Matjurtir

Matjurtir þurfa hlýjan og skjólgóðan vaxtarstað til að ná að dafna og þroskast og gefa af sér góða uppskeru. Hver planta þarf gott vaxtarrými, og er vaxtarrými hverrar tegundar tiltekið í tegundarlýsingu. Á veðrasömum stöðum getur verið sniðugt að breiða akrýldúk yfir jurtirnar fyrstu 2-3 vikur vaxtartímans.

Listinn er birtur með fyrirvara um prentvillur og ekki er víst að allar plönturnar séu alltaf til hjá okkur í stöðinni.


Nafn

 Lýsing

Blaðsalat

 Ýmsar tegundir. Harðgert. Uppskera frá júní-júlí. Þarf góða vökvun á  

 vaxtartímanum. 10-20  cm millibil.

Blómkál

 Hægvaxta, þarf góða vökvun á vaxtartímanum. 30-40 cm millibil.

Blöðrukál

 Harðgert. Þéttur haus, stór og gróf (blöðrótt) blöð.   Uppskera frá ágúst.

 25 x 30 cm millibil.

Dill

 Kryddplanta. Blöðin eru notuð. Harðgert. 15–20 cm millibil.

Fennel

 Kryddplanta. Fræin eru notuð. 15 cm millibil.

Fennel 'Rondo'

 Hraðvaxta hvítur kúlulaga hnaus. Uppskera frá júlí-ágúst. 20 cm millibil.

Graslaukur

 Kryddplanta. Hraðvaxta og harðgerður. 20-25 cm millibil.  Uppskera frá

 júní og út sumarið.

Grænkál

 Harðgerðasta kálið, getur staðið fram að jólum. 25-30 cm millibil.

Gulrófur 'Kálfafell'

 Vaxa best í fremur sendnum jarðvegi. 20-25 cm. Þarf góða vökvun á

 vaxtartímanum.

Hnúðkál

 Gulhvít eða rauð 'rót' sem vex ofanjarðar. Sætt bragð. Uppskera frá júlí.

 Þarf góða vökvun á vaxtartímanum. 25 cm millibil.

Hvítkál

 Þéttir hausar. Harðgert, þolir allt að -3 °C. 35-40 cm millibil. Uppskera

 frá júlí- ágúst. Þarf góða vökvun á vaxtartímanum.

Höfuðsalat

 Ýmsar tegundir. Bragðgott salat sem myndar höfuð. Hægt að týna blöðin

 utan af plöntunni á vaxtartímanum. 25 cm.millibil. Þarf góða vökvun á

 vaxtartímanum.

Íssalat

 Harðgert, þolir lágan næturhita. Myndar höfuð. 25 cm millibil.

Jarðarber

 Vaxa best í sólreit, varin gegn fuglum. 25 cm millibil. Gott er að klippa  

 renglurnar  af yfir sumarið til að kraftur plöntunnar fari frekar í blómmyndun.  

 Einnig er gott að taka renglurnar til að fjölga plöntunum og til að halda þeim

 við.

Kínakál

 Ýmsar tegundir. Harðgert, mynda ýmist haus eða ekki. Sætt á bragðið.

 20–25 cm millibil.

Klettasalat

 Harðgert og hraðvaxta. Fljótlega hægt að týna af plöntunni. 20–25 cm

 millibil.

Kóriander

 Kryddplanta. Hraðvaxta, harðgert. 30-40 cm hátt. Uppskera allt sumarið. 

 15–20 cm millibil.

Mynta

 Kryddplanta. Brúnleit blöð. Blómstrar ekki hér. Sterkt piparmyntubragð af    

 blöðunum.

Púrrur

 Laukur. Harðgerður. Byrja að gera ca. 15 cm djúpa rauf, þar sem laukunum er

 plantað með 10–15 cm millibili. Eftir því sem laukurinn vex og stækkar, þá er

 mold mokað upp að honum til að hafa neðri hlutann hvítan og mjúkan.

Rabarbari

 Frjóan jarðveg, harðgerður. 50-100 cm millibil.

Rauðkál

 Frekar viðkvæmt, þarf hlýjan vaxtarstað. Myndar þéttan haus. 30-40 cm

 millibil. Uppskera frá ágúst.

Rauðrófur

 Vilja frekar sendinn jarðveg, harðgerðar. 15–20 cm millibil. Uppskera frá júlí.

Rósakál

 Hægvaxta, þarf gott skjól og hlýju. 30-40 cm millibil. Uppskera frá ágúst.

Sellerí

 Harðgert. Þarf góða vökvun á vaxtartímanum. 25 cm millibil.

Sítrónublóðberg

 Kryddplanta. Harðgerð. Lágvaxin þekjuplanta. Sítrónubragð og ilmur af

 blöðunum. Sólríkan vaxtarstað.

Skessujurt

 Kryddplanta. Harðgerð. Þrífst vel í sól eða hálfskugga. Blöðin eru notuð í súpur  og salöt. Notuð frá júní.

Spergilkál (Broccoli)

 Harðgert. Byrjar að gefa uppskeru um miðjan júlí. 30-40 cm millibil.

Spínat

 Stökk og safarík blöð. 20–25 cm millibil. Uppskera frá júlí.

Stilkbeðja

 Þarf skjól og hlýjan vaxtarstað. Blöð og stilkar eru notuð. 30 cm millibil.

 Uppskera frá júlí.

Steinselja

 Kryddplanta, harðgerð. Uppskera allt sumarið frá júní. Blöðin eru notuð fersk,

 fryst eða þurrkuð. 15–25 cm millibil.

Toppkál

 Þéttir uppmjóir hausar, harðgert. Uppskera frá ágúst. 30–35 cm millibil. Þarf  góða vökvun á vaxtartímanum.

Vorlaukur

 Laukur, harðgerður. Mynda ýmist litla lauka eða bara stilka. 10–15 cm millibil.

. Gróðrarstöðin Storð | Ferjuvegur 1 | 806 Selfoss | Sími 564-4383 | stord@stord.is