Fjölært íslenskt A-E

Listinn er birtur með fyrirvara um prentvillur og ekki er víst að allar plönturnar séu alltaf til hjá okkur í stöðinni.

Íslenskt heiti

Latneskt heiti

Lýsing

Achillea ageratifolia

Achillea ageratifolia

10-15 cm. Hvít blóm i ágúst. Harðgerð.

Adenophora himalajana

Adenophora himalajana

40-120 cm með beina stöngla. Bláar klukkur í klösum í júlí-ágúst. Harðgerð fjallaplanta. Líkist klukkum (Campanula)

Alchemilla erythropoda

Alchemilla erythropoda

15 cm. Gulgræn blóm í júní-júlí. Smágerð útgáfa af Garðamaríustakk.

Allium goodingii

Allium goodingii

20-40 cm. Fjólublá blóm í sveipum í júlí-ágúst. harðgerður og blómviljugur. Léttur framræstur jarðvegur.

Alpabjalla / Alpaskúfa

Cortusa matthioli

20-40 cm. Fjólublá trektlaga lútandi blóm í júní-ágúst. Breiðar blaðhvirfingar. Sól, hálfskugga. Góð sem undirgróður.  Harðgerð.

Alpabjalla 'Alba'

Cortusa matthioli 'Alba'

20-40 cm. Hvít trektlaga lútandi blóm í júní-ágúst. Breiðar, ljósgrænar blaðhvirfingar. Sól, hálfskugga. Góð sem undirgróður.  Harðgerð.

Alpafífill / Alpahríma

Leontopodium alpinum

10-20 cm. Silfurgrá blóm í júlí-ágúst. Þétt-hvítloðin háblöð undir blóminu. Má þurrka. Þurran, bjartan stað. Harðger.

Alpakobbi

Erigeron alpinus

30-35 cm. Ljósfjólubláar körfur í júlí-ágúst. Hærð blöð. Léttan jarðveg og bjartan stað. Skammlífur.

Alpasveipur

Adenostyles alpina

30-50 cm. Fjólublá blóm í stórum sveipum í júlí. Blaðfallegur. Veðurþolinn og harðgerður.

Alpaþyrnir 'Blue Star'

Eryngium alpinum 'Blue Star'

60-80 cm. Dökkbláir stórir blómkollar í júlí-september. Þétt reifarblöð undir blómkollinum. Bjartan stað, en vill ekki of mikinn hita. Léttan jarðveg. Gæti þurft uppbindingu. Harðgerður. Góður til afskurðar.

Alpaþyrnir 'Superbum'

Eryngium alpinum 'Superbum'

60-100 cm. Stálbláir stórir blómkollar í júlí-september. Þétt reifarblöð undir blómkollinum.  Bjartan stað, en vill ekki of mikinn hita. Léttan jarðveg. Gæti þurft uppbindingu. Harðgerður. Góður til afskurðar.

Anganmaðra/ Ilmmaðra

Galium odoratum

10-40 cm. Lítil hvít blóm i júlí. Harðgerð, skuggþolin, frekar skriðul þekjuplanta. Rakan, frjóan jarðveg. Plantan illmar.

Axdepla 'Blauteppich'

Veronica spicata nana. 'Blauteppich'

15 cm. Heiðblá blóm í löngum klösum í júlí-september. Harðgerð, þolir hálfskugga. Léttan, frjóan jarðveg. góð þekjuplanta.

Axdepla 'Rosa Töne'

Veronica spicata 'Rosa Töne'

30-40 cm. Bleik blóm í löngum klösum í júlí-september. Harðgerð, þolir hálfskugga. Léttan, frjóan jarðveg.

Álfakollur

Stachys macrantha

(S.grandiflora, S.spicata)

40-60 cm. Rauðbleik blóm í stórum kollum í ágúst-september. Léttan, sendinn jarðveg. Þolir hálfskugga. Harðgerður.

Álfakollur 'Alba'

Stachys macrantha 'Alba'

(S.grandiflora, S.spicata)

40-60 cm. Hvít blóm í stórum kollum í ágúst-september. Léttan, sendinn jarðveg. Þolir hálfskugga. Harðgerður.

Álfakragi

Iberis sempervirens

30 cm. Snjóhvít blóm í júlí. Sígræn blöð, sveigðir stönglar. Blómsæll, þolir illa umhleypingar, meðalharðger. Þurran kalkríkan jarðveg.

Baldursgull

Coreopsis grandiflora

30-40 cm. Gular þéttfylltar körfur í júlí-september. Bjartan hlýjan stað.

Balkanberglykill

Androsace hedraeantha

Ljósbleik blóm, í sveip á um 5-10 cm háum stönglum í apríl-maí. Myndar þúfur.

Berghnoðri

Sedum reflexum

15-30 cm. Skærgul blóm í ágúst-september. Sígræn blöð, Bjartan stað, þurran, sendinn jarðveg. Góð þekjuplanta.

Bergnál

Alyssum saxatile

20 cm. Gul blóm í júní, hangandi vöxtur. Þurran, bjartan stað, góð í hleðslur.

