Fjölært A-F

Gróðrarstöðin býður upp á mikið úrval fjölærra plantna. Þær eru allar ræktaðar í pottum til að tryggja gæði þeirra og til að þær þoli flutning sem best.

Listinn er birtur með fyrirvara um prentvillur og ekki er víst að allar plönturnar séu alltaf til hjá okkur í stöðinni.

Latneskt heiti

Íslenskt heiti

Lýsing

Acaena buchananii

Grálauf

10-15 cm. Fínleg, skuggþolin þekjuplanta. Silfurgrátt, áberandi lauf, rauðbrúnir blómkollar í júlí-ágúst. Myndar breiður með tímanum, greinar skjóta rótum. Harðgerð. Góð sem botngróður.

Acaena inermis

Móðulauf

10-15 cm. Fínleg, skuggþolin þekjuplanta.  Rauðbrúnir blómkollar í júlí-ágúst. Myndar breiður með tímanum, greinar skjóta rótum. Harðgerð. Góð sem botngróður.

Acaena microphylla

Þyrnihnetulauf

10 cm. Fínleg, skuggþolin þekjuplanta.  Rauðbrúnir blómkollar í júlí-ágúst. Myndar breiður með tímanum, greinar skjóta rótum. Harðgerð. Góð sem botngróður.

Acaena saccaticupula

Glitlauf

15-20 cm. Fínleg, skuggþolin þekjuplanta. Blárauðleitt lauf, grágrænt að ofan, rauðbrúnir blómkollar í júlí-ágúst. Myndar breiður með tímanum, greinar skjóta rótum. Harðgerð. Góð sem botngróður.

Achillea ageratifolia

Achillea ageratifolia

10-15 cm. Hvít blóm i ágúst. Harðgerð.

Achillea millefolium 'Colorado'

Vallhumall 'Colorado'

Stórir blómsveipir í ágúst, margir ljósir blómlitir. 40-60 cm á hæð. Þurran, bjartan stað, harðgerður.

Achillea millefolium var. rosea

Rósavallhumall 'Kirschkönigin'

50-60 cm. Rósrauð blóm í ágúst. Mjög harðgerður

Achillea ptarmica

Silfurhnappur

50-80 cm. Hvítir fylltir smáir hnappar í júlí-september.  dálítið skriðull, harðgerður.

Achillea sibirica var. camtschatica 'Love Parade'

Síberíuhumall

'Love Parade'

30-60 cm. Stór bleik blóm í þéttum sveipum í júlí-ágúst. Sólelskur. Vindþolinn, harðgerður.

Aconitum napellus

Venusvagn /  Bláhjálmur

80-130 cm hár, þarf ekki uppbindingu. Fjólublá blóm í löngum klösum í ágúst-september. Eitraðar rætur. Skuggþolinn, harðgerður.

Aconitum napellus 'Carneum'

Venusvagn 'Carneum'

80-100 cm. Fölbleik blóm í júlí.

Aconitum septemtrionale 'Ivorine'

Týshjálmur

Mjólkurhvít blóm í löngum klösum í júlí. Um 90 cm. Harðgerður.

Actaea rubra

Nunnuþrúgur

50-70 cm. Lítil hvít blóm á stöngli í júní-júlí, rauð ber í ágúst. Skuggþolin planta, hentar sem undirgróður. Berin eru eitruð.

Adenophora himalajana

Adenophora himalajana

40-120 cm með beina stöngla. Bláar klukkur í klösum í júlí-ágúst. Harðgerð fjallaplanta. Líkist klukkum (Campanula)

Adenophora polyantaha

Haustbura

80-90 cm. Bláar klukkur í klösum í ágúst-september. Líkist klukkum (Campanula)

Adenostyles alliariae

Fjallasveipur

130-160 cm.Stór grágræn blöð, fjólublá blóm í stórum sveipum í júlí-ágúst. Bjartan stað, stendur vel.

Adenostyles alpina

Alpasveipur

30-50 cm. Fjólublá blóm í stórum sveipum í júlí. Blaðfallegur. Veðurþolinn og harðgerður.

Ajuga reptans 'Atropurpurea'

Dvergavör 'Atropurpurea'

10-30 cm. Skuggþolin þekjuplanta, blá blóm í uppréttum skúfum í júlí. Yrki með purpurarautt lauf.

Ajuga reptans 'Rainbow'

Dvergavör 'Rainbow'

10-30 cm.Skuggþolin þekjuplanta, blá blóm í uppréttum skúfum í júlí.Yrki með bleik- og gulskellótt blöð.

Alchemilla erythropoda

Alchemilla erythropoda

15 cm. Gulgræn blóm í júní-júlí. Smágerð útgáfa af Garðamaríustakk.

Alchemilla mollis

Garðamaríustakkur

30–50 cm. Gulgræn blóm í júní-júlí. Harðgerður, sáir sér. Gott er að þurrka blómin.

