Fjölært G-O

Listinn er birtur með fyrirvara um prentvillur og ekki er víst að allar plönturnar séu alltaf til hjá okkur í stöðinni.

Latneskt heiti

Íslenskt heiti

Lýsing

Galium odoratum

Anganmaðra/ Ilmmaðra

10-40 cm. Lítil hvít blóm i júlí. Harðgerð, skuggþolin, frekar skriðul þekjuplanta. Rakan, frjóan jarðveg. Plantan illmar.

Gentiana cruciata

Krossvöndur

20-40 cm. Fagurblá blóm í júlí-september. Hentar vel í steinhæðabeð. Þéttar blaðhvirfingar. Frjóan léttan jarðveg. Harðger, en þolir illa flutning. Þolir hálfskugga.

Gentiana dahurica

Tígulvöndur

15-30 cm. Fagurblá blóm í ágúst-september. Hentar vel í steinhæðabeð. Frjóan léttan jarðveg. Harðger, en þolir illa flutning. Þolir hálfskugga. Góður í steinhæðabeð.

Gentiana lutea

Gulvöndur

100-150 cm. Gul blóm í krönsum í blaðöxlum niður eftir stönglunum í júlí. Harðgerður, vindþolinn. Frjóan jarðveg.

Gentiana septemfida var. lagodechiana

Klukkuvöndur

40-45 cm. Himinblá blóm í ágúst-september. Auðveldur í ræktun, harðger. Frjóan léttan jarðveg. Þolir hálfskugga. Góður í steinhæðabeð.

Geranium cinereum 'Ballerina'

Grágresi 'Ballerina'

15-25 cm. Bleik blóm með dökka miðju og dökkar æðar í júní-september. Grágræn blöð, myndar þéttar breiður. Léttan jarðveg. Hentar vel í steinhæðir og kanta, harðger. Skuggþolin.

Geranium himalayense


Fagurblágresi

20-30 cm. Fagurblá/fjólublá blóm með rauðar æðar í júní-ágúst. Myndar þétta blaðbreiðu. Léttan frjóan jarðveg. Harðgert. Talsvert skriðult.

Geranium pratense

Garðablágresi

70-80 cm. Stór ljósfjólublá blóm í júlí. Þarf stuðning. Léttan, frjóan jarðveg. Harðger, skuggþolin.

Geranium sylvaticum

Storkablágresi

40-70 cm. Fjólublá blóm í júlí-ágúst. Léttan, frjóan jarðveg. Myndar beiðar blaðhvirfingar. Harðgerð, skuggþolin. Þrífst vel með birki. Íslensk planta.

Geranium x cantabrigiense

Skrúðblágresi

30-40 cm. Ljósbleik blóm í júlí-ágúst. Allskriðult, harðgert og skuggþolið. Myndar þúfur. Blöðin ilma mikið.

Geum coccineum 'Goldball'

Skarlatsfífill 'Goldball'

30-50 cm. Gul blóm í júní-júlí. Sólríkan stað. Harðger.

Geum montanum

Brekkudalafífill

30-40 cm. Gul stór blóm í júní-júl. Þéttir blaðbrúskar. Harðgerður. Meðalrakan, frjóan jarðveg. Þolir hálfskugga.

Geum rivale

Fjalladalafífill

40-50 cm. Stór lútandi rauðbleik blóm í júlí-ágúst. Létttan, frjóan jarðveg. Harðger og auðræktuð. Þolir hálfskugga. Íslensk planta.

Gratiola officinalis

Náðarjurt

30-40 cm. Hvít blóm í blaðöxlum í júlí-ágúst. Uppréttir stönglar. Harðger, skuggþolin. Mjög eitruð. Þolir raka.

Gypsophila repens

Dvergaslæða

10-20 cm. Hvít til bleik blóm í gisnum skúfum í maí-ágúst. Myndar breiður, skriðul, góð í steinhæðir. Léttan jarðveg og sólríkan stað. Harðger.

Hebe ochracea 'Page'

Snepla 'Pagei'

Sígrænn, 30-50 cm runni. Gráblá blöð. Hvít blóm í klösum í júlí. Þrífst vel í sendnum jarðvegi, þarf vetrarskýi fyrstu árin. Hentar í steinhæðabeð.

