Fjölært íslenskt F-H

Listinn er birtur með fyrirvara um prentvillur og ekki er víst að allar plönturnar séu alltaf til hjá okkur í stöðinni.

Íslenskt heiti

Latneskt heiti

Lýsing

Fagurblágresi

Geranium himalayense

20-30 cm. Fagurblá/fjólublá blóm með rauðar æðar í júní-ágúst. Myndar þétta blaðbreiðu. Léttan frjóan jarðveg. Harðgert. Talsvert skriðult.

Fagurfífill

Bellis perennis

10-20 cm.Rauð, bleik eða hvít blóm í júní-september. Blómviljugur. Bjartan stað, skammlíf planta.

Fagurfrú

Saxifraga cotyledon var. pyramidalis

50-60 cm. Hvít blóm í löngum skúf í júlí. Aflöng sígræn blöð í reglulegum stofnhvirfingum. Bjartan stað, léttan jarðveg. Harðgerð. Góð í steinhæðir.

Fagurklukka

Campanula persicifolia

50-70 cm. Fjólubláar klukkur í löngum klösum í júlí-ágúst. Þarf uppbindingu. Léttan jarðveg.

Fellalykill

Primula alpicola

40-60 cm. Gul, fjólublá eða hvít stór ilmandi blóm í sveip á háum stöngli í júlí-ágúst. Djúpæðótt blöð í stofnhvirfingu. Þolir hálfskugga. Rakan, frjóan, örlítið súran jarðveg. Harðger.

Fingurbjargarblóm

Digitalis purpurea

Tvíært. 100-120 cm. Stórar lútandi klukkur á háum stöngli í júlí-ágúst, blómstrar á seinna ári. Þarf uppbindingu. Lækningajurt.

Fjallaberglykill

Androsace carnea

5-10 cm. Hvít eða bleik lítil blóm í apríl-júní. Blómviljugur, harðgerður. Myndar þúfur.

Fjalladalafífill

Geum rivale

40-50 cm. Stór lútandi rauðbleik blóm í júlí-ágúst. Létttan, frjóan jarðveg. Harðger og auðræktuð. Þolir hálfskugga. Íslensk planta.

Fjalladís 'Albus'

Erinus alpinus 'Albus'

10-15 cm. Hvít blóm á stönglum í júní-júlí. Hentar vel í steinæðir. Léttan jarðveg og bjartan stað. Meðalharðgerð.

Fjalladís

'Doctor Hähnle'

Erinus alpinus

'Doctor Hähnle'

10-15 cm. Rauðbleik blóm á stönglum í júní-júlí. Hentar í steinhæðir. Bjartan stað og léttan jarðveg. Meðalharðgerð.

Fjallagullblóm

Arnica montana

30-50 cm. Stórar, gular lútandi blómkörfur í júlí-ágúst. Léttan, framræstan jarðveg, frekar súran. Hentar vel sem undirgróður, því hún þolir hálfskugga. Harðger.

Fjallahnoðri

Sedum ewersii

15-20 cm. Rauðbleik blóm í júlí-ágúst. Blágræn, kjötkennd blöð á útafliggjandi stönglum. Bjartan stað, þurran, sendinn jarðveg. Harðgerður.

Fjallakollur 'Rubra'

Anthyllis montana 'Rubra'

20-30 cm. Purpurarauð blóm í júní-júlí. Léttur framræstur jarðvegur. Mjög viðkvæmur, skammlífur.

Fjallakornblóm

Centaurea montana

40-80 cm. Blá meðalstór blóm í júlí-ágúst, Harðgert, frekar skriðult. Léttan jarðveg.

Fjallakögurklukka

Soldanella montana

15-30 cm. Fjólublá kögruð blóm í apríl-maí. Sígræn þykk,

nýrlaga eða kringlótt blöð. Léttan, meðalrakan jarðveg.

Harðgerð.

Fjallanál

Alyssum montanum

10-20 cm. Grágrænar breiður með gul blóm í löngum klösum, í júní. Sendinn jarðveg, sólríkan stað.

Fjallasandi

Arenaria montana

10-15 cm. Stór, hvít blóm í júní-ágúst. Fínlegt lauf. Þurran, bjartan og hlýjan vaxtarstað. Hentar vel í steinhæðir. Getur verið skammlífur.

