Tré og runnar ísl A-E

Listinn er birtur með fyrirvara um prentvillur og ekki er víst að allar plönturnar séu alltaf til hjá okkur í stöðinni.

Íslenskt heiti

 Latneskt heiti

 Lýsing

Alaskasýprus

'Glauca'

 Chamaecyparis  

 nootkatensis

 'Glauca'

 Sígrænt tré 1-3 m, keilulaga. Greinarnar eru

 útstæðar og slútandi.

Alaskavíðir

 Salix alaxensis

 2-9 m. Hraðvaxta, vindþolinn, saltþolinn runni sem 

 er mest notaður í gróf skjólbelti og þyrpingar. Mjög

 harðger, en getur kalið örlítið. Neðra borð blaðanna

 er þakið hvítum hárum, þannig að þau virðast silfruð

 á litinn. Þolir klippingu mjög vel. Sólríkan vaxtarstað.

'Alaskaösp 'Jóra'

 Populus trichocarpa

 'Jóra'

 10-25 m, hraðvaxta og harðgert. Þarf rakan jarðveg

 og gott rótarpláss. Myndar rótarskot. Kvenösp, sem

 blómstrar og dreifir hvitum hnoðrum af fræjum um

 allt.

Alaskaösp 'Keisari'

 Populus trichocarpa

 'Keisari'

 10-25 m, hraðvaxta og harðgert. Þarf rakan jarðveg

 og gott rótarpláss. Myndar rótarskot. Frekar

 breiðvaxin króna og gróf brum. Karlösp sem

 blómstrar, en sáir sér ekki.

Alaskaösp 'Pinni'

 Populus trichocarpa

 'Pinni'

 10-25 m, hraðvaxta og harðgert. Þarf rakan jarðveg

 og gott rótarpláss. Myndar rótarskot. Fallegur jafn

 vöxtur. Karlösp sem blómstrar, en  sáir sér ekki.

Alaskaösp 'Salka'

 Populus trichocarpa 

 'Salka'

 10-25 m, hraðvaxta og harðgert. Þarf rakan jarðveg

 og gott rótarpláss. Myndar rótarskot. Kvenösp, sem

 blómstrar og dreifir hvitum hnoðrum af fræjum um

 allt.

Alaskaösp

'Sæland'

 Populus trichocarpa

 'Sæland'

 10-25 m, hraðvaxta og harðgert. Þarf rakan jarðveg

 og gott rótarpláss. Myndar rótarskot.

Alpareynir

 Sorbus mougeotii

 5-7 m. Einstofna tré. Stór blöð, hvítloðin á neðra

 borði. Kremhvít blóm í klösum í júní-júlí, rauð ber á

 haustin. Vindþolinn, sólelskur, harðgerður,

 hægvaxta. Frjósaman jarðveg.

Álmur

 Ulmus glabra

 10-12 m einstofna eða margstofna tré. Stór

 dökkgræn blöð, grár og áberandi langsprunginn

 börkur. Skugg- og vindþolinn, hlýjan og frjóan

 jarðveg. Harðgerður.

Baugavíðir 'Ljúfa'

 Salix ovalifolia

 'Ljúfa'

 10-20 cm. Þéttgreinóttur, fíngeður jarðlægur runni.

 Hentar vel í steinhæðir og með öðrum lágvöxnum

 tegundum. Sólelskur, harðger.

Baunatré / Kergi

 Caragana  

 arborescens

 2-5 m tré eða stór runnni. Ljósgul blóm í júní-júlí.

 Harðger, seinvaxin planta sem kýs þurran, rýran

 jarðveg. Er með rhizobium bakteríur á rótum og þolir

 illa köfnunarefnisáburð. Seltuþolið.

Bergflétta

 Hedera helix

 Sígræn klifurplanta, 5-6 m, klifrar með heftirótum.

 Þolir skugga og seltu, harðgerð. Best á vestur og

 norðurvegg. Blöðin geta gulnað í vorsól.

Bergfura

 Pinus uncinata

 Sígrænt 8-15 m. Eistofna bústið tré. Harðgert og

 hægvaxta. Vindþolið og nægjusamt. Þrífst vel víðast

 hvar inn til landsins.