Allium cernuum

Hvolflaukur

40-70 cm. Bleik, lútandi blóm í stórum sveipum í júní- júlí. Blómviljugur og harðgerður. Léttur framræstur jarðvegur.

Allium goodingii

Allium goodingii

20-40 cm. Fjólublá blóm í sveipum í júlí-ágúst. harðgerður og blómviljugur. Léttur framræstur jarðvegur.

Allium moly

Gullaukur

15-30 cm. Stór, gul blóm i frekar flötum sveipum í júní-júlí. Meðalharðger. Þolir hálfskugga. Léttur framræstur jarðvegur.

Allium oreophilum

Rósalaukur

10-30 cm mjó laufblöð. Stór skállaga skærbleik blóm í hvelfdum sveip í júlí. Harðgerður. Léttur framræstur jarðvegur.

Allium schoenophrasum

Graslaukur

Matjurt / kryddplanta. 30-60 cm. Rauðfjólublá blóm í þéttum, hvelfdum, næstum kúlulaga sveip í júní. Léttur framræstur jarðvegur.

Alyssum montanum

Fjallanál

10-20 cm. Grágrænar breiður með gul blóm í löngum klösum, í júní. Sendinn jarðveg, sólríkan stað.

Alyssum saxatile

Bergnál

20 cm. Gul blóm í júní, hangandi vöxtur. Þurran, bjartan stað, góð í hleðslur.

Anaphalis margaritacea

Snækollur

40-80 cm. Gráhvít blóm í júlí-september, má þurrka. Harðgerður. Skriðull.

Anaphalis nepalensis

Tindadjásn

10-20 cm.Hvítar blómkörfur í júlí-ágúst. Silfurlit blöð, dálítið skriðul planta. Þurran, sendin jarðveg.

Androsace carnea

Fjallaberglykill

5-10 cm. Hvít eða bleik lítil blóm í apríl-júní. Blómviljugur, harðgerður. Myndar þúfur.

Androsace hedraeantha

Balkanberglykill

Ljósbleik blóm, í sveip á um 5-10 cm háum stönglum í apríl-maí. Myndar þúfur.

Anemone multifida 'Rubra'

Mjólkursnotra 'Rubra'

20-30 cm. Rauðbleik blóm í júní-júlí. Léttur framræstur jarðvegur.

Anemone sylvestris

Rjóðursnotra

20-30 cm. Stór gulhvít ilmandi blóm í júní-júlí. Dálítið skriðul. Léttur framræstur jarðvegur.

Angelica gigas

Rauð hvönn / Kóreuhvönn

1-2 m. Rauðfjólublá blóm í þéttum, hvelfdum, hálf-kúlulaga sveip. Harðgerð og tilkomumikil. Skammlíf. Hefur samskonar lækningamátt og íslenska Ætihvönnin. Næringarríkan, rakaheldin jarðveg og hálfskugga.

Antennaria dioica 'Rubra'

Garðalójurt 'Rubra'

Sígræn, 5-20 cm. Lítil bleik blóm í sveipum í júní-júlí. Sérbýl, karlplantan er fallegri. Harðgerð.

Anthyllis montana 'Rubra'

Fjallakollur 'Rubra'

20-30 cm. Purpurarauð blóm í júní-júlí. Léttur framræstur jarðvegur. Mjög viðkvæmur, skammlífur.

Anthyllis vulneraria

Gullkollur

15-40 cm. Gulir blómkollar í júlí. Þurran og sólríkan stað. Léttur framræstur jarðvegur. Jarðlægir stönglar. Viðkvæmur, skammlífur. Íslensk planta.

Aquilegia caerulea- hybr. 'Koralle'

Indíánavatnsberi 'Koralle'

40-60 cm. Rauð blóm með gulri miðju í júní-ágúst. Harðgerður.

Aquilegia caerulea-hybr.

'Crimson Star'

Indíánavatnsberi 'Crimson Star'

40-60 cm. Tvílit rauð og hvít stór blóm, með stóra spora í júní-ágúst. Harðgerður.

Aquilegia caerulea-hybr. 'Biedermeier'

Indíánavatnsberi 'Biedermeier'

20-35 cm. Lútandi blóm í mörgum litum í júní-ágúst. Harðgerður.

Aquilegia caerulea-hybr.

'Red Hobbit'

Indíánavatnsberi

'Red Hobbit'

20-35 cm. Rauð blóm með kremhvítri miðju í júlí-september. Harðgerður.

Aquilegia canadensis

'Little Lanterns'

Kanadavatnsberi

'Little Lanterns'

20-30 cm. Blómstrar á 2. ári. Bleik blóm i júní-ágúst. Harðgerður.

Aquilegia canadensis

'Pink Lanterns'

Kanadavatnsberi

'Pink Lanterns'

20-30 cm. Blómstrar á 2. ári. Bleik blóm i júní-ágúst. Harðgerður.