Fjallasmári

Sibbaldia procumbens

5-10 cm. Gulgræn blóm íklösum í júní-júlí. Þrískipt fínleg

laufblöð. Myndar þúfur. Þurran, sendinn jarðveg. Íslensk planta.

Fjallastjarna 'Albus'

Aster alpinus 'Albus'

20-30 cm. Hvít blóm með gulri miðju í júlí-september. Bjartan stað, frjóan jarðveg. Harðger.

Fjallastjarna

'Dunkle Schöne'

Aster alpinus 'Dunkle Schöne'

20-30 cm. Dökkfjólublá blóm með gulri miðju í júlí-september. Bjartan stað, frjóan jarðveg. Harðger.

Fjallastjarna 'Märchenland'

Aster alpinus 'Märchenland'

20-30 cm. Fyllt blóm í blönduðum litum í júlí-september. Bjartan stað, frjóan jarðveg. Harðger.

Fjallastjarna 'Pinkie'

Aster alpinus 'Pinkie'

20-30 cm. Bleik blóm með gulri miðju í júlí-september. Bjartan stað, frjóan jarðveg. Harðger.

Fjallasveipur

Adenostyles alliariae

130-160 cm.Stór grágræn blöð, fjólublá blóm í stórum sveipum í júlí-ágúst. Bjartan stað, stendur vel.

Fjallaþerma

Thermopsis montana

30-40 cm. Gul blóm í löngum klösum í júní-ágúst. Þurran, bjartan stað. 

Brekkudalafísill / Fjallbrekkufífill

Geum montanum

30-40 cm. Gul stór blóm í júní-júl. Þéttir blaðbrúskar. Harðgerður. Meðalrakan, frjóan jarðveg. Þolir hálfskugga.

Fjöllaufungur

Athyrium filix-femina

70-90 cm. Fínskipt, smágerð lauf, fínlegri en stóriburkni. Aflangir gróblettir með gróhulu. Hargerður. Til eru mörg afbrigði. Meðalrakan, frjóan jarðveg. Skuggþolinn.

Flatþyrnir

Eryngium planum

80-100 cm. Stálbláir litlir blómkollar í júlí-september. Reifarblöðin eru gisin undir blómkollinum. Bjartan stað og léttan jarðveg. Þarf uppbindingu. Harðgerður. Góður til afskurðar.

Floslyfjurt

Pulmonaria mollis

30-40 cm. Bleik blóm í mai-júní, sem verða svo blá. Mjúk, loðin blöð. Skuggþolin og harðgerð. Frjóan, djúpan rakaheldin jarðveg. 

Forlagabrúska

Hosta fortunei

40-60 cm. Fjólublá blóm í júlí-ágúst. Þéttir blaðbrúskar af fagurgrænum æðóttum blöðum. Kýs skugga, hálfskugga. Djúpan, næringarríkan rakaheldin jarðveg. Hentar vel sem undirgróður og í kanta við tjarnir og læki.

Forlagabrúska 'Aureomarginata'

Hosta fortunei 'Aureomarginata'

40-60 cm. Fjólublá blóm í júlí-ágúst. Þéttir blaðbrúskar af fagurgrænum æðóttum blöðum, með hvíta jaðra. Kýs skugga, hálfskugga. Djúpan, næringarríkan rakaheldin jarðveg. Hentar vel sem undirgróður og í kanta við tjarnir og læki.

Forlagabrúska

'Gold Standard'

Hosta fortunei

'Gold Standard'

40-60 cm. Fjólublá blóm í júlí-ágúst. Þéttir blaðbrúskar af  gulleitum, fölgrænum æðóttum blöðum. Kýs skugga, hálfskugga. Djúpan, næringarríkan rakaheldin jarðveg. Hentar vel sem undirgróður og í kanta við tjarnir og læki.

Freyjugras

Thalictrum aquilegifolium

80-100 cm. Rauðfjólubláir fínlegir blómskúfar í júlí-ágúst. Getur þurft stuðning. Skuggþolið, rakan, frjóan jarðveg, harðgert.

 

Freyjugras

'Spiky Dots'

Thalictrum aquilegifolium

'Spiky Dots'

80-100 cm. Hvítir og bleikir fínlegir blómskúfar í júlí-ágúst. Getur þurft stuðning. Skuggþolið, rakan, frjóan jarðveg, harðgert.

