribes alpinum

 'Dima'

 1-1,5 m. Gulgræn lítil blóm í júní. Þéttvaxinn fínlegur

 runni. Góð í lág limgerði, þolir klippingu vel.

 Skuggþolin, saltþolin og mjög harðgerð. Kvenplanta,

 berin eru ekki sérlega góð.

Fjallarós

 Rosa pendulina

 1,5-2 m. Rauðbleik einföld blóm í júlí-ágúst. Nær

 þyrnalaus. Mjög harðgerð, salt- og vindþolin. Fallegar

 rauðar nýpur á haustin.

Fjallatoppur

 Lonicera alpigena

 1-3 m. Gul-gulgræn blóm í maí-júní. Dökkrauð

 glansandi ber á haustin. Skuggþolinn, duglegur.

Fjallavíðir 'Skriðnir'

/Grávíðir

 Salix arctica

 'Skriðnir'

 10-20 cm, jarðlægur  runni með gráloðin blöð.

 Rauðbrúnleitir reklar samtímis laufgun í maí-júní.  

 Góður sem þekjuplanta í beð. Harðgerður, vind- og

 saltþolinn. Sólríkan vaxtarstað.

Fjalldrapi

 Betula nana

 30-70 cm uppréttur kræklóttur runni. Fínleg

 dökkgræn blöð, mjög fallegir rauðir haustlitir. 

 Seinvaxinn, harðger íslensk tegund.

Flatsópur

 Cytisus

 decumbens

 Sígrænar greinar, 10-30 cm, flatvaxinn. Gul ilmandi

 blóm í júní-júlí. Þurran, kalkríkan, bjartan stað.

 Góður í steinhæðir. Þolir illa flutning.

Flipayllir

 Sambucus

 racemosa ssp.

 laciniata

 1-3 m margstofna  runni með flipótt blöð. Hvít blóm í

 klösum í júní-júlí. Rauð ber eftir blómgun.

 Skuggþolinn, þarf skjólgóðan vaxtarstað.

Færeyjarifs /

Blóðrifs 'Færeyjar'

 Ribes sanguineum

 'Færeyjar'

 1,5-2 m. Rauðbleik blóm í áberandi klösum í maí-

 júní. Harðgerður, hraðvaxta vindþolinn runni. Þurran

 bjartan vaxtarstað, en þolir hálfskugga. Hentar í

 limgerði.

Garðagullregn

 Laburnum x

 watereri 'Vossi'

 5-7 m. Oftast einstofna, með lútandi greinar.  Langir

 gulir blómklasar í júlí, þroskar ekki fræ. Sólríkan stað

 og skjól. Þurran og bjartan stað, harðgert. Þolir illa

 köfnunarefnisríkan áburð.

Garðahlynur

 Acer

 pseudoplatanus

 8-10 (12)m stakstætt tré með breiða krónu.  Þarf

 gott pláss og skjól. Á frekar erfitt fyrstu árin í

 ræktun, getur kalið töluvert. Tréið blæðir , þannig að

 ef það þarf að snyrta og klippa greinar, er best að

 gera það á sumrin, eða að hausti.

Garðakvistill / Blásurunni

'Diabolo'

 Physocarpus

 opulifolius 'Diabolo'

 1-2 m. Fölbleik blóm í júlí-ágúst. Afbrigði með

 dökkpurpurarauð blöð allt sumarið. Blómstrar á fyrra

 árs sprota. Þolir vel klippingu. Frjóan, rakaheldinn

 jarðveg.

Garðakvistill / Blásurunni

'Luteus'

 Physocarpus  

 opulifolius 'Luteus'

 1-2 m. Fölgul blóm í júlí-ágúst. Afbrigði með heiðgul

 blöð allt sumarið. Blómstrar á fyrra árs sprota. Þolir

 vel klippingu. Frjóan, rakaheldinn jarðveg.

Gárasnjóber

 Symphoricarpos

 occidentalis

 1 m. Ljósbleik blóm í júlí. Hvít stór áberandi ber á

 haustin. Þarf sólríkan stað til að ná vel að þroska

 berin. Vind- og skuggþolinn. Rótarskot.