Bersarunni

 Viburnum edule

 1-1,5 m. Kremhvít blóm í stórum blómklösum í júní-

 júlí. Þroskar ber síðsumars, sem eru æt, en frekar

 súr. Henta í matargerð.  Harðgerður, vind- og

 skuggþolinn runni

Bersarunni 'Funi'

 Viburnum edule

 'Funi'

 Úrval úr Alaskasöfnun 1985. 1-1,5 m. Kremhvít blóm

 í stórum blómklösum í júní- júlí. Þroskar ber

 síðsumars, sem eru æt, en frekar  súr. Henta í

 matargerð.  Harðgerður, vind- og  skuggþolinn runni.

 Dökkgrænt lauf, rauðleitir stönglar. Mjög duglegur.

Birki / Ilmbjörk

'Embla'

 Betula pubescens

 'Embla'

 8-13 m. Harðgert og vindþolið tré. Notað stakstætt, í

 limgerði eða þyrpingar. Sólelskt. Íslensk planta.

Birkikvistur

 Spiraea sp.

 80-100 cm. Þéttur runni, kúlulaga vöxtur. Hvít blóm í

 stórum sveipum í júní-júlí. Mjög harðgerður. Sólríkan

 stað, en þolir hálfskugga.

Bjarkeyjarkvistur

 Spiraea  

 chamaedryfolia

 1-1,5 m. Hvít blóm í sveipum í júlí-ágúst.  

 Harðgerður, blómviljugur, þéttgreinóttur runni.

 Rótarskot.

Bjarmabergsóley

 Clematis tangutica

 Klifurplanta, 2-3 m. Skærgul lútandi klukkulaga blóm

 í júlí-september. Sólríkan stað, skjól og kalkríkan

 jarðveg. Þarf klifurgrind eða víra til stuðnings.Til að

 halda plöntunni snyrtilegri, má þynna og/eða   

 snöggklippa eftir blómgun á nokkurra ára fresti.

Bjarmarós

'Maiden‘s Blush'

 Rosa x alba

 'Maiden‘s Blush'

 80-100 cm.  Daufbleik fyllt ilmandi blóm í júlí-ágúst.   

 Þarf sólríkan vaxtarstað. Á sér margra alda

 ræktunarsögu. Harðgerð

Bjarmasýrena 'San'

 Syringa wolfii 'San'

 1-1,5 m. Bylgjaðir blaðjaðrar. Dökkbleikir ilmandi

 blómskúfar í júní-júlí. Blómskúfarnir eru stuttir og

 þéttir. Harðgerð, falleg stakstæð. Þolir vel hálfskugga, en

 blómstrar þá minna. Norskt úrval.

Bjarmasýrena

'Valkyrja'

 Syringa wolfii   

 'Valkyrja'

 1,5-2 m. Dökkbleikir ilmandi blómskúfar í júní-júlí.

 Blómskúfarnir eru stuttir og þéttir. Harðgerð, falleg

 stakstæð. Þolir vel hálfskugga, en blómstrar þá

 minna.

Bjartvíðir

 Salix candida

 80 cm–3 m. Silfurgrá blöð, rauðir reklar á vorin. 

 Útbreitt, gisið vaxtarlag. Harðgerður. Sólríkan

 vaxtarstað.

Bjöllulyng

'Blue Ice'

 Andromeda

 polifolia 'Blue Ice'

 Sígrænn 15-30 cm runni. Ljósbleik blóm í maí-júní. 

 Þrífst best á skuggsælum stað í súrum jarðvegi.

Bjöllutoppur

 Lonicera myrtillus

 80-100 cm. Fölgul lítil ilmandi blóm í júní-júlí.

 Fínlegur frekar gisinn runni. Þrífst best á skuggsælum

 stað.

 

Bláberjarunni

'Duke'

 Vaccinium

 corymbosum 

 'Duke'

 1,5-2 m. Hvít blóm. Dökkblá stór, sæt og safarík ber

 síðsumars. Þrífst best í súrum jarðvegi. Sólríkan stað.

 Öruggara að hafa annað yrki með til að fá góða

 uppskeru. Kelur töluvert utandyra, en þrífst vel í

 köldu gróðurhúsi.

