Fjölært íslenskt I-P

Listinn er birtur með fyrirvara um prentvillur og ekki er víst að allar plönturnar séu alltaf til hjá okkur í stöðinni.

Íslenskt heiti

Latneskt heiti

Lýsing

Ilmfjóla 'Albiflora'

Viola odorata 'Albiflora'

15-30 cm. Hvít ilmandi blóm i júní-ágúst. Meðalrakan,

léttan, jarðveg, þolir hálfskugga. Meðalharðger.

Ilmfjóla

'Königin Charlotte'

Viola odorata

'Königin Charlotte'

10-20 cm. Fjólublá ilmandi blóm í júní-ágúst. Meðalrakan, léttan, jarðveg, þolir hálfskugga. Meðalharðger.

Indíánakrans

Monarda didyma

80-110 cm. Körfublóm í blönduðum litum í krönsumí júlí-september. Öll plantan ilmar. Hentar til afskurðar. Bjartan stað, næringarríkan, léttan jarðveg. Þarf uppbindingu. Harðgerð.

Indíánavatnsberi 'Biedermeier'

Aquilegia caerulea-hybr. 'Biedermeier'

20-35 cm. Lútandi blóm í mörgum litum í júní-ágúst. Harðgerður.

Indíánavatnsberi

'Crimson Star'

Aquilegia caerulea-hybr. 'Crimson Star'

40-60 cm. Tvílit rauð og hvít stór blóm, með stóra spora í júní-ágúst. Harðgerður.

Indíánavatnsberi 'Koralle'

Aquilegia caerulea- hybr. 'Koralle'

40-60 cm. Rauð blóm með gulri miðju í júní-ágúst. Harðgerður.

Indíánavatnsberi

'Red Hobbit'

Aquilegia caerulea-hybr. 'Red Hobbit'

20-35 cm. Rauð blóm með kremhvítri miðju í júlí-september. Harðgerður.

Ígulstrokkur

Phyteuma scheuchzeri

20-40 cm. Djúpblá blóm í kúlulaga sveip í júlí-ágúst. Léttan, kalkríkan jarðveg. Bjartan stað. Harðger.

Jakobsstigi

Polemonium coeruleum

60-90 cm. Himinblá blóm í þéttum toppum í júlí-ágúst.

Frjóan, meðalrakan jarðveg. Þolir hálfskugga. Harðgerður. Sáir sér töluvert.

Jakobsstigi, hvítur

Polemonium coeruleum f. album

60-90 cm. Hvít blóm í þéttum toppum í júlí-ágúst. Frjóan, meðalrakan jarðveg. Þolir hálfskugga. Harðgerður. Sáir sér töluvert.

Japanshosta / Bylgjubrúska

Hosta undulata var. univittata

30-50 cm. Ljósfjólublá blóm í júlí-ágúst. Þéttur blaðbrúskur af mjóum grænum blöðum, með hvíta/fölgula miðju. Kýs skugga, hálfskugga. Djúpan, næringarríkan rakaheldin jarðveg. Hentar vel í kanta við læki og tjarnir og sem undirgróður.

Japansmura

Potentilla megalantha

20-30 cm. Gul, stór blóm í júlí-ágúst. Þrífingruð kafloðin

blöð, frekar grófgerð. Bjartan stað, léttan jarðveg.

Harðgerð.

Jónsmessuhnoðri

Sedum telephium

(S. telep.ssp. telephium)

25-60 cm. Ljósbleik til rósrauð blóm í breiðum sveipum í

ágúst-október. Dökkgræn gróftennt laufblöð. Harðger, léttan sendinn jarðveg. Bjartan stað.

Jónsmessuhnoðri 'Emperor‘s Waves'

Sedum telephium 'Emperor‘s Waves'

20-40 cm. Rauð blóm í breiðum sveipum í ágúst-október. Dökk blágræn laufblöð. Harðger, léttan sendinn jarðveg. Bjartan stað.

Júlíulykill

Primula juliae

5-10 cm. Rauðfjólublá blóm í maí-júlí. Gljáandi gróftennt laufblöð, myndar breiður. Léttan, frjóan, meðalrakan jarðveg. Harðgerður.

 

Kalksóley

Ranunculus parnassifolius

5-10 cm. Stór snjóhvít blóm í júní-júlí. Dökkgræn þykk

laufblöð, stendur lengi, harðgerð, sáir sér. Meðalrakan,

frjóan jarðveg. Þolir hálfskugga.

Kanadagullhrís

'Golden Baby'

Solidago canadensis 'Golden Baby'

50-70 cm. Gular blómkörfur í júlí-september. Þolir

hálfskugga, léttan jarðveg.