Aquilegia flabellata var. pumila f. kurilensis 'Rosea'

Blævatnsberi 'Rosea'

10-20 cm. Blómstrar á 2. ári. Bleik blóm í júní-ágúst. Stuttur spori. Harðgerður.

Aquilegia vulgaris 'Grandmother‘s Garden'

Skógarvatnsberi 'Grandmother‘s Garden'

40-60 cm. Meðalstór blóm, í júní-ágúst. Blandaðir litir. Harðgerður.

Aquilegia vulgaris plena

'Nora Barlow'

Skógarvatnsberi

'Nora Barlow'

50-80 cm. Meðalstór, fyllt blóm, blandaðir litir í júní-ágúst. Harðgerður.

Arabis caucasica

(A.alpina ssp. caucasica)

Garðskriðnablóm

10-30 cm. Hvít blóm í maí-júní. Myndar breiður, er skriðul og getur sáð sér. Harðgert. Framræstan jarðveg. Góð steinhæðaplanta, í hleðslur og kanta.

Arabis caucasica 'Compinkie'

Roðaskriðnablóm

5-15 cm. Bleik blóm í maí-júní. Myndar breiður, þurran, bjartan stað. Framræstan jarðveg. Góð steinhæðaplanta, í hleðslur og kanta.

Arabis caucasica 'Variegata'

Garðaskriðnablóm 'Variegata'

10-30 cm. Hvít blóm í maí-júní. Myndar breiður, er skriðul. Harðgert. Framræstan jarðveg. Góð steinhæðaplanta, í hleðslur og kanta.

Arenaria montana

Fjallasandi

10-15 cm. Stór, hvít blóm í júní-ágúst. Fínlegt lauf. Þurran, bjartan og hlýjan vaxtarstað. Hentar vel í steinhæðir. Getur verið skammlífur.

Armeria maritima

Geldingahnappur

10-15 cm. Lítil blóm í kúlulaga kollum í júlí-ágúst, tilvalin til þurrkunar. Harðgerður. Myndar þúfu og er með stólparót. Rýran jarðveg, léttan og framræstan. Frá Skotlandi.

Armeria maritima 'Alba'

Geldingahnappur 'Alba'

10-15 cm. Hvít blóm í júlí-ágúst, tilvalin til þurrkunar. Harðgerður. Myndar þúfu og er með stólparót. Rýran jarðveg, léttan og framræstan.

Armeria maritima 'Splendens'

Geldingahnappur 'Splendens'

10-25 cm.Skærbleik blóm í júlí-ágúst, tilvalin til þurrkunar. Harðgerður. Myndar þúfu og er með stólparót. Rýran jarðveg, léttan og framræstan.

Arnica montana

Fjallagullblóm

30-50 cm. Stórar, gular lútandi blómkörfur í júlí-ágúst. Léttan, framræstan jarðveg, frekar súran. Hentar vel sem undirgróður, því hún þolir hálfskugga. Harðger.

Arrhenatherum elatius ssp. bulbosum

Hnúðhafrar

Skrautgras, 80-100 cm. Hvít/græn röndótt laufblöð, smáhnúðar neðst á stönglunum. Þéttir brúskar. Harðger.

Artemisia absinthium

Eðalmalurt

60-100 cm ilmandi planta. Grá blöð, gul lítil blóm í ágúst-september. Gömul krydd- og lækningajurt. Bjartan stað, léttan og rýran jarðveg. Harðger.

Artemisia pontica

Rómarmalurt

40-70 cm. Grágræn, ákaflega falleg fínleg blöð, dálítið skriðul, ilmar. Bjartan stað, léttan og rýran jarðveg. Falleg á móti sígrænum plöntum. Harðger.

Aruncus aethusifolius

Gemsuskegg

15-30 cm, fínleg laufblöð. Hvít lítil blóm í stórum toppum í júlí. Fallegir rauðir haustlitir. Sól eða hálfskugga.

Aruncus dioicus

Geitaskegg / Jötunjurt

1-1,8 m. Stórir rjómahvítir skúfar í júlí-ágúst. Karlplantan er með stærri og þéttari skúfa en kvenplantan. Harðgert. Frjóan, næringarríkan jarðveg. Góð í hálfskugga.

Aster alpinus 'Albus'

Fjallastjarna 'Albus'

20-30 cm. Hvít blóm með gulri miðju í júlí-september. Bjartan stað, frjóan jarðveg. Harðger.

Aster alpinus 'Dunkle Schöne'

Fjallastjarna

'Dunkle Schöne'

20-30 cm. Dökkfjólublá blóm með gulri miðju í júlí-september. Bjartan stað, frjóan jarðveg. Harðger.

Aster alpinus 'Märchenland'

Fjallastjarna'Märchenland'

20-30 cm. Fyllt blóm í blönduðum litum í júlí-september. Bjartan stað, frjóan jarðveg. Harðger.

Aster alpinus 'Pinkie'

Fjallastjarna 'Pinkie'

20-30 cm. Bleik blóm með gulri miðju í júlí-september. Bjartan stað, frjóan jarðveg. Harðger.