Friggjarlykill

Primula florindae

Stór gul ilmandi blóm á háum stönglum í ágúst. 60-100 cm. 70-90 cm. Stór gul ilmandi blóm á háum stönglum í júlí-ágúst. Þolir hálfskugga. Léttan, frjóan rakan jarðveg. Til eru afbrigði með rauðum og appelsínugulum blómlitum. Harðger.

Frúarlykill

Primula x pubescens

10-15 cm. Bleik blóm í maí-júní. Til eru ýmis afbrigði með mjög mörgum litum. Þeir litir sem við erum oftast með eru, vínrauður með gulu auga, fjólublár með hvítu auga og gulur með gulu auga.Mjög algengur í görðum. Bjartan stað. Léttan, frjóan, meðalrakan jarðveg. Harðgerður.

Frönsk ilmfjóla

Viola 'Gunnar'

15-30 cm. Stór, fjólublá ilmandi blóm í júní-september.

Frekar viðkvæm og þarf vetrarskýli. Bjartan stað, léttan

jarðveg.

Garðablágresi

Geranium pratense

70-80 cm. Stór ljósfjólublá blóm í júlí. Þarf stuðning. Léttan, frjóan jarðveg. Harðger, skuggþolin.

Garðablákolla 'Alba'

Prunella grandiflora 'Alba'

20 cm. Hvít blóm í kollum í júlí-ágúst. Bjartan stað, léttan sendinn jarðveg. Myndar breiður. Meðalharðger. 

Garðablákolla 'Rubra'

Prunella grandiflora 'Rubra'

20 cm. Dökkbleik blóm í kollum í júlí-ágúst. Bjartan stað, léttan sendinn jarðveg. Myndar breiður. Meðalharðger.

 

Garðabrúða

Valeriana officinalis

40-100 cm. Ljósbleik lítil blóm i júlí-ágúst. Þolir hálfskugga,  frjóan jarðveg. Harðgerð, en skríður og getur orðið ágeng.

Garðagullhnappur

Trollius europaeus

30-80 cm. Gulir stórir hnappar í júní-júlí. Skuggþolinn og harðgerður. Meðalrakan, frjóan jarðveg.

 

Garðahúslaukur

Sempervivum x funckii

10-20 cm. Bleik blóm á þykkum stöngli í júlí-ágúst. Grænar blaðhvirfingar með rauðum blaðoddi, sígrænar. Þurran, bjartan stað. Góð þekjuplanta, harðger.

Garðakobbi

'Rosa Jewel'

Erigeron speciosus

'Rosa Jewel'

30-70 cm. Bleikfjólubláar einfaldar - hálffylltar blómkörfur í júlí-september. Bjartan stað og létan jarðveg. Harðgerður.

Garðalójurt 'Rubra'

Antennaria dioica'Rubra'

Sígræn, 5-20 cm. Lítil bleik blóm í sveipum í júní-júlí. Sérbýl, karlplantan er fallegri. Harðgerð.

Garðamaríustakkur

Alchemilla mollis

30–50 cm. Gulgræn blóm í júní-júlí. Harðgerður, sáir sér. Gott er að þurrka blómin.

Garðasól

Papaver nudicaule

30-40 cm. Margir blómlitir allt sumarið. Frekar skammlíf, en er dugleg að halda sér við með sáningu. Þurran, léttan jarðveg. Finnst sem slæðingur í íslenskri náttúru.

Garðskriðnablóm

Arabis caucasica

(A.alpina ssp. caucasica)

10-30 cm. Hvít blóm í maí-júní. Myndar breiður, er skriðul og getur sáð sér. Harðgert. Framræstan jarðveg. Góð steinhæðaplanta, í hleðslur og kanta.

Garðaskriðnablóm 'Variegata'

Arabis caucasica 'Variegata'

10-30 cm. Hvít blóm í maí-júní. Myndar breiður, er skriðul. Harðgert. Framræstan jarðveg. Góð steinhæðaplanta, í hleðslur og kanta.

Garðavorblóm

Draba aizoides

5-10 cm. Sígræn blöð í hvirfingu. Gul smá blóm í maí-júní. Bjartan stað, í léttum jarðvegi, hentar í steinhæðabeð. Gæti þurft vetrarskýli.

