Tré og runnar G-O

Listinn er birtur með fyrirvara um prentvillur og ekki er víst að allar plönturnar séu alltaf til hjá okkur í stöðinni.

Latneskt heiti

Íslenskt heiti

Lýsing

Hebe odora

 Ilmsnepla /

 Ilmdepill

 Sígrænn, 30-70 cm hálfrunni með upprétta stöngla.  

 Fagurgræn blöð, hvít blóm í klösum í júlí. Þrífst vel í

 sendnum jarðvegi, þarf vetrarskýi fyrstu árin. Hentar

 í steinhæðabeð.

Hebe pinguifolia 'Pagei'

 Snepla 'Pagei'

 Sígrænn, 30-50 cm hálfrunni. Gráblá blöð.  Hvít blóm

 í klösum í júlí. Þrífst vel í sendnum jarðvegi, þarf

 vetrarskýi fyrstu árin. Hentar í steinhæðabeð.

Hedera helix

 Bergflétta

 Sígræn klifurplanta, 5-6 m, klifrar með heftirótum.

 Þolir skugga og seltu, harðgerð. Best á vestur og

 norðurvegg. Blöðin geta gulnað í vorsól.

Hippophae rhamnoides

 Hafþyrnir

 2-4 m kræklóttur runni með gráleit blöð. Sérbýli. Lítil

 gulgræn blóm, rauðgul ber á kvenplönturnar.

 Sendinn jarðveg, sólelskur. Harðger, seltu- og

 vindþolinn. Myndar rótarskot. 1 kk planta nægir fyrir

 6-8 kvk.

Hydrangea paniculata 'Brussels Lace'

 Hindarblóm /

 Garðahind

 'Brussels Lace'

 1-3 m, breiðvaxinn runni. Stórir hvítir

 blómsveipir í júlí-ágúst, fremur gisnir. Þolir

 hálfskugga. Þarf skjól og næringarríkan jarðveg.

Hydrangea paniculata 'Grandiflora'

 Hindarblóm /

 Garðahind

 'Grandiflora'

 1-3 m. Stórir hvítir  blómsveipir í júlí-ágúst, fremur

 gisnir. Þolir hálfskugga. Þarf skjól og næringarríkan

 jarðveg

Hydrangea serrata Grayswoodi'

 Hindarblóm /  

 Garðahind

 'Grayswood'

 1m. Fjólurauðir blómsveipir í ágúst-september. Þarf

 hlýjan stað, skjól og næringarríkan jarðveg.

Ilex aquifolium 'Alaska'

 Kristþyrnir

 'Alaska'

 Sígræn, 1-3 m. Sérbýlisplanta. Kvk planta ber rauð

 ber á haustin. Nokkuð harðger runni. Þarf þokkalega

 skjólgóðan vaxtarstað. Þolir sól og hálfskugga.

Ilex aquifolium 'Argentea Marginata'

 Kristþyrnir

 'Argentea

 Marginata'

 Sígræn 1-8 m. Hvít lítil blóm í júní-júlí. Bl-ðin eru

 dökkgræn með hvíta jaðra. Þolir sól og hálfskugga.

 Þarf þokkalega skjólgóðan vaxtarstað.

Juniperus communis 'Djúpalón', kk'

 Íslenskur einir 'Djúpalón', kk

 Sígrænn jarðlægur runni, 20-50 cm. Harðger og

 vindþolinn. Þrífst á björtum stað, íslensk tegund. Góð

 þekjuplanta.

Juniperus communis 'Djúpalón', kvk

 Íslenskur einir

 'Djúpalón', kvk

 Sígrænn jarðlægur runni, 20-50 cm. Harðger og

 vindþolinn. Þrífst á björtum stað, íslensk tegund. Góð

 þekjuplanta.

Juniperus horizontalis 'Blue Chip'

 Skriðeinir 'Blue

 Chip'

 Sígrænnn jarðlægur runni, 30-50 cm. Harðgerður,

 þolir sól og hálfskugga. Góð þekjuplanta.

Juniperus sabina

 Sabínueinir

 Sígrænn 1-4 m. Yfirleitt lágvaxinn með greinar sem

 vaxa uppávið. Mikil lykt af barrinu þegar það er

 nuddað.

Juniperus squamata 'Blue Carpet'

 Skriðbláeinir

 Sígrænn jarðlægur runni, 20-50 cm. Harðgerður,

 með bláleitt barr. Sól eða hálfskugga. Góð

 þekjuplanta.