Aster sibiricus

Eyrastjarna

30-40 cm. Ljósfjólubláar körfur með gula miðju í ágúst-september. Bjartan stað eða hálfskugga. Léttan jarðveg. Harðgerð.

Aster sibiricus 'Albus'

Eyrarstjarna 'Albus'

30-40 cm. Hvítar körfur með gula miðju í ágúst-september. Bjartan stað eða hálfskugga. Léttan jarðveg. Harðgerð.

Astilbe chinensis var. pumila

Kínablóm

Bleik blóm í keilulaga klasa í ágúst-sept. 15-30 cm á hæð. Dálítið skriðult, þolir þurrk.

Astilbe x arendsii

Musterisblóm

Rauð, bleik eða hvít blóm í ágúst- sept. Rakan jarðveg, skuggþolið.

Astilboides tabularis (Rodgersia tabularis)

Hófalauf

60-100 cm. Blaðplanta. Kremhvít blóm á háum stilk í júlí. Stór, hóflaga blöð, dálítið loðin. Skjólgóðan stað.

Astrantia major

Sveipstjarna

50-100 cm. Ljósbleik blóm í júlí-ágúst. Auðvelt að þurrka. Skuggþolin. Blómviljug.

Astrantia major 'Ruby Cloud'

Sveipstjarna

'Ruby Cloud'

50-60 cm. Rauð blóm í júlí-ágúst. Góð til afskurðar. Mjög blómviljug. Skuggþolin.

Athyrium filix-femina

Fjöllaufungur

70-90 cm. Fínskipt, smágerð lauf, fínlegri en stóriburkni. Aflangir gróblettir með gróhulu. Hargerður. Til eru mörg afbrigði. Meðalrakan, frjóan jarðveg. Skuggþolinn.

Aubrieta x cultorum

'Cascade Blue'

Hraunbúi

'Cascade Blue'

10-15 cm. Fjólublá blóm í júní-september. Laufið er sígrænt. Myndar breiður, sem leggjast yfir jarðveginn. Léttan jarðveg og bjartan stað.

Aubrieta x cultorum

'Cascade Red'

Hraunbúi

'Cascade Red'

10-15 cm. Rauðbleik blóm í júní-september. Laufið er sígrænt. Myndar breiður, sem leggjast yfir jarðveginn. Léttan jarðveg og bjartan stað.

Bellis perennis

Fagurfífill

10-20 cm.Rauð, bleik eða hvít blóm í júní-september. Blómviljugur. Bjartan stað, skammlíf planta.

Bergenia cordifolia

Hjartasteinbroti

30-50 cm. Stór hjartalaga sígræn laufblöð. Ljósbleik blóm í þykkum sveip í maí-júní. Sígræn blöð. Skuggþolinn.

Bergenia crassifolia

Blóðsteinbroti

30-40 cm. Bleik blóm á þykkum stöngli í maí-júní. Sígræn blöð. Skuggþolinn.

Bergenia purpurascens

(B. delavayi)

Steinbroti / Roðasteinbroti

30-45 cm. Bleik blóm á þykkum stöngli í maí-júní. Sígræn blöð. Skuggþolinn.

Bupleurum ranunculoides

Gulbudda / Geislabudda

15-30 cm. Graslík blöð, gulgræn blóm í júlí-ágúst. Kalkríkan jarðveg, sólríkan stað.

Calamintha grandiflora

Keisarafingur

20-60 cm. Stór bleik blóm í krönsum í blaðöxlum í júlí-ágúst. Ilmar. Rakaheldinn jarðveg.

Caltha palusris 'Multiplex'

Hófsóley, fyllt

20-50 cm. Dökkgul, fyllt blóm í maí, dökkgræn hóflaga blöð. Rakan jarðveg og bjartan stað. Flott við læki og tjarnir.

Campanula alliariifolia

Vaxklukka

30-70 cm. Hvítar lútandi klukkur öðrum megin á blómstönglinum í júlí-ágúst. Harðgerð, þolir nokkurn skugga.

Campanula barbata

Skeggklukka

20-30 cm. Fjólubláar, meðalstórar klukkur í ágúst-september. Léttan jarðveg

Campanula carpatica

'Blue Clips'

Hjartaklukka

'Blue Clips'

20-40 cm. Bláar uppréttar víðar klukkur í júlí-september. Bjartan stað, en þolir hálfskugga, léttan jarðeg.

Campanula carpatica

'White Clips'

Hjartaklukka

'White Clips'

20-40 cm. Hvítar uppréttar víðar klukkur í júlí-september. Bjartan stað, en þolir hálfskugga, léttan jarðeg.

Campanula cochleariifolia

Smáklukka

5-15 cm. Ljósbláar lútandi klukkur í júlí-september. Myndar breiður, skriðul, blómsæl.