Gefnargras

Thalictrum delavayi

(T. dipterocarpum)

80-110 cm. Fínleg bleikfjólublá blóm í stórum sveipum í

júlí-september. Súran jarðveg, léttan, meðalrakan.

Skuggþolið. Gæti þurft stuðning. Harðgert.

Geislablaðka

Lewisia columbiana

va. columbiana

15-20 cm. Mjó blöð í stofnhvirfingu, ljósfjólublá-ljósbleik

blóm á löngum stönglum í júní-ágúst. Sígræn. Léttan,

þurran jarðveg, bjartan stað. Þolir illa vetrarumhleypinga. Gott að vetrarskýla.

Geitabjalla

Pulsatilla vulgaris

15-20 cm. Dökkfjólubláar stórar bjöllur í maí-júní. Öll

plantan er þéttsilkihærð, blöðin eru fínleg. Bjartan stað,

léttan, þurran frjóan jarðveg. Harðgerð.

Geitabjalla 'Alba'

Pulsatilla vulgaris 'Alba'

30 cm. Hvítar stórar bjöllur í apríl-maí. Öll plantan er

þéttsilkihærð, blöðin eru fínleg. Bjartan stað, léttan, þurran frjóan jarðveg. Harðgerð.

Geitabjalla

'Blaue Glocke'

Pulsatilla vulgaris

'Blaue Glocke'

30 cm. Dökkfjólubláar stórar bjöllur í apríl-maí. Öll plantan er þéttsilkihærð, blöðin eru fínleg. Bjartan stað, léttan, þurran frjóan jarðveg. Harðgerð

Geitabjalla

'Rote Glocke'

Pulsatilla vulgaris

'Rote Glocke'

30 cm. Dökkrauðar stórar bjöllur í apríl-maí. Öll plantan er þéttsilkihærð, blöðin eru fínleg. Bjartan stað, léttan, þurran frjóan jarðveg. Harðgerð

Geitaskegg / Jötunjurt

Aruncus dioicus

1-1,8 m. Stórir rjómahvítir skúfar í júlí-ágúst. Karlplantan er með stærri og þéttari skúfa en kvenplantan. Harðgert. Frjóan, næringarríkan jarðveg. Góð í hálfskugga.

Geldingahnappur

Armeria maritima

10-15 cm. Lítil blóm í kúlulaga kollum í júlí-ágúst, tilvalin til þurrkunar. Harðgerður. Myndar þúfu og er með stólparót. Rýran jarðveg, léttan og framræstan. Frá Skotlandi.

Geldingahnappur 'Alba'

Armeria maritima 'Alba'

10-15 cm. Hvít blóm í júlí-ágúst, tilvalin til þurrkunar. Harðgerður. Myndar þúfu og er með stólparót. Rýran jarðveg, léttan og framræstan.

Geldingahnappur 'Splendens'

Armeria maritima 'Splendens'

10-25 cm.Skærbleik blóm í júlí-ágúst, tilvalin til þurrkunar. Harðgerður. Myndar þúfu og er með stólparót. Rýran jarðveg, léttan og framræstan.

Gemsuskegg

Aruncus aethusifolius

15-30 cm, fínleg laufblöð. Hvít lítil blóm í stórum toppum í júlí. Fallegir rauðir haustlitir. Sól eða hálfskugga.

Glitlauf

Acaena saccaticupula

15-20 cm. Fínleg, skuggþolin þekjuplanta. Blárauðleitt lauf, grágrænt að ofan, rauðbrúnir blómkollar í júlí-ágúst. Myndar breiður með tímanum, greinar skjóta rótum. Harðgerð. Góð sem botngróður.

Glófeldur

Vitaliana primuliflora

(Douglasia vitaliana)

5-10 cm. Fagurgul trektlaga blóm í maí-júní. Myndar þéttar breiður. Léttan, sendinn, frekar rýran jarðveg. Bjartan stað. Góð steinhæðaplanta. Harðger.

Glæsiblásól

Meconopsis x sheldonii

60-90 cm. Himinblá stór blóm í júní-júlí. Garðablendingur af Blásól og Fagurblásól. Skuggþolin, léttan, frjóan og rakan jarðveg. Harðger. Getur þurft uppbindingu.