Geislasópur

 Cytisus purgans

 30-100 cm. Gul ilmandi blóm í júní-júlí, sígrænar

 greinar. Þarf litla sem enga áburðargjöf, vegna

 rhizobium baktería á rótunum. Þurran, kalkríkan,

 bjartan stað, góður í steinhæðir. Þolir flutning illa.

Glitrós

 Rosa dumalis

 1,5-2 m. Skærbleik einföld blóm í júlí-ágúst. 

 Blómstrar fremur lítið, stundum bara annað hvert ár.

 Skriðul, harðgerð. Íslensk tegund.

Gljámispill

 Cotoneaster

 lucidus

 2-3 m. Fölbleik blóm í júní-júlí. Þéttur vöxtur, góður í

 limgerði. Eldrauðir haustlitir og svört aldin.

 Harðgerður. Vind-og saltþolinn.

Glóbroddur

 Berberis  

 circumserrata

 50-100 cm. Fíntennt blöð, gul blóm í júní. Fallegir

 haustlitir. Harðger.

Glóðarrós

 Rosa xanthina

1-3 m. Ljósgul ilmandi einföld til hálffyllt  blóm í júlí-

 ágúst. Mjög blómviljug og harðgerð. Rauðbrúnar

 nýpur á haustin. Þarf sólríkan vaxtarstað.

Glótoppur

 Lonicera

 involucrata

 1-2,5 m. Rauðgul blóm, umlukin rauðum háblöðum í

 júlí-ágúst. Harðgerður, vindþolinn, skuggþolinn. Þolir

 vel klippingu.

Glótoppur 'Kera'

 Lonicera

 involucrata 'Kera'

 2-3 m. Rauðgul blóm, umlukin rauðum háblöðum í

 júlí-ágúst. Harðgerður, vindþolinn, skuggþolinn. Þolir

 vel klippingu.

Glótoppur 'Marit'

 Lonicera

 involucrata 'Marit'

 80-100 cm. Rauðgul blóm, umlukin rauðum háblöðum

 í  júlí-ágúst. Harðgerður, vindþolinn, skuggþolinn.

 Þolir vel klippingu.

Grákvistur

'Grefsheim'

 Spiraea x cinerea

 'Grefsheim'

 1-1,5 m. Fínlegur runni með uppréttar og aðeins

 útsveigðar greinar. Hvít lítil blóm í júlí. Getur kalið

 aðeins. Sólríkan stað, en þolir hálfskugga.

Grámispill

 Cotoneaster

 integerrimus

 50-130 cm. Gráloðin blöð, fölbleik blóm í júní-júlí.

 Þéttgreindur og útvaxandi. Fallegir gulir og rauðir

 haustlitir, mjög harðgerður.

Gráreynir

 Sorbus hybrida 

 8-12 m. Dökkgræn blöð, gráloðin á neðra borði. Hvít

 blóm í klösum í júlí, rauð ber á haustin. Vind- og

 seltuþolinn. Sólelskur, harðgerður, frekar hægvaxta.

 Næringarríkan jarðveg.

Gráölur / Gráelri

 Alnus incana

 8-10(12) m yfirleitt einstofna tré. Stór æðótt blöð,   

 minna á birki. Rauðir reklar í maí-júní. Er með

 svepprót og þolir því rýran jarðveg og vill litla sem

 enga áburðargjöf.

Gullklukkurunni

 Weigela

 middendorffiana

 1-1,5 m beiðvaxinn runni. Gul stór blóm í júní. Þarf

 nokkuð skjólsælan og sólríkan vaxtaarstað, en þolir

 vel hálfskugga.

Gullrifs

 Ribes aureum

 1-2 m. Gullgul ilmandi blóm í klösum í júní, rauðgul

 eða svört ljúffeng ber í ágúst. Harðgert. Þolir vel

 klippingu.

Gultoppur

 Lonicera

 deflexicalyx

 1-3 m. Gul blóm í júlí, rauð ber á haustin. Vind- og

 saltþolinn. Stórvaxinn og breiður runni, vindþolinn.