Campanula cochleariifolia 'Alba'

Smáklukka 'Alba'

5-15 cm. Hvítar lútandi klukkur í júlí-september. Myndar breiður, skriðul, blómsæl.

Campanula collina

Hólaklukka

15-30 cm. Stórar, fjólubláar lútandi klukkur í júlí-ágúst. Harðgerð.

Campanula glomerata

Höfuðklukka

50-60 cm. Dökkfjólubláar, víðar uppréttar klukkur, margar saman í kolli í júlí-ágúst. Frjóan, rakan jarðveg. Blómviljug.

Campanula glomerata 'Alba'

Höfuðklukka 'Alba'

50-60 cm. Hvítar, víðar uppréttar klukkur, margar saman í kolli í júlí-ágúst. Frjóan, rakan jarðveg. Blómviljug.

Campanula latifolia

Risaklukka

80-100 cm. Fjólubláar, víðar lútandi klukkur í júlí. Plantan þarf uppbindingu. Léttan jarðveg.

Campanula persicifolia

Fagurklukka

50-70 cm. Fjólubláar klukkur í löngum klösum í júlí-ágúst. Þarf uppbindingu. Léttan jarðveg.

Campanula punctata

Dröfnuklukka

20-30 cm. Stórar kremhvítar lútandi klukkur í júli-ágúst. Mjög skriðul planta. Léttan jarðveg.

Campanula rapunculoides

Skriðklukka

60-100 cm. Stórar, fjólubláar klukkur öðrum megin á stönglinum í ágúst-september. Mjög skriðul. Léttan jarðveg.

Campanula rotundifolia

Bláklukka

15-40 cm. Himinbláar lútandi klukkur í júlí-ágúst. Sendinn,  léttan jarðveg. Íslensk planta.

Campanula trachelium

Netluklukka

70-90 cm. Fjólublá blóm á háum stönglum í júlí-ágúst. Þolir skugga. Léttan jarðveg.

Carlina acaulis ssp. simplex 'Bronze'

Veðurþistill

Stórar hvítar til ljósbleikar körfur í sept.10-15 cm á hæð. Hlýjan og sólríkan vaxtarstað.

Centaurea dealbata

Silfurkornblóm

70-100 cm. Stór bleik blóm í júlí-ágúst. Fínleg laufblöð. Harðgert. Léttan jarðveg.

Centaurea macrocephala

Gullkornblóm

100-120 cm. Gular stórar körfur í ágúst-september. Þarf uppbindingu. Sólelsk, nægjusöm. Léttan jarðveg.

Centaurea montana

Fjallakornblóm

40-80 cm. Blá meðalstór blóm í júlí-ágúst, Harðgert, frekar skriðult. Léttan jarðveg.

Centaurea nigra

Kornblóm

60-80 cm. Stór, bleikfjólublá, þéttfyllt blóm í ágúst-september. Harðger. Sáir sér. Léttan jarðveg.

Centaurea pulcherrima

Sjafnarkornblóm

40-60 cm. Blöðin eru dálítið hærð. Rauðfjólublá blóm í júlí-ágúst. Harðger. Léttan jarðveg.

Centaurea uniflora ssp. nervosa

Kögrakornblóm

40-50 cm. Rauðfjólublá blóm í júlí-ágúst. Myndar þétta brúska. Harðger, léttan jarðveg.

Cerastium biebersteinii

Rottueyra

20-30 cm. Hvít blóm í júní-ágúst. Myndar breiður, þurrkþolið, gott í steinhæðir og hleðslur. Harðgert.

Cerastium tomentosum

Völskueyra

15-20 cm. Hvít blóm í júní-ágúst. Harðgert, fínlegra en rottueyra. Þurran jarðveg, sólríkan stað. Myndar breiður, gott í steinhæðir og hleðslur.

Chiastophyllum oppositifolium

Urðargull

15-25 cm. Gulir blómklasar í júlí, sígræn blöð. Hálfskugga, góð sem undirgróður. Frekar viðkvæmt og þarf vetrarskýli.

Chrysanthemum weyrichii

Chrysanthemum weyrichii

(Dendranthema weyrichii)

10-15 cm. Hvít körfublóm í júlí-ágúst. Hentug í steinhæðir.

Cicerbita alpina

Bláfífill / Fjallaýmir

1,5- 2 m. Gróf planta með stór fíflablöð. Stórir toppar af bláum körfum í júlí-ágúst. Frjóan, rakan jarðveg, skjól og stuðning. Sáir sér dálítið. Fínn í stóra garða.

Cirsium helenioides

Purpuraþistill

60-100 cm. Stór blöð, hvítloðin á neðra borði. Stór bleik blóm í júlí-ágúst. Mjög skriðull. Harðgerður.

Convallaria majalis

Dalalilja

15-25 cm. Dökkgræn gljáandi blöð, hvít blóm í hangandi klasa í maí-júní. Hálfskugga. Eitruð, skriðul. Harðger.