Goðalykill

Dodecatheon meadia

20-40 cm. Bleik lútandi blóm á háum stönglum í júní júlí. Þolir hálfskugga. Rakan og frjóan jarðveg.

Graslaukur

Allium schoenophrasum

Matjurt / kryddplanta. 30-60 cm. Rauðfjólublá blóm í þéttum, hvelfdum, næstum kúlulaga sveip í júní. Léttur framræstur jarðvegur.

Grassóley

Ranunculus gramineus

20-50 cm. Stór gul einföld blóm í júní-júlí. Graslík blöð. 

Meðalrakan, frjóan jarðveg. Harðgerð. Þolir hálfskugga.

Grágresi 'Ballerina'

Geranium cinereum

'Ballerina'

15-25 cm. Bleik blóm með dökka miðju og dökkar æðar í júní-september. Grágræn blöð, myndar þéttar breiður. Léttan jarðveg. Hentar vel í steinhæðir og kanta, harðger. Skuggþolin.

Grálauf

Acaena buchananii

10-15 cm. Fínleg, skuggþolin þekjuplanta. Silfurgrátt, áberandi lauf, rauðbrúnir blómkollar í júlí-ágúst. Myndar breiður með tímanum, greinar skjóta rótum. Harðgerð. Góð sem botngróður.

Greifaspori

'Delfy Blue'

Delphinium grandiflorum

'Delfy Blue'

40-60 cm. Himinblá blóm í júlí-ágúst. Næringarríkan jarðveg og bjartan stað. Gæti þurft uppbindingu. Harðgerður.

Greifaspori

'Delfy White'

Delphinium grandiflorum

'Delfy White'

40-60 cm. Hvít blóm í júlí-ágúst. Næringarríkan jarðveg og bjartan stað. Gæti þurft uppbindingu. Harðgerður.

Græðisúra

Plantago major 'Atropurpurea'

5-15 cm. Blaðfalleg planta, ræktuð vegna rauðleitra

blaðanna. Léttan jarðveg og bjartan stað. Sáir sér heilmikið. Harðgerð.

Grænlandsfjóla

'Purpurea'

Viola labradorica 'Purpurea'

10-15 cm. Rauðfjólublá blóm i júní-júlí. Rauðleit blöð.

Myndar þéttar hvirfingar. Léttan jarðveg og bjaratn stað. Harðger.

Grænlandsmura

Potentilla tridentata

5-10 cm. Mörg hvít, lítil stjörnulaga blóm í ágúst-september. Smágerð planta. Bjartan stað, léttan jarðveg. Harðgerð.

Gulbudda / Geislabudda

Bupleurum ranunculoides

15-30 cm. Graslík blöð, gulgræn blóm í júlí-ágúst. Kalkríkan jarðveg, sólríkan stað.

Gulgríma

Penstemon confertus

40-50 cm. Ljósgul blóm á háum stönglum í júlí-ágúst.

Bjartan stað.Léttan jarðveg. Blómviljug og harðgerð.

Gullhnoðri

Sedum aizoon

30 cm. Ljósgul blóm í flatri blómskipan í júlí-ágúst. Sígræn, ljósgræn blöð á blöðóttum stönglum. Harðgerður, bjartan stað, rýran, þurran jarðveg.

Gullhrís

Solidago virgaurea

40-70 cm. Litlar gular blómkörfur í löngum klösum í júlí-

september. Þolir hálfskugga, léttan jarðveg.

Gullhúslaukur

Sempervivum grandiflorum

7-20 cm. Stór gul blóm á þykkum stöngli í júlí-ágúst.

Sígrænar blaðhvirfingar. Þurran, bjartan stað. Góð

þekjuplanta, harðger.

Gullkobbi /

Gulljakobsfífill

Erigeron aurantiacus

20-30 cm. Rauðgular stórar körfur í júlí-ágúst. Gljándi blöð. Góður í steinhæðir. Bjartan stað og léttan jarðveg. Harðgerður.

Gullkollur

Anthyllis vulneraria

15-40 cm. Gulir blómkollar í júlí. Þurran og sólríkan stað. Léttur framræstur jarðvegur. Jarðlægir stönglar. Viðkvæmur, skammlífur. Íslensk planta.

Gullkornblóm

Centaurea macrocephala

100-120 cm. Gular stórar körfur í ágúst-september. Þarf uppbindingu. Sólelsk, nægjusöm. Léttan jarðveg.