Bergsteinbrjótur

Saxifraga paniculata

15-30 cm.Hvít blóm með rauðum doppum í júlí. Sígrænar blaðhvirfingar. Léttan, jafnrakan jarðveg, bjartan stað. Harðgerður. Góður í steinhæðir. Íslensk planta.

Biskupsbrá 'Duro'

Tanacetum coccineum 'Duro' (Chrysanthemum coccineum)

70-80 cm. Stórar bleikar körfur með gulri miðju í júlí-september. Bjartan stað, meðalfrjóan og meðalrakan jarðveg. Harðgerð.

Biskupsbrá

'Robinson‘s Rose'

Tanacetum coccineum 'Robinson‘s Rose' (Chrysanthemum coccineum)

70-80 cm. Stórar dökkbleikar körfur með gulri miðju í júlí-september. Bjartan stað, meðalfrjóan og meðalrakan jarðveg. Harðgerð.

Bjarghnoðri

Sedum ochroleucum

10-30 cm. Gul blóm í júlí-ágúst. . Harðgerður. Bjartan stað, þurran, sendinn jarðveg. Góð þekjuplanta.

Bjarnarló

Heracleum stevenii

2-3m. Hvítir blómsveipir í júlí-ágúst. Stór og tilkomumikil, sáir sér mikið. Þolir hálfskugga. Í safa plöntunnar eru efni (einkum efnið psoralen) sem sogast fljótt inn í húðina og valda því að hún verður ofurviðkvæm fyrir útfjólubláu ljósi og getur viðkomandi fengið annars stigs bruna með vessandi blöðrum og sárum sem oft eru í rákum eða skellum þar sem plöntusafinn straukst eða draup á húðina.

Bjarnarrót

Meum athamanticum

Hvítir blómsveipir í júlí. 30-50 cm. Fínleg dökkgræn blöð. Harðgerð.

Blábrúska

Hosta sieboldiana

40-60 cm. Hvít blóm, með fjólubláum blæ í júlí-ágúst. Blöðin eru frekar stór, breiðhjartalaga, grá eða blágræn áberandi æðótt og hrukkótt. Kýs skugga, hálfskugga. Djúpan, næringarríkan rakaheldin jarðveg. Hentar vel í kanta við læki og tjarnir og sem undirgróður.

Blábrúska 'Elegans'

Hosta sieboldiana 'Elegans'

70-90 cm. Hvít blóm, með fjólubláum blæ í júlí-ágúst. Blöðin eru frekar stór, breiðhjartalaga, grá eða blágræn áberandi æðótt og hrukkótt. Kýs skugga, hálfskugga. Djúpan, næringarríkan rakaheldin jarðveg. Hentar vel í kanta við læki og tjarnir og sem undirgróður.

Blábrúska

'Ginko Craig'

Hosta sieboldiana 'Ginko Craig'

15-30 cm. Fjólublá bóm í júlí-ágúst. Mjó ljósgræn blöð með hvíta jaðra. Kýs skugga, hálfskugga. Djúpan, næringarríkan rakaheldin jarðveg. Hentar vel í kanta við læki og tjarnir og sem undirgróður.

Bládrekakollur

Dracocephalum grandiflorum

20-40 cm. Fagurblá blóm í þéttum klösum í júlí-ágúst. Harðgerður. Bjartan stað og meðalrakan jarðveg.

Bláfífill / Fjallaýmir

Cicerbita alpina

1,5- 2 m. Gróf planta með stór fíflablöð. Stórir toppar af bláum körfum í júlí-ágúst. Frjóan, rakan jarðveg, skjól og stuðning. Sáir sér dálítið. Fínn í stóra garða.

Bláklukka

Campanula rotundifolia

15-40 cm. Himinbláar lútandi klukkur í júlí-ágúst. Sendinn,  léttan jarðveg. Íslensk planta.

Blámannsljós / Blámannskyndill

Verbascum phoeniceum

60-90 cm. Bleik, fjólublá eða hvít blóm á háum stönglum í júlí-ágúst. Þurran, bjartan stað. Léttan, frjóan jarðveg. Gæti þurft uppbindingu, blómviljugt.

Blámannsljós

'Flush of White'

Verbascum phoeniceum

'Flush of White'

50-60 cm. Hvít blóm á háum stönglum í  júlí-ágúst. Þurran, bjartan stað. Léttan, frjóan jarðveg. Gæti þurft uppbindingu, blómviljugt.

Blámannsljós 'Rosetta'

Verbascum phoeniceum 'Rosetta'

50-60 cm. Dökkbleik blóm á háum stönglum í júlí-ágúst. Þurran, bjartan stað. Léttan, frjóan jarðveg. Gæti þurft uppbindingu, blómviljugt.

Blámannsljós 'Violetta'

Verbascum phoeniceum 'Violetta'

60-90 cm. Dökkfjólublá blóm á háum stönglum í júlí-ágúst. Þurran, bjartan stað. Léttan, frjóan jarðveg. Gæti þurft uppbindingu, blómviljugt.