 

Bláberjarunni

'Polaris'

 Vaccinium  

 corymbosum

 'Polaris'

 1 m. Hvít blóm. Dökkblá stór, sæt og safarík ber

 síðsumars. Þrífst best í súrum jarðvegi. Sólríkan stað.

 Öruggara að hafa annað yrki með til að fá góða

 uppskeru. Kelur töluvert utandyra, en þrífst vel í

 köldu gróðurhúsi.

Blágreni

 Picea engelmannii

 Sígrænt 15-20 m. Hægvaxið, harðgert, skuggþolið.

 Frjóan, þurran jarðveg.

Bláregn

'Blue Moon'

 Wisteria floribunda

 'Blue Moon'

 Klifurplanta, 2-4 m. Fjólublá ilmandi blóm í hangandi

 klösum  í júní-ágúst. Þarf hlýjan, skjólsælan og

 sólríkan vaxtarstað.  Frekar viðkvæm utandyra hér á

 landi. Þarf víra eða grind til að klifra eftir.

Blárifs 'Perla'

 Ribes bracteosum

 'Perla'

 Berjarunni, 1-2 m. Hvít til rauðleit blóm í maí. Svört,

 héluð ber í júlí-ágúst, sæt og góð á bragðið. Harðgert

 og skuggþolið, en gefur meiri uppskeru á sólríkum

 stað. Rauðir haustlitir. Úrval frá Alaska 1985.

Blátoppur 'Þokki'

 Lonicera caerulea

 var. altaica 'Þokki'

 Þéttvaxinn 1,5-2 m. Gulhvít blóm, dökkblá ber.

 Góður í limgerði, harðgerður. Vindþolinn.

Blóðheggur

 Prunus padus

 'Colorata'

 3-6 m. Margstofna tré eða runni. Bleik blóm í júní,

 rauðleit blöð. Bjartan og skjólgóðan vaxtarstað.

 Frekar viðkvæmur.

Bogsýrena 'Roði'

 Syringa reflexa

 'Roði'

 1,5-2 m. Dökkbleikir bogsveigðir blómklasar í  júlí.

 Laufið er rauðleitt. Harðgerð, saltþolin. Ilmar

 mikið Þolir vel hálfskugga, en blómstrar þá minna.

Breiðumispill

 Cotoneaster

 dammerii

 'Skogholm'

 Sígrænn, 20-40 cm jarðlægur runni. Hvít blóm í júní-

 júlí, ljósrauð ber í ágúst. Nokkuð harðger, þarf skjól,

 þekur mjög vel.

Breiðuvíðir

 Salix x simulatrix

 10-30 cm. Gulir reklar í maí-júní. Myndar þétta

 jarðvegsþekju, nægjusamur. Sólríkan vaxtarstað.

Brekkuvíðir

 Salix x sp.

 (Salix islandica)

 1-2 m. Þéttvaxinn, blaðfallegur. Góður í limgerði,

 vind- og saltþolinn, mjög harðgerður. Íslenskur

 blendingur.

Broddfura

 Pinus aristata

 Sígrænt 5-10 m. Vex oftast sem runni. Breiðkeilulaga

 króna. Meðalþþurr jarðvegur, nægjusamt, seltuþolið.

 Hægvaxta. Harpixörður á nálunum.

Broddgreni

 Picea pungens var.

 glauca

 Sígrænt 10-20 m. Hægvaxta. Breið, keilulaga

 króna.Getur kalið í vorfrostumút við sjávarsíðuna.

Broddhlynur

 Acer platanoides

 5-6 m stakstætt tré eða runni með hvelfda krónu,

 þarf skjólgóðan og sólríkan stað. Fremur viðkvæmur.

Búlgarskt

rauðgreni

 Picea abies

 'Búlgaría'

 Sígrænt 10-16 m. Keilulaga vinþolið tré.

 Nærigarríkan jarðveg.

Demantsvíðir

'Flesja'

 Salix planifolia ssp.

 pulchra 'Flesja'

 10-20 cm. Frekar hraðvaxta, harðgerður jarðlægur

 runni. Hentar vel sem þekjuplanta. Sólríkan

 vaxtarstað.

