Sumarblóm

Sumarblóm eru einærar plöntur sem eru í blóma meira eða minna allt sumarið. Þau eru til í öllum mögulegum litum, stærðum og gerðum og eru sannkallaðir gleðigjafar. Sumarblóm eru tilvalin í ker og potta og til upplífgunar í beð með fjölærum plöntum og runnum. Öll okkar sumarblóm eru ræktuð í pottum til að tryggja gæði.

Listinn er birtur með fyrirvara um prentvillur og ekki er víst að allar plönturnar séu alltaf til hjá okkur í stöðinni.


Latneskt heiti

Íslenskt heiti

 Lýsing

Ageratum houstonianum

 Bláhnoða

 Ljósblá fínleg blóm, 15-20 cm. Bjartan, þurran stað og  skjól. Til eru hvít og ljósbleik afbrigði. Blómviljug.

Alcea rosea

'Dwarf Queen Purple'

 Stokkrós

 Lágvaxið afbrigði 40-50 cm, fyllt fjólublá blóm.

Alcea rosea 'Majorette Mix'

 Stokkrós

 60-90 cm. Fyllt, einföld blóm í ýmsum litum. Þarf

 uppbindingu og bjartan stað.

Alyssum maritimum

 Skrautnál

 10-30 cm. Hvít, bleik eða fjólublá blóm.  Góð í kanta,

 þekur vel. Harðgerð og blómvilug. Stendur lengi.

Antirrhinum majus

 Ljónsmunni

 Rauð, bleik, gul eða hvít blóm í löngum klösum, 20-30 cm.  Sólríkan stað. Blómviljug.

Argyranthemum

 Möggubrá /

 Margarita

 30-50 cm. Hvít, gul, ljósbleik eða dökkbleikk blóm. Fyllt  eða ófyllt blóm. Harðgerð og mjög blómviljug. Blómstrar  vel fram á haust. Kuldaþolin.

Bellis perennis

 Fagurfífill

 10-30 cm. Rauður, hvítur eða bleikur.  Harðgerð, blómstar  mikið og lengi.

Brassica oleracea

(Brassica oleracea var.acephala f.crispa)

 Skrautkál

 20-30 cm. Skautlegar blaðhvirfingar. Ýmsar  lita  samsetningar, rautt, hvítt. Þolir þurrk frekar illa. Stendur  lengi á haustin. Sólríkan stað.

Calendula officinalis

 Morgunfrú

 Stór appelsínugul ilmandi blóm í júlí-ágúst. 30-40 cm.

 Harðgerð, stendur vel fram á haustið. Sólríkan stað, en  þolir hálfskugga. Falleg í þurrskreytingar.

Calibrachoa 'Million Bells '

 Blómahorn /

 Millionbells

 Hengiplanta. Rauð, hvít, fjólublá, bleik og gul blóm.

 Harðgerð. Bjartan stað.

Callistephus chinensis

 Sumarstjarna

 20-40 cm. Ýmsir litir. Oft bleik eða fjólublá. Sólríkan stað.

Campnula isophylla

 Betlehemstjarna

 Blá eða hvít blóm. Harðgerð og mjög blómviljug. Hentar í

 hengipotta. Þolir hálfskugga.

Centaurea cyanus

 Garðakornblóm

 25-40 cm. Himinblá, bleik, hvít, fjólublá eða rauð blóm. Má

 þurrka. Harðgert og vindþolið.

Chrysanthemum multicaule

 Sólbrá

 15-20 cm. Þykk grágræn blöð, uppsveigðir stönglar,  

 skærgular blómkörfur allt sumarið. Mjög blómviljug.

Cineraria

Pericallis x hybrida

 Sólbrá

 Rauð, bleik, hvít eða blá allstór blóm í þéttum sveipum allt

 sumarið. Stór hóflaga dökkgræn blöð. Dugleg.

Cordyline

 Pálmi

 50-120 cm. Hægt að taka pálmann inn í gróðurhús eða inn

 yfir veturinn og setja út aftur næsta sumar.

Cosmos bipinnatus

 Brúðarstjarna

 20-30 cm. Hvít, bleik eða dökkbleik blóm. Blómviljug.

 Sólríkan stað.

Crocosmia

 Strútslilja

 50-80 cm. Kemur upp af lauk. Appelsínungul blóm í

 ágúst-september. Sólríkan stað, en þolir hálfskugga.