Coreopsis grandiflora

Baldursgull

30-40 cm. Gular þéttfylltar körfur í júlí-september. Bjartan hlýjan stað.

Cortusa matthioli

Alpabjalla / Alpaskúfa

20-40 cm. Fjólublá trektlaga lútandi blóm í júní-ágúst. Breiðar blaðhvirfingar. Sól, hálfskugga. Góð sem undirgróður.  Harðgerð.

Cortusa matthioli 'Alba'

Alpabjalla 'Alba'

20-40 cm. Hvít trektlaga lútandi blóm í júní-ágúst. Breiðar, ljósgrænar blaðhvirfingar. Sól, hálfskugga. Góð sem undirgróður.  Harðgerð.

Cortusa matthioli f. pekinensis

Kínabjalla / Alpabjalla

20-40 cm. Bleik trektlaga lútandi blóm í júní-ágúst. Breiðar, þétthærðar blaðhvirfingar. Blómin aðeins stærri en á aðaltegundinni.  Sól, hálfskugga. Góð sem undirgróður.  Harðgerð.

Cymbalaria muralis

(Linaria cymbalaria)

Dvergamunnur

5-10 cm. Lillablá blóm með gulleitt gin í júlí-ágúst. Skriðult, harðgert. Saír sér aðeins. Þurran, léttan jarðveg. Bjartan stað.

Cymbalaria pallida

Músagin

5-10 cm. Fjólublá blóm með hvítt gin í júlí-ágúst. Skriðult, harðgert. Þurran, léttan jarðveg. Gott í hleðslur. Bjartan stað.

Delphinium grandiflorum

'Delfy Blue'

Greifaspori

'Delfy Blue'

40-60 cm. Himinblá blóm í júlí-ágúst. Næringarríkan jarðveg og bjartan stað. Gæti þurft uppbindingu. Harðgerður.

Delphinium grandiflorum

'Delfy White'

Greifaspori

'Delfy White'

40-60 cm. Hvít blóm í júlí-ágúst. Næringarríkan jarðveg og bjartan stað. Gæti þurft uppbindingu. Harðgerður.

Delphinium x cultorum

'Black Knight'

Riddarapori

'Black Knight'

90-150 cm. Einföld, hálffyllt dökkfjólublá blóm í júlí-september. Þarf uppbindingu. Næringarríkan jarðveg og bjartan stað. Harðgerður. Pacific-sería.

Delphinium x cultorum

'Casa Blanca'

Riddaraspori

'Casa Blanca'

90-150 cm. Hvít blóm. Langir þéttir blómklasar. Þarf uppbindingu. Næringarríkan jarðveg og bjartan stað. Harðgerður. Belladonna-sería.

Delphinium x cultorum

'Cliveden Beauty'

Riddaraspori

'Cliveden Beauty'

90-150 cm. Himinblá blóm. Langir þéttir blómklasar. Þarf uppbindingu. Næringarríkan jarðveg og bjartan stað. Harðgerður. Belladonna-sería.
Delphinium x cultorum 'Astolat'

Riddaraspori 'Astolat'

90-150 cm. Heinföld, hálffyllt bleik blóm í júlí-september. Þarf uppbindingu. Næringarríkan jarðveg og bjartan stað. Harðgerður. Pacific-sería.

Delphinium x cultorum 'Bellamosum'

Riddarspori 'Bellamosum'

90-120 cm. Himinblá blóm í júlí-september. Þarf uppbindingu. Næringarríkan jarðveg og bjartan stað. Harðgerður. Belladonna-sería.

Delphinium x cultorum

'Dark blue/white bee'

Riddaraspori

'Dark blue/white bee'

70-90 cm. Dökkblá blóm með hvíta miðju í júlí-september.  Þarf uppbindingu. Næringarríkan jarðveg og bjartan stað. Harðgerður. Magic-Fountains sería.

 

Delphinium x cultorum

 'White/dark bee'

 

Riddaraspori

 'White/dark bee'

70-90 cm. Hvít blóm með dökkbláa miðju í júlí-september. Þarf uppbindingu. Næringarríkan jarðveg og bjartan stað. Harðgerður. Magic-Fountains sería.

 

Dendranthema weyrichii

Dendranthema weyrichii

Ljósbleikar körfur með dökkri miðju í ágúst. 10-30 cm, harðgerð.

Dianthus barbatus nanus 'Midget'

Stúdentadrotting 'Midget'

20 cm. Blandaðir blómlitir í júní-ágúst. Bjartan stað og léttan, sendinn jarðveg. Góð í steinhæðir, blómviljug. Skammlíf.

Dianthus barbatus 'Nigrescens'

Stúdentadrottning 'Nigrescens'

20-40 cm. Dökk ilmandi blóm í júní-ágúst. Græn blöðin verða rauðbrún. Blómviljug. Bjartan stað og léttan, sendinn jarðveg. Skammlíf.