Helenium hoopesii

Sumarmáni

40-90 cm. Dökkgul blóm með ljósari kanti í júlí-ágúst. Sólríkan stað. Frjóan, aðeins rakan jarðveg. Harðger.

Helichrysum tianschanicum

Brúnagull

20-40 cm. Ljósgular blómkörfur á uppréttum stönglum í júlí-ágúst. Léttan, sendinn jarðveg. Getur verið viðkvæmt og skammlíft.

Hemerocallis longiloba

Daglilja

50-60 cm. Bleikfjólublá blóm í ágúst. Þéttir blaðbrúskar, hvert blóm stendur stutt. Þolir hálfskugga, frjóan, örlítið rakan jarðveg. Harðger.

Hepatica nobilis

(H. triloba)

Skógarblámi

15-20 cm. Himinblá blóm í apríl-maí, áður en ný blöð byrja að myndast. Skuggþolin botnplanta, Sígræn, þrísepótt blöð. Góð í steinhæðir og sem botngróður. Nokkuð harðger, getur farið illa í vorfrostum. Léttan jarðveg.

Heracleum stevenii

Bjarnarló

2-3m. Hvítir blómsveipir í júlí-ágúst. Stór og tilkomumikil, sáir sér mikið. Þolir hálfskugga. Í safa plöntunnar eru efni (einkum efnið psoralen) sem sogast fljótt inn í húðina og valda því að hún verður ofurviðkvæm fyrir útfjólubláu ljósi og getur viðkomandi fengið annars stigs bruna með vessandi blöðrum og sárum sem oft eru í rákum eða skellum þar sem plöntusafinn straukst eða draup á húðina.

Heuchera micrantha

'Palace Purple'

Klettaroði

'Palace Purple'

50-60 cm. Lítil grængul blóm í júní-ágúst, er með rauðleit sígræn blöð. Verðlaunað yrki, flott garðplanta. Skuggþolinn, rakan, næringarríkan jarðveg. Nokkuð harðgerður.

Heuchera Newest Hybrids

Roðablóm

40-50 cm. Lítil hvít til rauð blóm í júlí-ágúst. Blendingur milli H.americana x H.micrantha. Blöðin eru mismunandi: græn, bronslit, skellótt, silfurlit, æðótt og misjafnlega Harðger. Skuggþolinn, rakan, næringarríkan jarðveg.

Heuchera sanguinea

Morgunroði

40-50 cm. Lítil rauð blóm í löngum klasa í júní-júlí. Harðger. Skuggþolinn, rakan, næringarríkan jarðveg.

Hieracium aurantiacum

Roðafífill

15-30 cm. Appelsínurauð blóm í júlí-ágúst. Sólelskur, nægjusamur. Þurran, sendin jarðveg. Skríður og sáir sér.

Hieracium villosum

Sifjarfífill

Skærgular körfur, hvítloðin blöð. 20-30 cm. Þolir illa bleytu.

Hordeum jubatum

Silkibygg

30-60 cm. Skrautgras. Silfruð öx með rauðleitri slikju í júlí-ágúst. Meðalharðgert, má þurrka. Einært eða tvíært. Heldur sér við með sjálfsáningu.

Horminum pyrenaicum

Drekagin

15-40 cm. Fjólublá blóm á stönglum í júlí-ágúst. Blöð í stofnhvirfingu. Sólríkan stað og léttan, sendin jarðveg.

Hosta elata

Brúska

70-90 cm. Ljósfjólublá blóm í júlí-ágúst. Fagurgræn stór blöð með djúpum æðum. Kýs skugga, hálfskugga. Djúpan, næringarríkan rakaheldin jarðveg. Hentar vel í kanta við læki  og tjarnir og sem undirgróður.

Hosta fortunei

Forlagabrúska

40-60 cm. Fjólublá blóm í júlí-ágúst. Þéttir blaðbrúskar af fagurgrænum æðóttum blöðum. Kýs skugga, hálfskugga. Djúpan, næringarríkan rakaheldin jarðveg. Hentar vel sem undirgróður og í kanta við tjarnir og læki.