Kanadavatnsberi

'Little Lanterns'

Aquilegia canadensis

'Little Lanterns'

20-30 cm. Blómstrar á 2. ári. Bleik blóm i júní-ágúst. Harðgerður.

Kanadavatnsberi

'Pink Lanterns'

Aquilegia canadensis

'Pink Lanterns'

20-30 cm. Blómstrar á 2. ári. Bleik blóm i júní-ágúst. Harðgerður.

Kastaníulauf

Rodgersia aesculifolia

80-100 cm. Hvít eða fölbleik lítil blóm í klasa í júlí-ágúst. Stór handskipt rauðleit blöð. Skuggþolið, þarf skjól. Frjóan, rakan jarðveg. Harðgert.

Kattablóm

Nepeta x faassenii

30-50 cm. Ljósfjólublá blóm í löngum klösum í júlí-

september. Harðgerð. Grágræn ilmandi blöð. Þurran,

bjartan stað. Gróskumikil.

Keisarafingur

Calamintha grandiflora

20-60 cm. Stór bleik blóm í krönsum í blaðöxlum í júlí-ágúst. Ilmar. Rakaheldinn jarðveg.

Kínabjalla / Alpabjalla

Cortusa matthioli f. pekinensis

20-40 cm. Bleik trektlaga lútandi blóm í júní-ágúst. Breiðar, þétthærðar blaðhvirfingar. Blómin aðeins stærri en á aðaltegundinni.  Sól, hálfskugga. Góð sem undirgróður.  Harðgerð.

Kínablóm

Astilbe chinensis var. Pumila

Bleik blóm í keilulaga klasa í ágúst-sept. 15-30 cm á hæð. Dálítið skriðult, þolir þurrk.

Kínaglóð

Incarvillea mairei

20-40 cm. Stórar rauðbleikar klukkur með hvítum rákum í  blómgin í júlí-ágúst. Meðalharðger, ágætt að vetrarskýla með t.d.laufi eða greinum. Kemur frekar seint upp á vorin.  Venjuleg garðmold, meðalrök. Þolir hálfskugga.

Kínanípa / Hamranípa

Nepeta subsessilis

'Pink Dreams'

30-50 cm. Bleik blóm í júlí-september. Léttan, jarðveg, þolir hálfskugga. Harðger. Ilmandi dökkgræn blöð.

Kjarrmenta

Origanum vulgare

Kryddjurt. 30- 60 cm. Bleik blóm í júlí-september. Léttan, sendinn jarðveg, þolir hálfskugga. Lauf eru notuð og ferskir mjúkir stönglar. Harðgerð.

Klappamura

Potentilla rupestris

40-50 cm. Stór, snjóhvít blóm í júlí-ágúst, fjöðruð blöð.  

Blómviljug. Bjartan stað, léttan jarðveg. Harðgerð.

Klausturstrokkur

Phyteuma charmelii

20-30 cm. Blá blóm í egglaga kolli í júlí-ágúst. Léttan,

kalkríkan jarðveg. Bjartan stað. Harðger.

Klettadiskur

Ramonda myconii

10 cm. Fjólublá blóm i júní-júlí. Þéttar loðnar blaðhvirfingar. Skuggþolin, þolir ekki bleytu.

Klettafrú

Saxifraga cotyledon

30-50 cm. Hvít blóm í löngum skúf í júlí. Spaðalaga sígræn blöð í reglulegum stofnhvirfingum. Bjartan stað, léttan jarðveg, harðgerð. Góð í steinhæðir. Íslensk planta.

Klettaroði

'Palace Purple'

Heuchera micrantha 'Palace Purple'

50-60 cm. Lítil grængul blóm í júní-ágúst, er með rauðleit sígræn blöð. Verðlaunað yrki, flott garðplanta. Skuggþolinn, rakan, næringarríkan jarðveg. Nokkuð harðgerður.

Klukkuhnoðri

Rhodiola dumulosa

10-30 cm. Hvít blóm í júní-ágúst. Rauð fræhýði á haustin.  Vex í hálfkúlu. Rauðleitir stönglar. Bjartan stað, þurran, framræstan jarðveg.

Klukkuvöndur

Gentiana septemfida var. lagodechiana

40-45 cm. Himinblá blóm í ágúst-september. Auðveldur í ræktun, harðger. Frjóan léttan jarðveg. Þolir hálfskugga. Góður í steinhæðabeð.

Kornblóm

Centaurea nigra

60-80 cm. Stór, bleikfjólublá, þéttfyllt blóm í ágúst-september. Harðger. Sáir sér. Léttan jarðveg.