Dianthus deltoides  'Albus'

Dvergadrottning 'Albus'

10-20 cm. Hvít lítil blóm í júlí-september. Harðgerð, auðræktuð og blómviljug. Bjartan stað og léttan, sendinn jarðveg. Góð í steinhæðir.

Dianthus deltoides'Brilliant'

Dvergadrottning 'Brilliant'

10-20 cm. Rauð lítil blóm í júlí-september. Harðgerð, auðræktuð og blómviljug. Bjartan stað og léttan, sendinn jarðveg. Góð í steinhæðir.

Dianthus deltoides 'Roseus'

DvergadrottningRoseus'

10-20 cm. Bleik lítil blóm í júlí-september. Harðgerð, auðræktuð og blómviljug. Bjartan stað og léttan, sendinn jarðveg. Góð í steinhæðir.

Dianthus gratianopolitanus Rosafeder'

Laugadrottning 'Rosafeder'

15-20 cm. Bleik meðalstór blóm í júlí-ágúst. Myndar breiður, þéttur vöxtur. Bjartan stað og léttan, sendinn jarðveg. Blómviljug og harðgerð.

Dianthus gratianopolitanus 'Sternkissen'

Laugadrottning 'Sternkissen'

10-15 cm. Bleik blóm í júlí-ágúst. Myndar breiður, þéttur vöxtur. Bjartan stað og léttan, sendinn jarðveg. Blómviljug og harðgerð.

Dicentra formosa

Dverghjarta

25-50 cm. Bleikar hjartalaga klukkur í júní –september. Skuggþolið og harðgert. Frjóan jarðveg.

Dicentra spectabilis

Hjartablóm

40-70 cm. Stór hjartalaga bleik blóm í júní-júlí. Skuggþolið, skjólgóðan vaxtarstað. Frjóan jarðveg.

Dicentra spectabilis 'Alba'

Hjartablóm 'Alba'

40-70 cm. Stór hjartalaga hvít blóm í júní-júlí. Skuggþolið, skjólgóðan vaxtarstað. Frjóan jarðveg.

Digitalis obscura

Digitalis obscura

30-40 cm. Tvílit rauð og gul blóm í júlí-september. Næringarríkan, léttan jarðveg, þolir hálfskugga.

Digitalis purpurea

Fingurbjargarblóm

Tvíært. 100-120 cm. Stórar lútandi klukkur á háum stöngli í júlí-ágúst, blómstrar á seinna ári. Þarf uppbindingu. Lækningajurt.

Digitalis x mertonensis

Sigurbjörg

50-80 cm. Bleikar stórar klukkur í júlí-ágúst. Þarf uppbindingu. Næringarríkan, léttan jarðveg, þolir hálfskugga.

Dodecatheon meadia

Goðalykill

20-40 cm. Bleik lútandi blóm á háum stönglum í júní júlí. Þolir hálfskugga. Rakan og frjóan jarðveg.

Dodecatheon pulchellum

Skriðugoðalykill

15-30 cm. Rauðfjólublá blóm í júní-júlí. Fínleg tegund. Rakan, frjóan og léttan jarðveg. Þolir hálfskugga.

Doronicum orientale 'Finesse'

Hjartarfífill 'Finesse'

30-40 cm. Gular stórar blómkörfur í maí-júní. Fallega hjartalaga blöð. Frjóan jarðveg, harðgerður og blómviljugur.

 Doronicum orientale

'Little Leo'

Hjartarfífill 'Little Leo'

20-30 cm. Gular stórar blómkörfur í maí-júní. Fallega hjartalaga blöð. Frjóan jarðveg, harðgerður og blómviljugur. 

Doronicum orientale 'Magnificum'

Hjartafífill 'Magnificum'

 

30-50 cm. Gular stórar blómkörfur í maí-júní. Fallega hjartalaga blöð. Frjóan jarðveg, hargerður og blómviljugur.

Draba aizoides

Garðavorblóm

5-10 cm. Sígræn blöð í hvirfingu. Gul smá blóm í maí-júní. Bjartan stað, í léttum jarðvegi, hentar í steinhæðabeð. Gæti þurft vetrarskýli.

Dracocephalum grandiflorum

Bládrekakollur

20-40 cm. Fagurblá blóm í þéttum klösum í júlí-ágúst. Harðgerður. Bjartan stað og meðalrakan jarðveg.

Dracocephalum tanguticum

Dracocephalum tanguticum

30-50 cm. Dökkblá blóm í júlí-ágúst. Stífir uppréttir stönglar, fínlegt lauf. Bjartan stað.

Dryas octopetala

Holtasóley / Rjúpnalauf

15-20 cm. Dvergrunni.Dökkgræn sígræn blöð, stór hvít blóm í maí-júlí. Góð í steinhæðir, en á oft erfitt í heimilisgörðum. Bjartan stað og léttan, sendinn jarðveg. Íslensk planta.

Dryopteris dilata

Dílaburkni

80 cm. Margskipt blöð með hvasstenntum blaðflipum. Uppréttur og fínlegur. Skuggþolinn. Meðalrakan, frjóan jarðveg. Skjólgóðan stað. Íslensk planta.