Hosta fortunei 'Aureomarginata'

Forlagabrúska 'Aureomarginata'

40-60 cm. Fjólublá blóm í júlí-ágúst. Þéttir blaðbrúskar af fagurgrænum æðóttum blöðum, með hvíta jaðra. Kýs skugga, hálfskugga. Djúpan, næringarríkan rakaheldin jarðveg. Hentar vel sem undirgróður og í kanta við tjarnir og læki.

Hosta fortunei

'Gold Standard'

Forlagabrúska

'Gold Standard'

40-60 cm. Fjólublá blóm í júlí-ágúst. Þéttir blaðbrúskar af  gulleitum, fölgrænum æðóttum blöðum. Kýs skugga, hálfskugga. Djúpan, næringarríkan rakaheldin jarðveg. Hentar vel sem undirgróður og í kanta við tjarnir og læki.

Hosta sieboldiana

Blábrúska

40-60 cm. Hvít blóm, með fjólubláum blæ í júlí-ágúst. Blöðin eru frekar stór, breiðhjartalaga, grá eða blágræn áberandi æðótt og hrukkótt. Kýs skugga, hálfskugga. Djúpan, næringarríkan rakaheldin jarðveg. Hentar vel í kanta við læki og tjarnir og sem undirgróður.

Hosta sieboldiana 'Elegans'

Blábrúska 'Elegans'

70-90 cm. Hvít blóm, með fjólubláum blæ í júlí-ágúst. Blöðin eru frekar stór, breiðhjartalaga, grá eða blágræn áberandi æðótt og hrukkótt. Kýs skugga, hálfskugga. Djúpan, næringarríkan rakaheldin jarðveg. Hentar vel í kanta við læki og tjarnir og sem undirgróður.

Hosta sieboldiana 'Ginko Craig'

Blábrúska

'Ginko Craig'

15-30 cm. Fjólublá bóm í júlí-ágúst. Mjó ljósgræn blöð með hvíta jaðra. Kýs skugga, hálfskugga. Djúpan, næringarríkan rakaheldin jarðveg. Hentar vel í kanta við læki og tjarnir og sem undirgróður.

Hosta tardiana 'Halcyon'

(H. 'Halcyon')

Brúska 'Halcyon'

30-40 cm. Fjólublá blóm í júlí-ágúst. Breiðhjartalaga, grá eða blágræn áberandi æðótt og hrukkótt. Kýs skugga, hálfskugga. Djúpan, næringarríkan rakaheldin jarðveg. Hentar vel í kanta við læki og tjarnir og sem undirgróður.

Hosta undulata var. univittata

Japanshosta / Bylgjubrúska

30-50 cm. Ljósfjólublá blóm í júlí-ágúst. Þéttur blaðbrúskur af mjóum grænum blöðum, með hvíta / fölgula miðju. Kýs skugga, hálfskugga. Djúpan, næringarríkan rakaheldin jarðveg. Hentar vel í kanta við læki og tjarnir og sem undirgróður.

Humulus lupulus

Humall

Klifurplanta. Getur náð 3-5 m á einu sumri. Gul lítil blóm í júlí-ágúst. Sérbýlisplanta, kvenplantan fær gul blóm. Skuggþolinn, harðgerður, fellur niður að hausti. Nytjajurt. Léttan, frjóan jarðveg.

Hutchinsia alpina

Snæbreiða

5-15 cm. Hvít lítil ilmandi blóm í maí-sept. Myndar breiður, sáir sér talsvert. Harðgerð. Hentar vel í steinhæðabeð, í léttan, framræstan jarðveg.

Hypericum perforatum

Doppugullrunni

50-90 cm. Gul blóm í júlí-september, með doppóttum blöðum (olíudropar á blöðunum). Þurran hlýjan stað, þarf uppbindingu. Skriðul og getur vreið ágeng.

Iberis sempervirens

Álfakragi

30 cm. Snjóhvít blóm í júlí. Sígræn blöð, sveigðir stönglar. Blómsæll, þolir illa umhleypingar, meðalharðger. Þurran kalkríkan jarðveg.

Incarvillea mairei

Kínaglóð

20-40 cm. Stórar rauðbleikar klukkur með hvítum rákum í  blómgin í júlí-ágúst. Meðalharðger, ágætt að vetrarskýla  með t.d.laufi eða greinum. Kemur frekar seint upp á vorin.  Venjuleg garðmold, meðalrök. Þolir hálfskugga.