Dreyrakvistur

 Spiraea densiflora

 40-60 cm. Dökkbleik blóm í þéttum sveipum í júlí-

 ágúst. Blómsæll á sólríkum stað, en þolir hálfskugga.

 Harðgerður.

Drottningarsópur

 Chamaecytisus

 ratisbonensis

 Sígrænar greinar. 60-100 cm. Skærgul ilmandi blóm

 í blaðöxlum í júní- júlí. Þurran, bjartan stað.

Dröfnulyngrós 'Cunningham‘s White'

 Rhododendron

 catawbiense

 'Cunningham‘s

 White'

 Sígrænn runni 1-1,5 m. Stór fölbleik blóm i júní-júlí.

 Þrífst best á hlýjum, skjólgóðum stað í sól eða

 hálfskugga. Þarf rakan, súran, næringarríkan jarðveg

 og vetrarskýli.

Dröfnulyngrós 'Grandiflorum'

 Rhododendron

 catawbiense

 'Grandiflorum'

 Sígrænn runni 70-200 cm. Stór fjólublá blóm í júní-

 júlí. Þrífst best á hlýjum, skjólgóðum stað í sól eða

 hálfskugga. Þarf rakan, súran, næringarríkan jarðveg

 og vetrarskýli.

Dröfnulyngrós

'Lee´s Dark Purple'

 Rhododendron

 catawbiense

 'Lee´s Dark

 Purple'

 Sígrænn runni 1-1,5 m. Stór fjólublá blóm í júní-júlí.

 Þrífst best á hlýjum, skjólgóðum stað í sól eða

 hálfskugga. Þarf rakan, súran, næringarríkan jarðveg

 og vetrarskýli.

Dröfnulyngrós

'Nova Zembla'

 Rhododendron

 catawbiense

 'Nova Zembla'

 Sígrænn runni 60-180 cm. Stór rauð blóm í júní-júlí.

 Þrífst best á hlýjum, skjólgóðum stað í sól eða

 hálfskugga. Þarf rakan, súran, næringarríkan jarðveg

 og vetrarskýli.

Dúntoppur

 Lonicera xylosteum

 2-3 m. Gulhvít blóm í júlí. Rauð óæt ber að hausti.

 Meðalarðgerður. Sól eða hálfskugga. Vindþolinn. Þarf

 að snyrta runnann reglulega,

Dúnyllir

 Sambucus

 racemosa ssp.

 pubens

 2-4 m. Breiður blaðfallegur runni. Hvít blóm í skúfum

 í júní-júlí, rauð ber í ágúst. Skuggþolinn, en ekki

 mjög vindþolinn. Harðger og blómviljugur.

Dvergbláeinir

 Juniperus

 squamata

 'Blue Star'

 Sígrænn 20-40 cm. Harðgerður. Myndar óreglulega

 þúst. Bláleitt barr, kýs sól eða hálfskugga. Góður í

 steinhæðir eða ker.

Dvergfura

 Pinus mugo var.

 pumilio

 Sígrænt 50-100 cm Breiðvaxinn frekar hægvaxta

 runni.  Harðgerð og allseltuþolin. Nægjusamt.

Dvergheiðakvistur

 Spiraea betulifolia

 var. aemeliana

 30-50 cm. Hvít blóm í sveipum í júní-júlí. 

 Hálfkúlulaga, þéttgreinóttur runni. Sólríkan stað, en

 þolir hálfskugga.

Dverghvítgreni

 Picea glauca

 'Conica'

 Sígrænt 1-3 m. Dvergvaxið afbrigði af hvítgreni.

 Mjög reglulegur keilulaga vöxtur, afar hægvaxta.

 Harðgert.

Dverglífviður

 Microbiota

 decussata

 Sígrænn 20-30 cm. Jarðlægur, þekjandi runni.

 Harðgerður. Nægjusamur. Barrið er grænt á sumrin,

 en verður bronslitað yfir veturinn.

Dvergsólarsýprus

 Chamaecyparis

 obtusa

 'Nana Gracilis'

 Sígrænn 20-40 cm runni. Þarf næringaríkan jarðveg

 og gott skjól, bjartan vaxtarstað, en þolir vel

 hálfskugga. Hentar vel í steinhæðir eða ker.