Gullaukur

Allium moly

15-30 cm. Stór, gul blóm i frekar flötum sveipum í júní-júlí. Meðalharðger. Þolir hálfskugga. Léttur framræstur jarðvegur.

Gullvölva

Waldsteinia ternata

5-10 cm. Myndar lágar, þéttar þúfur, stór gul blóm í jöðrum þúfunnar í júlí-ágúst. Skuggsæl planta, myndar breiður.  Frjóan, meðalrakan jarðveg. Góð þekjuplanta.

Gulvöndur

Gentiana lutea

100-150 cm. Gul blóm í krönsum í blaðöxlum niður eftir stönglunum í júlí. Harðgerður, vindþolinn. Frjóan jarðveg.

Hagasalvía

Salvia pratensis

60-70 cm. Skærblá blóm í klasa í júlí-september. Ilmar

sérkennilega. Blómviljug. Léttan jarðveg, bjartan stað. Þarf líklega uppbindingu. Harðgerð.

Hagasalvía

'Rose Rhapsody'

Salvia pratensis

'Rose Rhapsody'

40-50 cm. Bleik blóm í klasa í júlí-september. Blómviljug. Léttan jarðveg, bjartan stað. Harðgerð.

 

Hagasalvía

'Swan Lake'

Salvia pratensis

'Swan Lake'

40-50 cm. Hvít blóm í klasa í júlí-september. Blómviljug.

Léttan jarðveg, bjartan stað. Harðgerð.

Hagastirni

Smilacina stellata

Lítil gulhvít blóm í þéttum, stuttum klasa í ágúst. 60-80 cm á hæð. Skuggþolið og harðgert.

Hamralykill

Primula xvochinensis

(P. x deschmannii)

5-10 cm.  Fjólublá blóm í júní-júlí. Gljáandi græn blöð. Fínn í steinhæðir. Bjartan stað. Léttan, frjóan, meðalrakan jarðveg. Harðgerður.

Harnarlykill

Primula involucrata

10-30 cm. Hvít blóm með fjólubláum blæ og gulu auga í

júní. Lítil, safamikil blöð, sem minna á súrublöð. Bjartan

stað. Léttan, frjóan, meðalrakan jarðveg. Harðger.

Haustbura

Adenophora polyantaha

80-90 cm. Bláar klukkur í klösum í ágúst-september. Líkist klukkum (Campanula)

Helluhnoðri

Sedum acre

5-10 cm. Gul stjörnulaga blóm í júlí-ágúst.  Safamikil,

sígræn blöð. Myndar breiður, getur dreift sér ótæpilega.

Harðgerður, bjartan stað, rýran, þurran jarðveg. Íslensk planta 

Hjartablóm

Dicentra spectabilis

40-70 cm. Stór hjartalaga bleik blóm í júní-júlí. Skuggþolið, skjólgóðan vaxtarstað. Frjóan jarðveg.

Hjartablóm 'Alba'

Dicentra spectabilis'Alba'

40-70 cm. Stór hjartalaga hvít blóm í júní-júlí. Skuggþolið, skjólgóðan vaxtarstað. Frjóan jarðveg.

 Hjartarfífill 'Finesse' Doronicum orientale 'Finesse'  30-40 cm. Gular stórar blómkörfur í maí-júní. Fallega hjartalaga blöð. Frjóan jarðveg, harðgerður og  blómviljugur.
 Hjartarfífill
'Little Leo'
 Doronicum orientale
'Little Leo'

20-30 cm. Gular stórar blómkörfur í maí-júní. Fallega hjartalaga blöð. Frjóan jarðveg, harðgerður og blómviljugur.

 Hjartafífill 'Magnificum'  Doronicum orientale 'Magnificum'

30-50 cm. Gular stórar blómkörfur í maí-júní. Fallega hjartalaga blöð. Frjóan jarðveg, harðgerður og blómviljugur. 

Hjartaklukka

'Blue Clips'

Campanula carpatica

'Blue Clips'

20-40 cm. Bláar uppréttar víðar klukkur í júlí-september. Bjartan stað, en þolir hálfskugga, léttan jarðeg.