Juniperus squamata 'Blue Star'

 Dvergbláeinir

 Sígrænn 20-40 cm. Harðgerður. Myndar óreglulega

 þúst. Bláleitt barr, kýs sól eða hálfskugga. Góður í

 steinhæðir eða ker.

Juniperus squamata 'Holger'

 Himalajaeinir

 'Holger'

 Sígrænn 30-70 cm. Harðgerður. Ljósgrænt / gulleitt

 barr, kýs sól eða hálfskugga.

Juniperus squamata 'Meyeri'

 Himalajaeinir

 'Meyeri'

 Sígrænn 1-3 m. Harðgerður. Grænblátt barr. Kýs sól

 eða hálfskugga.

Kalmia angustifolia 'Rubra'

 Sveiplyng 'Rubra'

 Sígrænn 60-100 cm runni. Rauðfjólublá blómí júní-

 júlí. Hægvaxta. Þarf bjartan og skjólsælan

 vaxtarstað, rakan og súran jarðveg. Frekar

 viðknæmur.

Laburnum alpinum

 Fjallagullregn

 6-8 m. oft margstofna tré. Stórir gulir hangandi

 blómklasar í júlí, eitruð fræ á haustin.  Blómstrar

 fyrst um 7-10 ára gamalt. Þurran og bjartan stað,

 harðgert. Þolir illa köfnunarefnisríkan áburð.

Laburnum alpinum 'Pendulum'

 Hengigullregn

 Ágrætt á stofn, verður um 2 m. Harðgert,

 nægjusamt, þurran og bjartan stað, harðgert. Þarf

 bjartan og skjólsælan stað. Þolir illa

 köfnunarefnisríkan áburð.

Laburnum x watereri 'Vossi'

 Garðagullregn

 5-7 m. Oftast einstofna, með lútandi greinar.  Langir

 gulir blómklasar í júlí, þroskar ekki fræ. Sólríkan stað

 og skjól. Þurran og bjartan stað, harðgert. Þolir illa

 köfnunarefnisríkan áburð.

Lonicera alpigena

 Fjallatoppur

 1-3 m. Gul-gulgræn blóm í maí-júní. Dökkrauð

 glansandi ber á haustin. Skuggþolinn, duglegur.

Lonicera caerulea var. altaica 'Þokki'

 Blátoppur 'Þokki'

 Þéttvaxinn 1,5-2 m. Gulhvít blóm, dökkblá ber.

 Góður í limgerði, harðgerður. Vindþolinn.

Lonicera deflexicalyx

 Gultoppur

 1-3 m. Gul blóm í júlí, rauð ber á haustin. Vind- og

 saltþolinn. Stórvaxinn og breiður runni, vindþolinn.

Lonicera hispida

 Klukkutoppur

 1-2 m. Stór fölgul klukkulaga blóm í júní-júlí, aldin

 appelsínugult í júlí-ágúst. Vindþolinn, skuggþolinn,

 blómviljugur.

Lonicera involucrata

 Glótoppur

 1-2,5 m. Rauðgul blóm, umlukin rauðum háblöðum í

 júlí-ágúst. Harðgerður, vindþolinn, skuggþolinn. Þolir

 vel klippingu.

Lonicera involucrata 'Kera'

 Glótoppur 'Kera'

 2-3 m. Rauðgul blóm, umlukin rauðum háblöðum í

 júlí-ágúst. Harðgerður, vindþolinn, skuggþolinn. Þolir

 vel klippingu.

Lonicera involucrata 'Marit'

 Glótoppur 'Marit'

80-100 cm. Rauðgul blóm, umlukin rauðum háblöðum

 í  júlí-ágúst. Harðgerður, vindþolinn, skuggþolinn.

 Þolir vel klippingu.

Lonicera myrtillus

 Bjöllutoppur

 80-100 cm. Fölgul lítil ilmandi blóm í júní-júlí.

 Fínlegur frekar gisinn runni. Þrífst best á skuggsælum

 stað.

Lonicera nigra

 Surtartoppur

 1-4 m. Bleik blóm í júní-júlí. Harðgerður, vindþolinn,

 skuggþolinn.

Lonicera periclymenum

 Skógartoppur

 Klifurplanta, 2-4 m. Gul blóm í júlí-ágúst, ilmandi.

 Rauð óæt ber í klösum. Vind- og skuggþolinn. Þarf

 víra eða grind til að klifra eftir.

