Lyngrósir og alpalyngrósir

Lyngrósir þrífast best í léttum, frekar súrum jarðvegi með jöfnum raka. Þó að talað sé um súran jarðveg, þá er ekki víst að það þurfi sérstaklega að sýra þann jarðveg þar sem lyngrós er gróðursett.

Venjulegur íslenskur jarðvegur virðist henta lyngrósum alveg ágætlega. Ef blöðin byrja að gulna, en eru með grænar æðar, þá getur það verið merki um að það vanti járn í jarðveginn (að það þurfi að sýra hann). Þá er gott að dreifa furunálum umhverfis runnan og gefa járn.

Gott er að gróðursetja lyngrósirnar í skjóli fyrir verstu norðanáttunum og jafnvel að skýla runnunum yfir vetrartímann. Strigaskýli eru hentug utan um runnan. Það þarf að hafa það þannig að striginn liggi ekki utan í plöntunni og nái aðeins uppfyrir runnan.


Listinn er birtur með fyrirvara um prentvillur og ekki er víst að allar plönturnar séu alltaf til hjá okkur í stöðinni.

Rhododendron 'Balalaika'

 Lyngrós 'Balalaika'

 Sígrænn runni, 1-2 m. Stór appelsínubleik blóm i júní-júlí.

 Þrífst best á hlýjum, skjólgóðum stað í sól eða  

 hálfskugga. Þarf rakan, súran, næringarríkan jarðveg og  

 vetrarskýli.

Rhododendron

'Blue Peter'

 Lyngrós 'Blue Peter'

 Sígrænn runni 1-2 m. Stór ljósfjólublá blóm í júní. Þrífst

 best á hlýjum, skjólgóðum stað í sól eða hálfskugga. Þarf

 rakan, súran, næringarríkan jarðveg og vetrarskýli.

Rhododendron catawbiense 'Cunningham‘s White'

 Dröfnulyngrós

 'Cunningham‘s

 White'

 Sígrænn runni 1-1,5 m. Stór fölbleik blóm i júní-júlí. Þrífst

 best á hlýjum, skjólgóðum stað í sól eða hálfskugga. Þarf

 rakan, súran, næringarríkan jarðveg og vetrarskýli.

Rhododendron catawbiense 'Grandiflorum'

 Dröfnulyngrós

 'Grandiflorum'

 Sígrænn runni 70-200 cm. Stór fjólublá blóm í júní- júlí.

 Þrífst best á hlýjum, skjólgóðum stað í sól eða  

 hálfskugga. Þarf rakan, súran, næringarríkan jarðveg og  

 vetrarskýli.

Rhododendron catawbiense

'Lee´s Dark Purple'

 Dröfnulyngrós

 'Lee´s Dark Purple'

 Sígrænn runni 1-1,5 m. Stór fjólublá blóm í júní-júlí. Þrífst

 best á hlýjum, skjólgóðum stað í sól eða hálfskugga. Þarf

 rakan, súran, næringarríkan jarðveg og vetrarskýli.

Rhododendron catawbiense

'Nova Zembla'

 Dröfnulyngrós

 'Nova Zembla'

 Sígrænn runni 60-180 cm. Stór rauð blóm í júní-júlí. Þrífst

 best á hlýjum, skjólgóðum stað í sól eða hálfskugga. Þarf

 rakan, súran, næringarríkan jarðveg og vetrarskýli.

Rhodedendron ferrugineum

 Urðalyngrós

 Dökkbleik blóm í júní-júlí, 25-40 cm. Vetrarskýling ekki

 lífsnauðsynleg.

Rhododendron impeditum

'Blue Diamond'

 Lyngrós

 'Blue Diamond'

 Sígrænn runni 60-100 cm. Fjólublá bóm í júní-júlí. Þrífst  

 best á hlýjum, skjólgóðum stað í sól eða hálfskugga. Þarf

 rakan, súran, næringarríkan jarðveg og vetrarskýli.

Rhododendron 'Kokardia'

 Lyngrós 'Kokardia'

 Sígrænn runni 1-1,8 m. Stór dökkbleik blóm í júní-júlí.

 Þrífst best á hlýjum, skjólgóðum stað í sól eða    

 hálfskugga. Þarf rakan, súran, næringarríkan jarðveg og  

 vetrarskýli.

Rhododendron 'Polarnacht'

 Lyngrós 'Polarnacht'

 Sígrænn runni 1-1,2 m. Stór dökkfjólublá blóm í júní-júlí.

 Þrífst best á hlýjum, skjólgóðum stað í sól eða  

 hálfskugga. Þarf rakan, súran, næringarríkan jarðveg og  

 vetrarskýli.

Rhododendron 'Rasputin'

 Lyngrós 'Rasputin'

 Sígrænn runni 1-1,5 m. Stór fjólublá blóm í júní. Þrífst  

 best á hlýjum, skjólgóðum stað í sól eða hálfskugga. Þarf  

 rakan, súran, næringarríkan jarðveg og vetrarskýli.

Rhododendron repens 'Scarlet Wonder'

 Skriðlyngrós

 'Scarlet Wonder'

 Sígrænnn runni 40-80 cm. Dökkrauð blóm í júní. Þrífst  

 best á hlýjum, skjólgóðum stað í sól eða hálfskugga. Þarf  

 rakan, súran, næringarríkan jarðveg og vetrarskýli.

Rhododendron yakushimanum 'Dreamland'

 Jakúlyngrós

 'Dreamland'

 Sígrænn runni 60-120 cm. Stór ljósbleik blóm í júní-júlí.

 Þrífst best á hlýjum, skjólgóðum stað í sól eða  

 hálfskugga. Þarf rakan, súran, næringarríkan jarðveg og  

 vetrarskýli. Ný blöð eru hvítloðin en síðan hverfa hárin.

Rhododendron yakushimanum 'Flava'

 Jakúlyngrós 'Flava'

 Sígrænn runni 80-100 cm. Stór gul blóm í júní-júli. Þrífst

 best á hlýjum, skjólgóðum stað í sól eða hálfskugga. Þarf

 rakan, súran, næringarríkan jarðveg og vetrarskýli. Ný  

 blöð eru hvítloðin en síðan hverfa hárin.

Rhododendron yakushimanum 'Silberwolke'

 Jakúlyngrós

 'Silberwolke'

 Sígrænnn runni 80-100 cm. Stór fölbleik blóm í júní-júlí.

 Þrífst best á hlýjum, skjólgóðum stað í sól eða  

 hálfskugga. Þarf rakan, súran, næringarríkan jarðveg og  

 vetrarskýli. Ný blöð eru hvítloðin en síðan hverfa hárin.

. Gróðrarstöðin Storð | Ferjuvegur 1 | 806 Selfoss | Sími 564-4383 | stord@stord.is