Stilkrósir og stórblómandi rósir

Listinn er birtur með fyrirvara um prentvillur og ekki er víst að allar plönturnar séu alltaf til hjá okkur í stöðinni.

Nafn rósar

 Lýsing

'Chicago Peace'

 Bleik og fölgul fyllt blóm í ágúst. Ilma örlítið. 80-100 cm.

'Dronning Ingrid'

 Appelsínugul fyllt blóm í ágúst. Ilmar. 80-100 cm.

'Duftwolke'

 Eldrauð stór fyllt blóm í ágúst. Ilmar mikið. 80-100 cm.

'Ena Harkness'

 Stór dumbrauð blóm í ágúst. Ilmar mikið. 60-80 cm.

'Hanne'

 Djúprauð fyllt, mikið ilmandi blóm í ágúst. 60-70 cm.

'Königin der Rosen'

 Laxaappelsínugul þéttfyllt blóm í ágúst. Ilmar aðeins. 60-90 cm.

'Nostalgie'

 Kremhvít og bleik, lausfyllt blóm í ágúst. Ilmar aðeins. 60-80 cm.

'Pascali'

 Hvít fyllt blóm með kremgulri miðju í ágúst. Ilmar ekki. 80-100 cm.

'Peace'

 Stór fölgul fyllt blóm með ljósbleikum kanti í ágúst. Ilmar örlítið.

 80-100 cm.

'Peer Gynt'

 Stór kanarígul fyllt blóm með bleikum blæ í ágúst. Ilmar örlítið. 60-90 cm.

'Piccadilly'

 Lausfyllt tvílit dökkrauð og gul blóm í ágúst. Ilmar örlítið. 60-80 cm.

 Þarf ekki mikla sól.

'Queen Elizabeth'

 Mjög stór bleik þéttfyllt blóm í ágúst. Ilmar. 80-100 cm.

'Super Star'

 Skær rauðbleik fyllt, mikið ilmandi blóm í ágúst. 80-100 cm.

'Troika'

 Stór bronsgul fyllt blóm í ágúst. Ilmar. 70-100 cm.

. Gróðrarstöðin Storð | Ferjuvegur 1 | 806 Selfoss | Sími 564-4383 | stord@stord.is