Inula ensifolia

Sverðsunna

20-30 cm. Gullgular körfur á blöðóttum stönglum í ágúst-september. Bjartan stað. Frjóan og léttan jarðveg.

Iris pseudacorus

Tjarnaíris

80-100 cm. Stór gul blóm í júlí-ágúst. Rakan frjóan jarðveg. Hentar vel við tjarnir og læki. Blómstrar lítið í þurrum jarðvegi. Harðgerð. Bjartan stað.

Iris setosa

Engjaíris

15-50 cm. Fjólublá blóm í júní-júlí. Rakan frjóan jarðveg.

 Hentar vel við tjarnir og læki. Blómstrar lítið í þurrum  jarðvegi. Harðgerð. Salt- og kuldaþolin. Bjartan stað.

Iris sibirica

Rússaíris

80- 100 cm. 2-3 bláfjólublá blóm á hverjum stöngli í júlí.

Graslík blöð. Rakan frjóan jarðveg, en þolir þurrk. Hentar vel við tjarnir og læki. Harðgerð. Harðgerð. Bjartan stað.

Knautia macedonica

'Mars Midget'

Skrautkollur

40-70 cm. Dökkrauðir blómkollar á löngum stilkum í ágúst-september. Leggst svolítið út. Hlýjan, bjartan stað, frjóan jarðveg. Harðger og blómviljugur.

Lamium maculatum

Dílatvítönn

20-40 cm. Stór bleik blóm í blaðöxlum í júní-ágúst. Skellótt blöð, harðger og blómviljug. Léttan jarðveg, þolir hálfskugga.

Lamium maculatum

'White Nancy'

Dílatvítönn

'White Nancy'

20-40 cm. Hvít blóm í júní-ágúst. Alsilfruð blöð með grænum blaðjaðri, harðger og blómviljug. Léttan jarðveg, þolir hálfskugga.

Lamium maculatum 'Beacon Silver'

Dílatvítönn

'Beacon Silver'

20-40 cm. Ljósbleik blóm í júní-ágúst. Alsilfruð blöð með

grænum blaðjaðri. Harðger og blómviljug. Léttan jarðveg, þolir hálfskugga.

Leontopodium alpinum

Alpafífill / Alpahríma

10-20 cm. Silfurgrá blóm í júlí-ágúst. Þétt-hvítloðin háblöð undir blóminu. Má þurrka. Þurran, bjartan stað. Harðger.

Leucanthemum maximum 'Silberprinzesschen'

Prestabrá 'Silberprinzesschen'

40 cm. Stór hvít blóm með gula miðju í ágúst-september. Harðgerð, blómviljug. Bjartan, þurran stað. (Chrysanthemum maximum, C. x superbum)

Levisticum officinale

Skessujurt

Kryddjurt. 150-200 cm. Gulhvítir blómsveipir í júlí-ágúst.

Góð stakstæð. Frjóan, rakan jarðveg, þolir hálfskugga. Harðger. Má nota blöð, fræ og rætur af plöntunni.

Lewisia columbiana var. columbiana

Geislablaðka

15-20 cm. Mjó blöð í stofnhvirfingu, ljósfjólublá-ljósbleik blóm á löngum stönglum í júní-ágúst. Sígræn. Léttan, þurran jarðveg, bjartan stað. Þolir illa vetrarumhleypinga. Gott að vetrarskýla.

Lewisia cotyledon

Stjörnublaðka

15-30 cm. Fjölmargir blómlitir í maí-júní. Þéttar blaðhvirfingar og breið blöð. Sígræn. Léttan, þurran jarðveg, bjartan stað. Þolir illa vetrarumhleypinga. Vetrarskýli.

Lewisia sierrae

Skriðublaðka

10-15 cm. Hvít eða bleik blóm í júní-júlí. Nállaga blöð í stofnhvirfingum. Sígræn. Léttan, þurran jarðveg, bjartan

stað. Þolir illa vetrarumhleypinga. Gott að vetrarskýla.

Ligularia dentata 

'Dark Beauty'

Meyjarskjöldur

'Dark Beauty'

80-100 cm. Stórar dökkgular blómkörfur í sveipum í júlí-september. Stór rauðleit blöð. Frjóan, rakan jarðveg. Bjartan stað, en þolir hálfskugga. Harðger.