Kóngaljós / Kóngakyndill

Verbascum longifolium

100-150 cm. Háir blómstönglar með stórum gulum blómum í júlí-ágúst. Stór hvítloðin blöð í hvirfingu. Bjartan stað, léttan jarðveg. Meðalharðgert. Getur verið skammlíf, þarf að halda við með sáningu. Þarf uppbindingu og skjól.

Kóngulóarlaukur

Sempervivum arachnoideum

10-15 cm. Stór rósrauð blóm á þykkum stönglum í júlí-

ágúst. Þéttar, sígrænar, hærðar blaðhvirfingar. Þurran,

bjartan stað. Góð þekjuplanta, harðger.

Kóralhnoðri

Sedum album 'Murale'

10-15 cm. Bleik blóm í júlí. Sígræn, rauðleit fínleg blöð.

Bjartan stað, þurran, sendinn jarðveg. Harðgerður. Góð þekjuplanta.

 

Kósakkadepla

Veronica gentianoides

30-80 cm. Ljósblá blóm í löngum klösum í júní-ágúst. Þykk lensulaga laufblöð. Þolir hálfskugga. Léttan, frjóan jarðveg. Harðgerð.

Krossvöndur

Gentiana cruciata

20-40 cm. Fagurblá blóm í júlí-september. Hentar vel í steinhæðabeð. Þéttar blaðhvirfingar. Frjóan léttan jarðveg. Harðger, en þolir illa flutning. Þolir hálfskugga.

Krónuhnoðri

Rhodiola rhodantha

20-40 cm. Stór upprétt dökkbleik klukkulaga blóm í sveip á háum stönglum í júní-ágúst. Kúlulaga vöxtur. Bjartan stað, þurran jarðveg.

Kúlulykill

Primula denticulata

20 -30 cm. Rauðfjólublá blóm í kúlulaga kolli í maí-júní.

Frekar viðkvæmur, getur verið skammlífur. Til eru afbrigði með hvítum, rauðum og fjólubláum litum. Þolir hálfskugga. Bjartan stað. Léttan, frjóan meðalrakan jarðveg.

Kvöldljós

Oenothera acaulis var. lutea

5-10 cm. Blöð minna á fíflablöð. Gul stór blóm sem opnast á kvöldin. Léttan, sendinn jarðveg. Sólríkan og skjólsælan stað.

Kögrakornblóm

Centaurea uniflora ssp. nervosa

40-50 cm. Rauðfjólublá blóm í júlí-ágúst. Myndar þétta brúska. Harðger, léttan jarðveg.

Kögurkolla

Tellima grandiflora

50-70 cm. Gulgrænum blómum í ágúst-september.

Skuggsælan stað, rakan, næringarríkan jarðveg. Góð sem undirgróður. Sáir sér töluvert.

Körfuburkni

Matteuccia struthiopteris

80-100 cm. Stór og kraftmikill burkni. Blöðin raða sér í

reglulegan hring og mynda eins konar körfu. Líkist mjög stóraburkna. Harðgerður og skriðull. Skuggþolinn. Meðalrakan, frjóan jarðveg.

 

Langdepla

Veronica longifolia

70-80 cm. Lítil, dökkfjólublá blóm í löngum klösum í júlí-

september. Harðgerð. Þolir hálfskugga. Léttan, frjóan

jarðveg.

Langdepla 'Alba'

Veronica longifolia 'Alba'

70-80 cm. Lítil, hvít blóm í löngum klösum í júlí-september. Harðgerð. Þolir hálfskugga. Léttan, frjóan jarðveg.

Langdepla

'Rote Töne'

Veronica longifolia

'Rote Töne'

70-80 cm. Lítil, bleik blóm í löngum klösum í júlí-september. Harðgerð. Þolir hálfskugga. Léttan, frjóan jarðveg.

Laugadrottning 'Rosafeder'

Dianthus gratianopolitanus

'Rosafeder'

15-20 cm. Bleik meðalstór blóm í júlí-ágúst. Myndar breiður, þéttur vöxtur. Bjartan stað og léttan, sendinn jarðveg. Blómviljug og harðgerð.

Laugadrottning 'Sternkissen'

Dianthus gratianopolitanus

'Sternkissen'

10-15 cm. Bleik blóm í júlí-ágúst. Myndar breiður, þéttur vöxtur. Bjartan stað og léttan, sendinn jarðveg. Blómviljug og harðgerð.

Límberi

Lychnis viscaria

20-40 cm. Bleik blóm í klösum í júní-júlí. Léttan, sendinn jarðveg. Bjartan stað, blómviljugur. Harðgerður.