Dryopteris filix-mas

Stóriburkni

70-100 cm. Stærstur íslenskra burkna. Myndar breiða brúska af stórum blöðum, allgrófum. Mjög harðgerður og gróskumikill. Skuggþolinn. Meðalrakan, frjóan jarðveg. Íslensk planta.

Elmera racemosa

Urðarhúfa

15-20 cm. Gulhvít blóm í litlum skúfum í júlí-ágúst. Harðgerð, góð í steinhæðir. Frjóan, meðalrakan jarðveg.

Epilobium latifolium

Eyrarrós

30-40 cm. Rauðbleik blóm í júlí. Skriðul, myndar breiður, harðgerð. Magran en rakan jarðveg. Getur verið skæð í görðum ef hún nær sér á strik. Íslensk planta.

Erigeron alpinus

Alpakobbi

30-35 cm. Ljósfjólubláar körfur í júlí-ágúst. Hærð blöð. Léttan jarðveg og bjartan stað. Skammlífur.

Erigeron aurantiacus

Gullkobbi / Gulljakobsfífill

20-30 cm. Rauðgular stórar körfur í júlí-ágúst. Gljándi blöð. Góður í steinhæðir. Bjartan stað og léttan jarðveg. Harðgerður.

Erigeron leiomerus

Erigeron leiomerus

10 cm. Ljósfjólubláar körfur í júlí-ágúst. Bjartan stað og létan jarðveg. Harðgerður.

Erigeron polymorphus

Erigeron polymorphus

20-30 cm. Rauðfjólubláar í júlí-ágúst. Bjartan stað, léttan jarðveg.

Erigeron speciosus

'Rosa Jewel'

Garðakobbi

'Rosa Jewel'

30-70 cm. Bleikfjólubláar einfaldar - hálffylltar blómkörfur í júlí-september. Bjartan stað og létan jarðveg. Harðgerður.

Erinus alpinus 'Albus'

Fjalladís 'Albus'

10-15 cm. Hvít blóm á stönglum í júní-júlí. Hentar vel í steinæðir. Léttan jarðveg og bjartan stað. Meðalharðgerð.

Erinus alpinus 'Doctor Hähnle'

Fjalladís

'Doctor Hähnle'

10-15 cm. Rauðbleik blóm á stönglum í júní-júlí. Hentar í steinhæðir. Bjartan stað og léttan jarðveg. Meðalharðgerð.

Eryngium alpinum 'Blue Star'

Alpaþyrnir 'Blue Star'

60-80 cm. Dökkbláir stórir blómkollar í júlí-september. Þétt reifarblöð undir blómkollinum. Bjartan stað, en vill ekki of mikinn hita. Léttan jarðveg. Gæti þurft uppbindingu. Harðgerður. Góður til afskurðar.

Eryngium alpinum 'Superbum'

Alpaþyrnir 'Superbum'

60-100 cm. Stálbláir stórir blómkollar í júlí-september. Þétt reifarblöð undir blómkollinum.  Bjartan stað, en vill ekki of mikinn hita. Léttan jarðveg. Gæti þurft uppbindingu. Harðgerður. Góður til afskurðar.

Eryngium planum

Flatþyrnir

80-100 cm. Stálbláir litlir blómkollar í júlí-september. Reifarblöðin eru gisin undir blómkollinum. Bjartan stað og léttan jarðveg. Þarf uppbindingu. Harðgerður. Góður til afskurðar.

Euphorbia cyparissias

Sedrusmjólk

20-30 cm. Mjó blágræn blöð, gul hjartalaga háblöð í júní-júlí. Mjög skriðul. Léttan jarðveg og bjartan stað. Harðgerð.

Euphorbia palustris

Mýramjólk

80-100 cm. Dökkgul blóm og háblöð í júní-júlí. Uppréttur kúlulaga vöxtur. Rakan stað, þolir hálfskugga. Þarf uppbindingu. Harðgerð.

Euphorbia polychroma

(E. epithymoides)

Mjólkurjurt / Vörtumjólk

30-50 cm. Gul blóm og háblöð í júní-júlí. Uppréttur kúlulaga vöxtur. Léttan, rýran jarðveg og bjartan stað. Harðgerð.

Filipendula vulgaris

Brúðarvefur

15-70 cm. Bleikir knúppar, hvít blóm í júlí-ágúst. Fínleg burknalík blöð. Bjartna stað, léttan jarðveg. Þurrkþolinn.

Fritillaria meleagris

Vepjulilja

20-30 cm. Rauðfjólublá lútandi blóm með ljósu reitamunstri í maí-júní. Laukplanta. Frjóan, frekar rakaheldin jarðveg. Þolir hálfskugga. Harðger.

. Gróðrarstöðin Storð | Ferjuvegur 1 | 806 Selfoss | Sími 564-4383 | stord@stord.is