Dögglingskvistur

 Spiraea douglasii

 1-1,5 m. Bleik blóm í löngum klasa í ágúst-sept.

 Skuggþolinn, skriðull, kelur dálítið, þolir vel

 niðurklippingu.

Dökksópur

 Cytisus nigricans

 50-150 cm, uppréttur runni. Gulir uppréttir

 blómklasar á endum greinanna í júlí-ágúst.

 Meðalharðger, lifnar oft seint. Þurran, kalkríkan

 bjartan stað.

Dökkþþyrnir /

Hrafnþyrnir

 Crataegus

 chlorosarca

 5-7 m. Hvítir blómsveipir í júní-júlí. Bjartan

 vaxtarstað, léttan, rakaheldin jarðveg.

 

Eldrunni 'Etna'

 Chaenomeles  

 superba 'Etna'

 50-100 cm. Hægvaxta breiðvaxinn runni. Eldrauð

 blóm í júlí. Þroskar litlar hnetur að hausti. Sól, en

 þolir hálfskugga. Meðalharðger.

Eldrunni

'Pink Lady'

 Chaenomeles

 superba 'Pink Lady'

 50-100 cm. Hægvaxta breiðvaxinn runni. Bleik blóm í

 júlí. Þroskar litlar hnetur að hausti. Sól, en þolir

 hálfskugga. Meðalharðger.

Eplatré

'Astrakan Storklar'

 Malus domestica

 'Astrakan Storklar'

 Sænskt yrki frá Finnlandi. Stór ljósrauð epli, safarík

 og sæt á bragðið. Þarf annað yrki með sér.

 Sumarepli.

 

Eplatré  'Bergius'

 Malus domestica

 'Bergius' 

 Sænskt yrki frá Finnlandi. Hvít blóm í júní. Safarík 

 rauð epli. Gefur góða uppskeru. Þarf annað yrki með

 sér. Góður frjógjafi. Sumarepli

Eplatré

'Borgovskoje'

 Malus domestica

 'Borgovskoje'

 Rússneskt yrki frá Finnlandi. Ljósgul epli, sæt á

 bragðið. Gefur góða uppskeru. Þarf annað yrki með

 sér. Sumarepli.

Eplatré 'Discovery'

 Malus domestica

 'Discovery' 

 Enskt yrki frá Essex.Blómgast í maí-júní. Rauð, lítil

 og safarík epli. Þarf t.d. Guldborg, James  Grieve,

 Skovfoged, Transparente Blanche.

 

Eplatré 'Elstar'

 Malus domestica

 'Elstar' 

 Hollenskt yrki. Afbrigði af Golden Delicious. Þétt og

 breiðvaxið tré. Meðalstór, rauðgul epli. Þarf   t.d.

 Discovery,  Guldborg, James Grieve, Transparente

 Blanche

Eplatré

'Förlovningsäpple'

 Malus domestica

 'Förlovningsäpple'

 Sænskt yrki frá Finnlandi. Gulhvítt epli, stórt og

 safaríkt. Geymist ekki. Gefur góða uppskeru.

 Þarf annað yrki með sér. Sumar- haustepli.

Eplatré 'Gallen'

 Malus domestica

 'Gallen'

 Finnskt yrki. Ljósgult epli, ilmar. Örlítið súrt og  

 safaríkt. Þarf annað yrki með sér. Sumarepli.

Eplatré 'Guldborg'

 Malus domestica

 'Guldborg' 

 Danskt yrki. Hvít blóm í maí-júní. Bragðgóð rauðleit

 epli. Þarf t.d. Discovery, James Grieve, Skovfoged,

 Transparente Blanche

Eplatré 'Huvitus'

 Malus domestica

 'Huvitus'

 Finnskt yrki. Lítið til meðalstórt epli, rautt og safaríkt.

 Smávaxið tré, sem gefur góða uppskeru. Þarf annað

 yrki með sér.  Nauðsynlegt er að grisja eplin.

 Sumarepli.

Eplatré 

'James Grieve'

 Malus domestica

 'James Grieve' 

 Yrki frá Skotlandi.  Hvít blóm í maí-júní.  Meðalstór

 rauðgræn bragðgóð  og safarík epli. Hálf

 sjálffrjóvgandi en þroskar epli betur með öðru yrki. 

 t.d. Guldborg, Skovfoged, Transparente Blanche,

 Discovery.