Hafþyrnir

 Hippophae

 rhamnoides

 2-4 m kræklóttur runni með gráleit blöð. Sérbýli. Lítil

 gulgræn blóm, rauðgul ber á kvenplönturnar.

 Sendinn jarðveg, sólelskur. Harðger, seltu- og

 vindþolinn. Myndar rótarskot. 1 kk planta nægir fyrir

 6-8 kvk.

Hansarós / Ígulrós 'Hansa'

 Rosa rugosa

 'Hansa'

 1-2 m. Bleik fyllt stór og ilmandi blóm í júlí-sept.

 Mjög blaðfalleg. Vind- og seltuþolin, afar harðgerð.

 Góð í óklippt limgerði. Þolir ekki mjög kalkríkan

 jarðveg, þá geta blöð gulnað.

Heggur 'Laila'

 Prunus padus

 'Laila'

 4-10 m. Margstofna tré eða runni, með hvít ilmandi

 blóm í  klösum í maí-júní. Skuggþolinn, harðgerður.

 Gulir  haustlitir. Er með rótaskot.

Heggur 'Watereri'

 Prunus padus

 'Watereri'

 4-10 m. Margstofna tré eða runni, með hvit ilmandi

 blóm í löngum hangandi klösum í júní. Skuggþolinn.

 Meðalharðgerður.

Hengibaunatré / Hengikergi

 Caragana  

 arborescens

 'Pendula'

 Um 120-150 cm. Hangandi greinar ágræddar á háan

 stofn, þarf skjól en er harðgert. Ljósgul blóm í júní-

 júlí. Þolir illa köfnunarefnisáburð.

Hengiblóðbeyki

 Fagus sylvatica

 'Purpurea Pendula'

 1,5-2,5 m. Ágrætt tré með purpuralit blöð og

 hangandi greinar. Þarf skjólgóðan og hlýjan

 vaxtarstað. Nærigarríkan jarðveg.

Hengigullregn

 Laburnum

 alpinum

 'Pendulum'

 Ágrætt á stofn, verður um 2 m. Harðgert,

 nægjusamt, þurran og bjartan stað, harðgert. Þarf

 bjartan og skjólsælan stað. Þolir illa

 köfnunarefnisríkan áburð.

Hélubroddur

 Berberis candicula

 Sígrænn 50-150 cm runni. Gul blóm í júní. Þrífst vel í

 hálfskugga og rakaheldnum jarðvegi.

Hélurifs

 Ribes laxiflorum

 Berjarunni, 30-50 cm. Lágvaxinn, stundum klifrandi

 runni. Bleik til rauð blóm í maí-júní, svört hélublá ber

 í ágúst, sæt og góð á bragðið. Harðgert og

 skuggþolið. Fallegir rauðir haustlitir.

Heiðabergsóley

'Grandiflora'

 Clematis montana

 'Grandiflora'

 Klifurplanta, 2-6 m. Hvít/ fölbleik blóm í júlí-ágúst.

 Sólríkan stað, skjól og kalkríkan jarðveg. Þarf

 klifurgrind eða víra til stuðnings. Má klippa eftir

 blómgun og endurnýja með stífri klippingu á

 nokkurra ára fresti

Himalajaeinir

'Holger'

 Juniperus

 squamata 'Holger'

 Sígrænn 30-70 cm. Harðgerður. Ljósgrænt / gulleitt

 barr, kýs sól eða hálfskugga.

Himalajaeinir

'Meyeri'

 Juniperus

 squamata 'Meyeri'

 Sígrænn 1-3 m. Harðgerður. Grænblátt barr. Kýs sól

 eða hálfskugga.

Hindarblóm / Garðahind

'Brussels Lace'

 Hydrangea

 paniculata

 'Brussels Lace'

 1-3 m, breiðvaxinn runni. Stórir hvítir

 blómsveipir í júlí-ágúst, fremur gisnir. Þolir

 hálfskugga. Þarf skjól og næringarríkan jarðveg.