Lonicera periclymenum 'Belgica'

 Skógartoppur

 'Belgica'

 Klifurplanta 2-4 m. Með gul / rauð tvílit blóm í júlí-

 ágúst. Svört óæt ber í klösum. Sól eða hálfskugga.

 Þarf víra eða grind til að klifra eftir.

Lonicera periclymenum 'E. Brand'

 Skógartoppur

 'E. Brand'

 Klifurplanta 2-4 m. Með gul og rauð tvílit blóm í júlí-

 ágúst. Svört óæt ber í klösum. Sól eða hálfskugga.

 Þarf víra eða grind til að klifra eftir.

Lonicera pileata

 Vetrartoppur

 Sígrænn, 30-60 cm. Ljósgul ilmandi lítil blóm í júní-

 júlí. Fjólublá ber. Saltþolinn, vindþolinn. Þrífst vel í

 skugga. Þolir klippingu mjög vel.

Lonicera tatarica 'Arnold Red'

 Rauðtoppur

 'Arnold Red'

 2-4  m. Rauð blóm í júlí. All harðgerður og

 nægjusamur, Nokkuð vindþolinn. Blómviljugur.

Lonicera xylosteum

 Dúntoppur

 2-3 m. Gulhvít blóm í júlí. Rauð óæt ber að hausti.

 Meðalarðgerður. Sól eða hálfskugga. Vindþolinn. Þarf

 að snyrta runnann reglulega,

Malus domestica

'Astrakan Storklar'

 Eplatré 

 'Astrakan Storklar'

 Sænskt yrki frá Finnlandi. Stór ljósrauð epli, safarík

 og sæt á bragðið. Þarf annað yrki með sér.

 Sumarepli.

Malus domestica 'Bergius'

 

 Eplatré  'Bergius'

 Sænskt yrki frá Finnlandi. Hvít blóm í júní. Safarík 

 rauð epli. Gefur góða uppskeru. Þarf annað yrki með

 sér. Góður frjógjafi. Sumarepli

Malus domestica

'Borgovskoje'

 Eplatré

 'Borgovskoje'

 Rússneskt yrki frá Finnlandi. Ljósgul epli, sæt á

 bragðið. Gefur góða uppskeru. Þarf annað yrki með

 sér. Sumarepli.

Malus domestica 'Discovery'

 

 Eplatré 'Discovery'

 Enskt yrki frá Essex.Blómgast í maí-júní. Rauð, lítil

 og safarík epli. Þarf t.d. Guldborg, James  Grieve,

 Skovfoged, Transparente Blanche.

 

Malus domestica 'Elstar'

 

 Eplatré 'Elstar'

 Hollenskt yrki. Afbrigði af Golden Delicious. Þétt og

 breiðvaxið tré. Meðalstór, rauðgul epli. Þarf   t.d.

 Discovery,  Guldborg, James Grieve, Transparente

 Blanche

Malus domestica 'Förlovningsápple'

 Eplatré

 'Förlovningsápple'

 Sænskt yrki frá Finnlandi. Gulhvítt epli, stórt og

 safaríkt. Geymist ekki. Gefur góða uppskeru.

 Þarf annað yrki með sér. Sumar- haustepli.

Malus domestica 'Gallen'

 Eplatré

 'Gallen'

 Finnskt yrki. Ljósgult epli, ilmar. Örlítið súrt og  

 safaríkt. Þarf annað yrki með sér. Sumarepli.

Malus domestica 'Guldborg'

 Eplatré 'Guldborg'

 Danskt yrki. Hvít blóm í maí-júní. Bragðgóð rauðleit

 epli. Þarf t.d. Discovery, James Grieve, Skovfoged,

 Transparente Blanche

Malus domestica 'Huvitus'

 Eplatré

 'Huvitus'

 Finnskt yrki. Lítið til meðalstórt epli, rautt og safaríkt.

 Smávaxið tré, sem gefur góða uppskeru. Þarf annað

 yrki með sér.  Nauðsynlegt er að grisja eplin.

 Sumarepli.

Malus domestica

'James Grieve'

 Eplatré 

 'James Grieve'

Yrki frá Skotlandi.  Hvít blóm í maí-júní.  Meðalstór

 rauðgræn bragðgóð  og safarík epli. Hálf

 sjálffrjóvgandi en þroskar epli betur með öðru yrki. 

 t.d. Guldborg, Skovfoged, Transparente Blanche,

 Discovery.