Eplatré 'Junost'

 Malus domestica

 'Junost' 

 Rússneskt yrki frá Finnlandi. Frekar stórvaxið tré.

 Meðalstórt gult epli. Sætt og safaríkt. Þarf annað yrki

 með sér. Sumarepli.

Eplatré 'Katinka'

 Malus domestica

 'Katinka' 

 Ávaxtatré, 3-4 m. Meðalstór, gulrauð, bragðgóð epli.

 Þarf t.d. Discovery, Guldborg, Blanche, Skovfoged

 James Grieve, Röd Ananas, Transparente Blanche.

 

Eplatré 'Katja'

 Malus domestica

 'Katja' 

 Ávaxtatré. Blómgast í maí-júní. Rauðgul, safarík,

 ilmandi epli. Þarf t.d. Guldborg, James Grieve, 

 Skovfoged, Transparente Blanche.

Eplatré

'Katja Balsgárd'

 Malus domestica

 'Katja Balsgárd' 

 Ávaxtatré, 3-5 m. Hvít blóm í júní. Hægvaxta.

 Gulgræn safarík, ilmandi epli. Þarf  t.d. Guldborg,

 Skovfoged, Transp.Blanche, Röd Grásten, Bergius.

Eplatré

'Röd Ananas'

 Malus domestica

 'Röd Ananas' 

 Ávaxtatré, 3-4 m. Bragðgóð, lítil, ljósrauð epli. Þarf

 t.d. Discovery, Guldborg, Katinka, Skovfoged,

 Transparente Blanche, James Grieve

Eplatré

'Röd Grásten'

 Malus domestica

 'Röd Grásten'

 Ávaxtatré, 3-4 m. Hvít blóm í júní. Bragðgóð, stór,

 rauðgul epli. Þarf t.d. Discovery, Guldborg, Katinka,

 James Grieve, Transparente Blanche, Röd Ananas.

Eplatré

'Röd Sävstaholm'

 Malus domestica

 'Röd Sävstaholm' 

 Ávaxtatré. Hvít blóm í maí-júní. Harðgert sænskt

 yrki. Rauð epli. Þarf t.d. Guldborg, James Grieve,

 Transparente Blanche.

Eplatré

'Saarjárvi Röd'

 Malus domestica  

 'Saarjárvi Röd' 

 Finnskt yrki. Meðalstórt rautt epli. Góður ilmur,

 svolítið súrt. Þarf annað yrki með sér. Haustepli.

Eplatré 'Silva'

 Malus domestica  

 'Silva'

 Sænskt yrki frá Finnlandi. Gulgræn meðalstór, stór

 epli. Sumarepli.

Eplatré

'Skovfoged'

 Malus domestica

 'Skovfoged' 

 Ávaxtatré. Meðalstór rauð epli. Þarf t.d. Guldborg,

 Discovery, Transparente Blanche, James Grieve.

Eplatré

'Transparante Blanche'

 Malus domestica  

 'Transparante  

 Blanche' 

 2-5 m. Fölbleik blóm í maí-júní. Hálfsjálffrjóvgandi.

 sól og skjól. Næringarríkan jarðveg. Á helst ekki að  

 klippa plöntuna. Gulhvítt aldin. Guldborg og James

 Grieve eru góðir frjógjafar. Sumarepli.

Eplatré 'Vuokko'

 Malus domestica  

 'Vuokko' 

 Finnskt yrki. Hvít blóm i júní. Safarík,

 meðalstór/ stór græn epli. Fljótvaxið og gefur góða  uppskeru. Þarf annað yrki með sér. Sumarepli.

Evrópuaskur

 Fraxinus excelsior

 6-10 m. Glæsilegt einstofna tré með ljósan börk og

 svört  endabrum. Fínlegt lauf. Gulur haustlitur.

 Hlýjan og skjólsælan vaxtarstað. Næringarríkan

 jarðveg.

. Gróðrarstöðin Storð | Ferjuvegur 1 | 806 Selfoss | Sími 564-4383 | stord@stord.is