 Getur hugsanlega lifað veturinn úti, ef það er hreykt yfir

 hana til að verja laukana fyrir frosti.

Cuphea hyssopifolia

 Cuphea

 20-30 cm. Sígrænn smárunni með dökkgræn glansandi

 blöð. Fjólublá, bleik eða hvít blóm. Þéttur vöxtur. Þrífst vel  í hálfskugga.

Dahlia x cultorum

 Glitfífill / Dahlía

 Stór blóm í ýmsum litum, fyllt eða eða einföld. 30-40 cm,

 skjól og sólríkan stað. Einnig er til stór gerð af dalíum,

 risadalíur. Þær eru 40-100 cm háar, í ýmsum litum. Ekki

 kuldaþolin.

Dianthus chinensis

 Kínadrottning /

 Sumarnellika

 Rauð, bleik eða hvít einföld blóm, 20-40 cm. Blómviljug og

 harðgerð. Oft tvíær.

Dianthus hybridus

  Sumarnellika

 Tvílit blóm í ýmsum bleikum litum, blómin eru oft fyllt. 5-10

 cm á hæð, blómviljug og blómstrar í júlí. Stendur vel. Oft

 tvíær.

Diascia barberae

 Borgardís /

 Tvíburaspori

 Hengiplanta með uppsveigðar greinar. Blóm í bleikum

 litum og ferskjulit í löngum klösum. Sólríkan og

 skjólgóðan stað.

Dichondra 'Silver Falls '

 Silfurfoss

 Hengiplanta með silfurgrá smágerð blöð. Blómstrar ekki.

Dorotheanthus bellidiformis

 Hádegisblóm

 5-10 cm. Frekar stór körfublóm í ljósum,skærum litum.

 Blómin lokast í dimmviðri. Breiðir vel úr sér.

Fuchsia x hybrida

 Fúksía

 30-40 cm. Rauðir, bleikir, hvítir, fjólubláir litir. Bjartan

 stað, nokkuð vindþolin. Hentar í hengipotta. Hægt að

 taka inn yfir veturinn.

Gazania x hybrida

 Mánafífill

 20-30 cm. Stór blóm í gulum og appelsínugulum litum.

 Sólríkan, hlýjan og þurran stað. Stendur lengi.

Godetia grandiflora

 Meyjablómi

 15-20 cm. Stórar klukkur í bleikum, hvítum litum. Þurran,

 bjartan stað. Blómviljug.

Hedera helix

 Bergflétta

 20-50 cm. Klifurjurt / hengiplanta. Harðgerð, saltþolin,

 skuggþolin. Er með gul / hvít blöð.

Helianthus annuus

 Sólblóm

 40 cm. Gul blóm. Bjartan stað og gott skjól. Það er gott að

 binda plöntuna upp ef hún stendur í roki.

Helichrysum bracteatum

 Eilífðarblóm /

 Eilífðarfífill

 20-30 cm. Rauð, hvít, gul blóm. Blóstrar lengi. Blómin

 henta vel í þurrskreytingu. Bjartan stað.

Kochia trichophylla

 Sumarsýprus

 40-50 cm há beinvaxin planta með fínleg blöð, blómstrar

 ekki en fær fallega haustliti. Bjartan stað.

Lavatera trimestris

 Aftanroðablóm

 Bleikar eða hvítar stórar klukkur, 40-60 cm. Sólríkan

 stað, stuðning.

Leucanthemum paludosum

 Daggarbrá

 15-25 cm.  Litlar hvítar blómkörfur, líkist baldursbrá.

 Blómviljug og harðgerð. Kuldaþolin.

Lobelia erinus

 Brúðarauga

 5-15 cm. Lítil blá, ljósblá, hvít, bleik  blóm með eða án  hvítu auga. Þéttir brúskar, oft notuð sem kantblóm. Þolir  nokkurn skugga. Þolir þurrk og kulda frekar illa.

Lobelia erinus 'Pendula'

 Hengibrúðarauga /

 Hengilobelia

 Lítil blá, ljósblá, bleik eða hvít blóm með eða án hvítu  auga. Hengiplanta. Þolir nokkurn skugga. Þolir þurrk og  kulda frekar illa.

Malva sylvestris 'Zebrina'

 Skógarmalva

 80-100 cm. Fjólublá blóm sem raða sér up eftir  stönglinum. Blómviljug og harðgerð. Bjartan stað. Þarf  uppbindingu.