Ligularia hodgsonii

Blómaskjöldur / Hófskjöldur

60-80 cm. Dökk rauðgul blóm í júlí-september, á rauðleitum stönglum. Stór blöð. Frjóan, rakan jarðveg. Bjartan stað, en þolir hálfskugga. Harðger.

Ligularia przewalskii

Turnskjöldur

100-150 cm. Gul blóm í löngum grönnum klasa í júlí-ágúst. Fínleg djúpflipótt blöð, fínlegri en aðrir skildir. Frjóan, rakan jarðveg. Bjartan stað, en þolir hálfskugga.

Ligularia stenocephala

Sólskjöldur

120-150 cm. Gul blóm í löngum klasa í júlí-ágúst. Stönglar rauðbrúnir, hjartalaga blöð. Frjóan, rakan jarðveg. Bjartan stað, en þolir hálfskugga. Harðger.

Ligularia veitchiana

Tröllaskjöldur

150-170 cm. Gular körfur í löngum klasa í júlí-ágúst. Fyrirferðamikil planta, með stór tennt blöð. Frjóan, rakan jarðveg. Bjartan stað, en þolir hálfskugga. Harðger.

Ligusticum scoticum

Sæhvönn

30-90 cm. Hvítir, kremaðir blómsveipir í júní-júlí. Myndar

þéttan brúsk. Harðgerð, saltþolin, sáir sér dálítið. Íslensk planta.

Lupinus x regalis 'Edelknaben'

Skrautlúpína 'Edelknaben'

60-100 cm. Rauð blóm í júní-ágúst. Bjartan sólríkan stað. Þolir vel þurrk. Meðalharðgerð, getur verið skammlíf. (='The Pages')

Lupinus x regalis

'Fräulein'

Skrautlúpína

'Fräulein'

60-100 cm. Kremhvít blóm í júní-ágúst. Bjartan sólríkan stað. Þolir vel þurrk. Meðalharðgerð, getur verið skammlíf. (='Noble Maiden')

Lupinus x regalis 'Kastellan'

Skrautlúpína

'Kastellan'

60-100 cm. Blá blóm með hvítum væng í júní-ágúst. Bjartan sólríkan stað. Þolir vel þurrk. Meðalharðgerð, getur verið skammlíf. (='The Governor')

Lupinus x regalis 'Kronleuchter'

Skrautlúpína 'Kronleuchter'

60-100 cm. Ljósgul blóm í júní-ágúst. Bjartan sólríkan stað. Þolir vel þurrk. Meðalharðgerð, getur verið skammlíf. (='Chandelier')

Lupinus x regalis 

'Mein Schloß'

Skrautlúpína

'Mein Schloß'

60-100 cm. Dökkrauð blóm í júní-júlí. Bjartan sólríkan stað. Þolir vel þurrk. Meðalharðgerð, getur verið skammlíf. (='My Castle')

Lupinus x regalis 'Schloßfrau'

Skrautlúpína 'Schloßfrau'

60-100 cm. Bleik blóm  með hvítum væng í júní-ágúst. Bjartan sólríkan stað. Þolir vel þurrk. Meðalharðgerð, getur verið skammlíf. (='The Castelaine')

Luzula maxima

Lundahæra

Skrautgras, 50-80 cm. Hvít blóm í sveipum á stöngulendum í júlí-ágúst. Gisinn brúskur, upprétt löng blöð. Rakan, meðalfrjóan jarðveg. Þolir hálfskugga. Harðgert.

Luzula nivea

Mjallhæra

Skrautgras, 40-50 cm. Hvít blóm í sveipum á stöngulendum í júlí-ágúst. Mjó blöð, Blaðrendur hvíthærðar. Myndar toppa. Harðger. Rakan, meðalfrjóan jarðveg.

Lychnis alpina

Ljósberi

10-20 cm. Fölbleik, rósrauð, blóm í klösum í júní-júlí. Léttan, sendinn jarðveg. Bjartan stað. Harðgerður.Íslensk planta.

Lychnis flos-cuculi 'Nana'

Munkahetta 'Nana'

10 cm. Ljósbleik blóm með brúnrauðan bikar í júní-júlí. Meðalrakan, frjóan jarðveg.