Hjartaklukka

'White Clips'

Campanula carpatica

'White Clips'

20-40 cm. Hvítar uppréttar víðar klukkur í júlí-september. Bjartan stað, en þolir hálfskugga, léttan jarðeg.

                

Hjartasteinbroti

Bergenia cordifolia

30-50 cm. Stór hjartalaga sígræn laufblöð. Ljósbleik blóm í þykkum sveip í maí-júní. Sígræn blöð. Skuggþolinn.

Hlíðabjalla

Pulsatilla montana

20-30 cm. Dökkfjólubláar bjöllur í maí-júní. Blöðin eru

fínleg og dúnhærð. Bjartan stað, léttan, þurran frjóan

jarðveg. Harðgerð.

Hnúðhafrar

Arrhenatherum elatius ssp. bulbosum

Skrautgras, 80-100 cm. Hvít/græn röndótt laufblöð, smáhnúðar neðst á stönglunum. Þéttir brúskar. Harðger.

Holtasóley / Rjúpnalauf

Dryas octopetala

15-20 cm. Dvergrunni.Dökkgræn sígræn blöð, stór hvít blóm í maí-júlí. Góð í steinhæðir, en á oft erfitt í heimilisgörðum. Bjartan stað og léttan, sendinn jarðveg. Íslensk planta.

Holtastigi

Polemonium boreale 'Heavenly Habit'

10-30 cm. Fjólublá blóm með gult auga i júlí-ágúst. Þéttur vöxtur. Bjartan stað, léttan jarðveg. Harðger.

Hófalauf

Astilboides tabularis

(Rodgersia tabularis)

60-100 cm. Blaðplanta. Kremhvít blóm á háum stilk í júlí. Stór, hóflaga blöð, dálítið loðin. Skjólgóðan stað.

Hófsóley, fyllt

Caltha palusris 'Multiplex'

20-50 cm. Dökkgul, fyllt blóm í maí, dökkgræn hóflaga blöð. Rakan jarðveg og bjartan stað. Flott við læki og tjarnir.

Hólaklukka

Campanula collina

15-30 cm. Stórar, fjólubláar lútandi klukkur í júlí-ágúst. Harðgerð.

Hraunbúi

'Cascade Blue'

Aubrieta x cultorum 'Cascade Blue'

10-15 cm. Fjólublá blóm í júní-september. Laufið er sígrænt. Myndar breiður, sem leggjast yfir jarðveginn. Léttan jarðveg og bjartan stað.

Hraunbúi

'Cascade Red'

Aubrieta x cultorum 'Cascade Red'

10-15 cm. Rauðbleik blóm í júní-september. Laufið er

sígrænt. Myndar breiður, sem leggjast yfir jarðveginn.

Léttan jarðveg og bjartan stað.

Hraundepla

Veronica teucrium

(V. austriaca)

25-50 cm. Himinblá blóm í klösum í blaðöxlunum í júlí-

september. Uppréttir stönglar. Frjóan, léttan jarðveg. Þolir hálfskugga. Blómviljug.

Huldulykill

Primula elatior

20-30 cm. Ljósgul blóm með dökkri miðju í maí-júní.

Bjartan stað, léttan, meðalrakan jarðveg. Harðgerður.

Humall

Humulus lupulus

Klifurplanta. Getur náð 3-5 m á einu sumri. Gul lítil blóm í júlí-ágúst. Sérbýlisplanta, kvenplantan fær gul blóm. Skuggþolinn, harðgerður, fellur niður að hausti. Nytjajurt. Léttan, frjóan jarðveg..

Hvolflaukur

Allium cernuum

40-70 cm. Bleik, lútandi blóm í stórum sveipum í júní- júlí. Blómviljugur og harðgerður. Léttur framræstur jarðvegur.

Höfuðklukka

Campanula glomerata

50-60 cm. Dökkfjólubláar, víðar uppréttar klukkur, margar saman í kolli í júlí-ágúst. Frjóan, raka

n jarðveg. Blómviljug.

Höfuðklukka 'Alba'

Campanula

glomerata 'Alba'

50-60 cm. Hvítar, víðar uppréttar klukkur, margar saman í kolli í júlí-ágúst. Frjóan, rakan jarðveg. Blómviljug.

. Gróðrarstöðin Storð | Ferjuvegur 1 | 806 Selfoss | Sími 564-4383 | stord@stord.is