Matthiola incana var. annua

 Ilmskúfur /

 Levkoj

 30-45 cm. Fjólublá, bleik eða hvít ilmandi blóm í löngum

 klasa. Bjartan stað. Blómviljug.

Mimulus sp.

 Apablóm

 20-30 cm. Appelsínurauð, gul, kremhvít blóm. Skuggþolið,

 þolir raka.

Nemesia strumosa

 Fiðrildablóm

 20-30 cm.  Blandaðir blómlitir. Mjög blómviljugt. Þolir

 hálfskugga.

Nierembergia coerulea

 ,,Spælegg''

 20 cm. Stór hvít blóm með skærgulri miðju. Þurran,

 bjartan stað. Til er afbrigði með fjólublá blóm.

Osteospermum sp.

 Sólboði

 20-40 cm. Stór körfublóm í ýmsum litum með dökkri miðju.

 Sólríkan stað, lygnir aftur blómunum í dimmviðri. Harðgert.

Pelargonium x hortorum

 Pelargónía /   

 Mánabrúður

 25-40 cm. Rauð, bleik,hvít, ferskjulit. Blómviljug. Bjartan

 stað, harðgerð.

Petunia x hybrida

 Tóbakshorn

 20-30 cm. Stórir blómlúðrar í mörgum litum. Bjartan stað

 og skjól.

Petunia x hybrida 'Surfinia'

 Hengitóbakshorn /

 Surfinia

 Hengiplanta. Stórir blómlúðrar í bleikum, bláum og hvítum

 litum. Bjartan og þurran stað, skjól.

Phlox drummondii

 Sumarljómi

 10-40 cm. Stjörnulaga blóm í blönduðum ljósum litum.

 Sólríkan stað og fremur þurran jarðveg.

Rudbeckia hirta

 Frúarhattur

 30-40 cm. Stór gul körfublóm með dökkri miðju. Stendur

 vel fram á haustið.

Salvia splendens

 Glæsisalvía

 20-30 cm. Eldrauð blóm í löngum klasa. Bjartan, hlýjan

 stað, skjól.

Sanvitalia procumbens

 Sólhnappur

 10-20 cm. Gul blóm. Skriðul eða hangandi planta. Mjög

 blómviljug og harðgerð. Vindþolin.

Scaevola aemula

 Skáauga

 10-20 cm. Hvít eða blá blóm á löngum greinum.  Skuggþolin. Harðgerð.

Schizanthus x wisetonensis

 Paradísarblóm

 20-30 cm. Marglit blóm í ljósum litum, keilulaga vöxtur.

 Blómviljug, harðgerð.

Senecio cineraria

 Silfurkambur

 15-20 cm. Silfurgrá loðin blöð. Ræktaður vegna blaðanna.

 Harðgerð, vindþolin. Stendur lengi fram eftir hausti. Mjög

 kuldaþolin.

Tagetes erecta

 Klæðisblóm

 20-30 cm. Stór, fyllt appelsínugul,gul eða kremhvít blóm.

 Sól og skjól, þolir illa kulda.

Tagetes patula var. nana

 Flauelsblóm

 10-20 cm. Gulir eða rauðgulir hnappar. Sól og skjól. Þolir

 illa kulda.

Thymophylla tenuifolia

 

 Skærgul lítil körfublóm allt sumarið. Fínlegur hangandi

 vöxtur, góð í hengipotta. Bjartan stað.

Tropaeolum majus

 Skjaldflétta

 Hengiplanta / klifurplanta. Stór rauð, appelsínugul eða gul

 blóm. Harðgerð. Bjartan stað.

Verbena x hybrida

 Garðajárnurt

 20-30 cm. Rauð, bleik, fjólblá eða hvít blóm í sveip.  Bjartan stað og skjól. Blómviljug.

Viola cornuta

 Sumarfjóla

 10-20 cm. Meðalstór blóm í mörgum blómlitum. Blómviljug,

 harðgerð, þolir hálfskugga. Kuldaþolin.

Viola x wittrockiana

 Stjúpa

 15-30 cm. Stór blóm í öllum mögulegum litum. Blómviljug

 og mjög harðgerð. Þolir hálfskugga. Kuldaþolin.

Zinnia elegans

 Drottningarfífill

 20-30 cm. Appelsínugul blóm. Bjartan stað. Blómviljug.

. Gróðrarstöðin Storð | Ferjuvegur 1 | 806 Selfoss | Sími 564-4383 | stord@stord.is