 

Límlykill

Primula viscosa

(P.latifolia)

10 cm. Fjólublá ilmandi blóm í maí-júní. Breið og nokkuð löng blöð með límkenndum litlausum kirtilhárum. Léttan rakan jarðveg. Þolir hálfskugga, harðger.

Ljósahnoðri

Sedum album

10-15 cm. Hvít blóm í júlí. Sígræn fínleg blöð. Bjartan stað, þurran, sendinn jarðveg. Harðgerður. Góð þekjuplanta.

Ljósberi

Lychnis alpina

10-20 cm. Fölbleik, rósrauð, blóm í klösum í júní-júlí.

Léttan, sendinn jarðveg. Bjartan stað. Harðgerður. Íslensk planta.

Lundahæra

Luzula maxima

Skrautgras, 50-80 cm. Hvít blóm í sveipum á stöngulendum í júlí-ágúst. Gisinn brúskur, upprétt löng blöð. Rakan, meðalfrjóan jarðveg. Þolir hálfskugga. Harðgert.

Læknajurt

Pulmonaria officinalis

30-40 cm. Rauðbleik blóm i maí-júní, sem verða fjólublá. Blöðin eru grófhærð og með litla ljósa bletti. Skuggþolin og harðgerð. Frjóan, djúpan rakaheldin jarðveg.

Melasól 

Papaver radicatum

20-40 cm. Gul, bleik eða hvít blóm í júlí. Sáir sér 

mikið. Léttan, sendinn jarðveg. Íslensk planta.

Meyjarskjöldur

'Dark Beauty'

Ligularia dentata

'Dark Beauty'

80-100 cm. Stórar dökkgular blómkörfur í sveipum í júlí-september. Stór rauðleit blöð. Frjóan, rakan jarðveg. Bjartan stað, en þolir hálfskugga. Harðger.

 

Mjallhæra

Luzula nivea

Skrautgras, 40-50 cm. Hvít blóm í sveipum á stöngulendum í júlí-ágúst. Mjó blöð, Blaðrendur hvíthærðar. Myndar toppa. Harðger. Rakan, meðalfrjóan jarðveg.

Mjólkurjurt /

Vörtumjólk

Euphorbia polychroma

(E. epithymoides)

30-50 cm. Gul blóm og háblöð í júní-júlí. Uppréttur kúlulaga vöxtur. Léttan, rýran jarðveg og bjartan stað. Harðgerð.

Mjólkursnotra 'Rubra'

Anemone multifida 'Rubra'

20-30 cm. Rauðbleik blóm í júní-júlí. Léttur framræstur jarðvegur.

Morgunroði

Heuchera sanguinea

40-50 cm. Lítil rauð blóm í löngum klasa í júní-júlí. Harðger. Skuggþolinn, rakan, næringarríkan jarðveg.

Moskusrós

Malva moschata

50-60 cm. Rósrauð skállaga blóm í ágúst. Þarf uppbindingu og bjartan stað. Frjóan, meðalrakan jarðveg. Ilmar vel.

Moskusrós 'Alba'

Malva moschata 'Alba'

50-60 cm. Hvít skállaga blóm í ágúst. Þarf uppbindingu og bjartan stað. Frjóan, meðalrakan jarðveg. Ilmar vel.

Móðulauf

Acaena inermis

10-15 cm. Fínleg, skuggþolin þekjuplanta.  Rauðbrúnir blómkollar í júlí-ágúst. Myndar breiður með tímanum, greinar skjóta rótum. Harðgerð. Góð sem botngróður.

Munkahetta 'Nana'

Lychnis flos-cuculi 'Nana'

10 cm. Ljósbleik blóm með brúnrauðan bikar í júní-júlí.

Meðalrakan, frjóan jarðveg.

Musterisblóm

Astilbe x arendsii

Rauð, bleik eða hvít blóm í ágúst- sept. Rakan jarðveg, skuggþolið.

Músagin

Cymbalaria pallida

5-10 cm. Fjólublá blóm með hvítt gin í júlí-ágúst. Skriðult, harðgert. Þurran, léttan jarðveg. Gott í hleðslur. Bjartan stað.

Mýramjólk

Euphorbia palustris

80-100 cm. Dökkgul blóm og háblöð í júní-júlí. Uppréttur kúlulaga vöxtur. Rakan stað, þolir hálfskugga. Þarf uppbindingu. Harðgerð.

Mörtulykill

Primula auricula

10-15 cm. Stór, gul, mélug ilmandi blóm í maí-júní. Þykk

blöð í stofnhvirfingu. Léttan, frjóan, meðalrakan jarðveg. Bjartan stað. Harðger. 