Hindarblóm / Garðahind 'Grandiflora'

 Hydrangea

 paniculata

 'Grandiflora'

 1-3 m. Stórir hvítir  blómsveipir í júlí-ágúst, fremur

 gisnir. Þolir hálfskugga. Þarf skjól og næringarríkan

 jarðveg

Hindarblóm / Garðahind

'Grayswood'

 Hydrangea serrata

 Grayswoodi'

 1m. Fjólurauðir blómsveipir í ágúst-september. Þarf

 hlýjan stað, skjól og næringarríkan jarðveg.

Hindber 'Preussen'

 Rubus idaeus

 'Preussen'

 Berjarunni, 1-1,5 m skriðull. Hvít blóm í júní, rauð

 Meðalstór ber síðsumars. Þyrnóttur runni, sem þarf

 sólríkan, hlýjan vaxtarstað, til að gefa góða

 uppskeru.

Hindber 'Veten'

 Rubus idaeus

 'Veten'

 Berjarunni, 1-1,5 m skriðull. Hvít blóm í júní, rauð

 Stór, þétt og svolítið  súr ber síðsumars. Þyrnóttur

 runni, sem þarf sólríkan, hlýjan vaxtarstað, til að

 gefa góða uppskeru.

Hjónarós

 Rosa sweginzowii

 2-3 m. Ljósrauð einföld blóm í júlí-ágúst. Stórvaxin

 og kraftmikil rós. Groddalegir þyrnar. Mjög dugleg.

 Rauðgul aldin á haustin. Þarf sólríkan vaxtarstað.

Hlíðaramall / Hunangsviður

 Amelanchier

 alnifolia

 2-4 m runni. Hvít ilmandi blóm í maí-júní, blásvört

 sæt ber á haustin. Þurran jarðveg, bjartan stað.

 Harðger. Kelur lítið sem ekert.

Hreggstaðavíðir

 Salix 'Hreggstaðir'

(Salix borealis x S.

 x sp.)

 2-9 m. Íslenskur blendingur milli viðju og

 brekkuvíðis. Gullbrúnir árssprotar og fagurgrænt lauf,

 blaðfallegur. Hraðvaxta og vindþolinn og hentar mjög

 vel í klippt limgerði.  Ryðsveppur hefur þjakað

 plönturnar undanfarin ár. Sólríkan vaxtarstað.

Hreiðurgreni

'Nidiformis'

 Picea abies

 'Nidiformis'

 Sígrænt 50-100 cm. Breið-og þéttvaxið. áberandi

 hreiðurlaga laut i miðjum runnanum. Þarf skjól eða

 vetrarskýli fyrstu árin. Notða í steinhæðir og innan

 um annan smávaxinn gróður. Rakan súran jarðveg.

Hrökkvíðir 'Bullata'

 Salix fragilis

 'Bullata'

 3-6 m. Mjó, lensulaga blöð. Þrífst best í rökum frjóum

 jarðvegi. Sólríkan vaxtarstað. Fallegt lítið tré með

 opna krónu. Vindþolinn.

Hulumispill

 Cotoneaster

 microphyllus

 Sígrænn, 30-90 cm. Sérlega fínlegt dökkgrænt lauf.

 Útvaxandi greinar. Hvít blóm í júní, dökkrauð ber að

 hausti. Sólríkan stað og skjól. Frekar viðkvæmur.

Húrdalsrós

 Rosa x alba

 'Hurdal'

 1,5-3 m. Bleikfjólublá fyllt ilmandi blóm í júlí-ágúst.

 Harðgerð runnarós frá Noregi. Kröftugur vöxtur.

 Rótarskot. Þarf sólríkan vaxtarstað.

Hvítgreni

 Picea glauca

 Sígrænt 12-15 m. Harðgert, vindþolið og nægjusamt.

 Hægvaxta og skuggþolið. Frjóan, rakan jarðveg.

Hvítþinur

 Abies concolor

 Sígrænt, 5-10 m hátt breiðkeilulaga ilmandi tré.

 Áberandi ljósgráar nálar. Skjólgóðan stað og rakan

 jarðveg.

. Gróðrarstöðin Storð | Ferjuvegur 1 | 806 Selfoss | Sími 564-4383 | stord@stord.is