Malus domestica 'Junost'

 Eplatré 'Junost'

 Rússneskt yrki frá Finnlandi. Frekar stórvaxið tré.

 Meðalstórt gult epli. Sætt og safaríkt. Þarf annað yrki

 með sér. Sumarepli.

Malus domestica 'Katinka'

 Eplatré 'Katinka'

 Ávaxtatré, 3-4 m. Meðalstór, gulrauð, bragðgóð epli.

 Þarf t.d. Discovery, Guldborg, Blanche, Skovfoged

 James Grieve, Röd Ananas, Transparente Blanche.

 

Malus domestica 'Katja'

 

 Eplatré 'Katja'

 Ávaxtatré. Blómgast í maí-júní. Rauðgul, safarík,

 ilmandi epli. Þarf t.d. Guldborg, James Grieve, 

 Skovfoged, Transparente Blanche.

Malus domestica

'Katja Balsgárd'

 Eplatré

 'Katja Balsgárd'

 Ávaxtatré, 3-5 m. Hvít blóm í júní. Hægvaxta.

 Gulgræn safarík, ilmandi epli. Þarf  t.d. Guldborg,

 Skovfoged, Transp.Blanche, Röd Grásten, Bergius.

Malus 'Red Silver'

 Skrautepli

 2-4 m einstofna tré. Fínleg blöð, dökkgræn með

 rauðleitum blæ. Ljósbleik blóm í júní, þroskar varla

 aldin, en þau eru óæt. Skjól og bjartan stað.

Malus domestica

'Röd Ananas'

 Eplatré 

 'Röd Ananas'

 Ávaxtatré, 3-4 m. Bragðgóð, lítil, ljósrauð epli. Þarf

 t.d. Discovery, Guldborg, Katinka, Skovfoged,

 Transparente Blanche, James Grieve

Malus domestica

'Röd Grásten'

 Eplatré

 'Röd Grásten'

 Ávaxtatré, 3-4 m. Hvít blóm í júní. Bragðgóð, stór,

 rauðgul epli. Þarf t.d. Discovery, Guldborg, Katinka,

 James Grieve, Transparente Blanche, Röd Ananas.

Malus domestica

'Röd Sävstaholm'

 Eplatré

 'Röd Sävstaholm'

 Ávaxtatré. Hvít blóm í maí-júní. Harðgert sænskt

 yrki. Rauð epli. Þarf t.d. Guldborg, James Grieve,

 Transparente Blanche.

Malus domestica 'Saarjárvi Röd'

 Eplatré 

 'Saarjárvi Röd'

 Finnskt yrki. Meðalstórt rautt epli. Góður ilmur,

 svolítið súrt. Þarf annað yrki með sér. Haustepli.

Malus domestica 'Silva'

 Eplatré  

 'Silva'

 Sænskt yrki frá Finnlandi. Gulgræn meðalstór, stór

 epli. Sumarepli.

Malus domestica

'Skovfoged'

 Eplatré

 'Skovfoged'

 Ávaxtatré. Meðalstór rauð epli. Þarf t.d. Guldborg,

 Discovery, Transparente Blanche, James Grieve.

Malus domestica 'Transparante Blanche'

 Eplatré

 'Transparante

 Blanche'

 2-5 m. Fölbleik blóm í maí-júní. Hálfsjálffrjóvgandi.

 sól og skjól. Næringarríkan jarðveg. Á helst ekki að  

 klippa plöntuna. Gulhvítt aldin. Guldborg og James

 Grieve eru góðir frjógjafar. Sumarepli.

Malus domestica 'Vuokko'

 Eplatré 'Vuokko'

 Finnskt yrki. Hvít blóm i júní. Safarík,

 meðalstór/ stór græn epli. Fljótvaxið og gefur góða uppskeru. Þarf annað yrki með sér. Sumarepli.

Microbiota decussata

 Dverglífviður

 Sígrænn 20-30 cm. Jarðlægur, þekjandi runni.

 Harðgerður. Nægjusamur. Barrið er grænt á sumrin,

 en verður bronslitað yfir veturinn.

Myrica gale 'Gosi'

 Mjaðarlyng 'Gosi'

 30-100 cm. Yrkið er úrval úr Alaskasöfnun '85.

 Rauðir áberandi reklar á vorin, blöðin ilmandi og

 notuð í  snafsa. Þurran bjartan stað, kelur smávegis.

. Gróðrarstöðin Storð | Ferjuvegur 1 | 806 Selfoss | Sími 564-4383 | stord@stord.is