Náðarjurt

Gratiola officinalis

30-40 cm. Hvít blóm í blaðöxlum í júlí-ágúst. Uppréttir stönglar. Harðger, skuggþolin. Mjög eitruð. Þolir raka.

Nálasteinbrjótur

Saxifraga x apiculata

10 cm. Stór gul blóm í mái-júní. Grágræn sígræn blöð í

litlum hvirfingum. Harðgerður, fínlegur, góður í steinhæðir. Jafnrakan, léttan og frekar rýran jarðveg. Bjartan stað. Hægvaxta.

Netluklukka

Campanula trachelium

70-90 cm. Fjólublá blóm á háum stönglum í júlí-ágúst. Þolir skugga. Léttan jarðveg.

Nunnuþrúgur

Actaea rubra

50-70 cm. Lítil hvít blóm á stöngli í júní-júlí, rauð ber í ágúst. Skuggþolin planta, hentar sem undirgróður. Berin eru eitruð.

Nýrnajurt

Pulmonaria saccharata

30-40 cm. Rauðbleik blóm í júní-ágúst. Blöðin eru grófhærð og með ljósa bletti, sem stækka eftir því sem líður á sumarið. Skuggþolin og harðgerð. Frjóan, djúpan akaheldin jarðveg.         

Oddahnoðri

Sedum oreganum

10-15 cm. Gul blóm í júlí-ágúst. Bjartan stað, þurran, léttan jarðveg. Harðgerður. Góð þekjuplanta.

Ólympíukyndill

Verbascum olympicum

150-200 cm. Skærgul blóm á löngum greinóttir stönglum í júlí-ágúst. Tvíær. Þarf stuðning og skjól, bjartan stað. Léttan jarðveg.

Penstemon digitalis 'Husker‘s Red'

Penstemon digitalis 'Husker‘s Red'

70-90 cm. Hvít blóm á háum stöngli í júlí-september.

Bjartan stað, gæti þurft stuðning. Rauðbrúnt lauf í brúsk. Léttan jarðveg. Blómviljug og harðgerð.

Perlusjóður

Thlaspi rotundifolium

5-10 cm skriðul planta. Ljósfjólublá blóm í þéttum klasa í apríl-maí. Sígræn blöð. Léttan, sendinn jarðveg, bjartan stað. Harðger. 

Piparmynta

Mentha x piperita

Kryddjurt. 40-60 cm. Brúnleit blöð. Blómstrar seint hér, ef hún nær því. Sterkt myntubragð af blöðunum. Harðgerð og skriðul.

Polemonium yezonense 'Purple Rain'

Polemonium yezonense

'Purple Rain'

40-50 cm. Fjólublá stór blóm í júlí-ágúst. Laufblöð eru

rauðbrún, eða græn með rauðbrúnum blæ. Þolir hálfskugga, Léttan, meðalrakan jarðveg. Harðger.

Polypodium vulgare

Polypodium vulgare

30-60 cm. Sígrænn burkni. Þéttur brúskur. Kýs álfskugga, rakan, léttan jarðveg. Meðalharðger.

Postulínsblóm /

Skuggasteinbrjótur

Saxifraga x urbium

20-30 cm. Hvít blóm með rauðum dröfnum í júní-ágúst.

Sígræn spaðalaga blöð, sem mynda breiður. Skuggþolið, má þurrka. Léttan jarðveg. Harðgert.

Postulínsblóm, smágert

Saxifraga x urbium var. primuloides

20-30 cm. Hvít blóm með rauðum dröfnum í júní-ágúst.

Smágerð sígræn spaðalaga blöð, sem mynda breiður.

Skuggþolið, má þurrka. Léttan jarðveg. Harðgert. Mun

fínlegra en aðaltegundin.

Postulínsblóm 'Variegata'

Saxifraga x urbium 'Variegata'

20-30 cm. Hvít blóm með rauðum dröfnum í júní-ágúst.

Sígræn, gulflikrótt spaðalaga blöð, sem mynda breiður.

Skuggþolið, má þurrka. Léttan jarðveg. Harðgert.

Prestabrá

'Silberprinzesschen'

Leucanthemum maximum

40 cm. Stór hvít blóm með gula miðju í ágúst-september. Harðgerð, blómviljug. Bjartan, þurran stað.(Chrysanthemum maximum, C. x superbum)

Purpuraþistill

Cirsium helenioides

60-100 cm. Stór blöð, hvítloðin á neðra borði. Stór bleik blóm í júlí-ágúst. Mjög skriðull. Harðgerður.

. Gróðrarstöðin Storð | Ferjuvegur 1 | 806 Selfoss | Sími 564-4383 | stord@stord.is