Lychnis flos-jovis nana 'Peggy'

Roðahetta 'Peggy'

25 cm. Rósrauð blóm í þéttum sveip í júní-júlí. Hvítloðin blöð, léttan, frjóan jarðveg. Bjartan stað. Þolir illa vætu.

Lychnis viscaria

Límberi

20-40 cm. Bleik blóm í klösum í júní-júlí. Léttan, sendinn

jarðveg. Bjartan stað, blómviljugur. Harðgerður.

Lysimachia punctata

Útlagi

60-100 cm. Gul stór blóm í krönsum í blaðöxlum í júlí-september. Frjóan, meðalrakan jarðveg. Þarf uppbindingu. Dálítið skriðull, þolir hálfskugga. Harðger.

Malva moschata

Moskusrós

50-60 cm. Rósrauð skállaga blóm í ágúst. Þarf uppbindingu og bjartan stað. Frjóan, meðalrakan jarðveg. Ilmar vel.

Malva moschata 'Alba'

Moskusrós 'Alba'

50-60 cm. Hvít skállaga blóm í ágúst. Þarf uppbindingu og bjartan stað. Frjóan, meðalrakan jarðveg. Ilmar vel.

Matteuccia struthiopteris

Körfuburkni

80-100 cm. Stór og kraftmikill burkni. Blöðin raða sér í reglulegan hring og mynda eins konar körfu. Líkist mjög stóraburkna. Harðgerður og skriðull. Skuggþolinn. Meðalrakan, frjóan jarðveg.

Meconopsis betonicifolia

Blásól

50-60 cm. Fagurblá stór blóm í júní-júlí. Skuggþolin, léttan, frjóan og rakan jarðveg. Harðger. Getur þurft uppbindingu.

Meconopsis x sheldonii

Glæsiblásól

60-90 cm. Himinblá stór blóm í júní-júlí. Garðablendingur af Blásól og Fagurblásól. Skuggþolin, léttan, frjóan og rakan jarðveg. Harðger. Getur þurft uppbindingu.

Mentha x piperita

Piparmynta

Kryddjurt. 40-60 cm. Brúnleit blöð. Blómstrar seint hér, ef hún nær því. Sterkt myntubragð af blöðunum. Harðgerð og skriðul.

Mertensia echioides

Dvergblálilja

Um 30 cm langir stönglar með blágráum blöðum. Fagurblá blóm í sveipum í júní-júlí. Seltuþolin.

Meum athamanticum

Bjarnarrót

Hvítir blómsveipir í júlí. 30-50 cm. Fínleg dökkgræn blöð. Harðgerð.

Milium effusum 'Aureum'

Skrautpuntur, gulur

Skrautgras. Skærgul blöð, gulgrænir strápuntar í ágúst. Um 1 m á hæð. Skjólgóðan stað.

Minuartia verna

Vornóra

10-20 cm. Hvít blóm í júní-júlí. Myndar breiður, bjartan stað. Harðgerð.

Monarda didyma

Indíánakrans

80-110 cm. Körfublóm í blönduðum litum í krönsumí júlí-september. Öll plantan ilmar. Hentar til afskurðar. Bjartan stað, næringarríkan, léttan jarðveg. Þarf uppbindingu. Harðgerð.

Nepeta subsessilis

'Pink Dreams'

Kínanípa / Hamranípa

30-50 cm. Bleik blóm í júlí-september. Léttan, jarðveg, þolir hálfskugga. Harðger. Ilmandi dökkgræn blöð.

Nepeta x faassenii

Kattablóm

30-50 cm. Ljósfjólublá blóm í löngum klösum í júlí-september. Harðgerð. Grágræn ilmandi blöð. Þurran, bjartan stað. Gróskumikil.

Oenothera acaulis var. lutea

Kvöldljós

5-10 cm. Blöð minna á fíflablöð. Gul stór blóm sem opnast á kvöldin. Léttan, sendinn jarðveg. Sólríkan og skjólsælan stað.

Origanum vulgare

Kjarrmenta

Kryddjurt. 30- 60 cm. Bleik blóm í júlí-september. Léttan, sendinn jarðveg, þolir hálfskugga. Lauf eru notuð og ferskir mjúkir stönglar. Harðgerð.

. Gróðrarstöðin Storð | Ferjuvegur 1 | 806 Selfoss | Sími 564-4383 | stord@stord.is