Blásól

Meconopsis betonicifolia

50-60 cm. Fagurblá stór blóm í júní-júlí. Skuggþolin, léttan, frjóan og rakan jarðveg. Harðger. Getur þurft uppbindingu.

Blóðkollur

Sanguisorba officinalis

40-90 cm. Dökkrauðir blómkollar í júlí-september. Léttan, rakan, frjóan jarðveg. Harðger.

Blóðmura

'Helen Jane'

Potentilla nepalensis

'Helen Jane'

30 cm. Ljóbleik blóm með dökkbleika miðju í ágúst-september. Bjartan stað, léttan jarðveg. Harðgerð.

Blóðmura 'Miss Wilmott'

Potentilla nepalensis

'Miss Willmott'

40 cm. Bleik blóm með dökkri miðju í ágúst-september. Bjartan stað, léttan jarðveg. Harðgerð.

Blóðmura

'Ron McBeath'

Potentilla nepalensis

'Ron McBeath'

30 cm. Dökkbleik blóm í ágúst-september. Bjartan stað, léttan jarðveg. Harðgerð.

Blóðmura 'Roxana'

Potentilla nepalensis 'Roxana'

40 cm. Bleik blóm með gulum blettum í ágúst-september. Bjartan stað, léttan jarðveg. Harðgerð.

Blóðsteinbroti

Bergenia crassifolia

30-40 cm. Bleik blóm á þykkum stöngli í maí-júní. Sígræn blöð. Skuggþolinn.

Blómaseymi / Blómagras

Sisyrinchium angustifolium

Himinblá blóm með gulri miðju í klösum á stráunum í júlí-ágúst, 20-25 cm. Harðgert, rakan jarðveg.

Blómaskjöldur / Hófskjöldur

Ligularia hodgsonii

60-80 cm. Dökk rauðgul blóm í júlí-september, á rauðleitum stönglum. Stór blöð. Frjóan, rakan jarðveg. Bjartan stað, en þolir hálfskugga. Harðger.

Blævatnsberi 'Rosea'

Aquilegia flabellata var. pumila f. kurilensis 'Rosea'

10-20 cm. Blómstrar á 2. ári. Bleik blóm í júní-ágúst. Stuttur spori. Harðgerður.

Bóndarós

Paeonia officinalis

50-60 cm. Stór fyllt blóm í júlí, rauð, bleik eða hvít, Djúpan, frjóan, léttan jarðveg, skjól og bjartan stað. Gæti þurft uppbindingu. Athugið að plönturnar geta valdið jarðvegsþreytu og þá er hægt að taka þær upp (skipta) og gróðursetja í nýja mold. Við gróðursetningu ættu brum að vera 3-5 cm undir mod.

Brekkudalafífill 

Geum montanum

30-40 cm. Gul stór blóm í júní-júlí. Þéttir blaðbrúskar.

Meðalharðger. Meðalrakan, frjóan jarðveg. Þolir hálfskugga.

Brennisóley, fyllt

Ranunculus acris 'Flore Pleno'

(R. acris 'Multiplex')

40-60 cm. Gulir fylltir hnappar í júní-júlí. Skríður hvorki né sáir sér. Meðalrakan, frjóan jarðveg. Harðgerð. Þolir hálfskugga.

Bronslauf

Rodgersia podophylla

90-120 cm. Hvít eða bleikleit smá blóm á háum stöngli í júlí- ágúst. Stór, handskipt bronslituð blöð. Skuggþolið, vill skjól.

Brúðarvefur

Filipendula vulgaris

15-70 cm. Bleikir knúppar, hvít blóm í júlí-ágúst. Fínleg burknalík blöð. Bjartna stað, léttan jarðveg. Þurrkþolinn.

Brúðberg

Thymus serphyllum

5-10 cm. Ljósbleik blóm í þéttri blómskipan í júlí-ágúst. Jaðlæg, léttskriðulir stönglar. Mikið ilmandi. Notuð sem krydd og í te. Bjartan stað, léttan rýran jarðveg. Harðgert.

Brúnagull

Helichrysum tianschanicum

20-40 cm. Ljósgular blómkörfur á uppréttum stönglum í júlí-ágúst. Léttan, sendinn jarðveg. Getur verið viðkvæmt og skammlíft.

Brúska

Hosta elata

70-90 cm. Ljósfjólublá blóm í júlí-ágúst. Fagurgræn stór blöð með djúpum æðum. Kýs skugga, hálfskugga. Djúpan, næringarríkan rakaheldin jarðveg. Hentar vel í kanta við læki  og tjarnir og sem undirgróður.

Brúska 'Halcyon'

Hosta tardiana 'Halcyon'

(H. 'Halcyon')

30-40 cm. Fjólublá blóm í júlí-ágúst. Breiðhjartalaga, grá eða blágræn áberandi æðótt og hrukkótt. Kýs skugga, hálfskugga. Djúpan, næringarríkan rakaheldin jarðveg. Hentar vel í kanta við læki og tjarnir og sem undirgróður.

Burnirót

Rhodiola rosea

20-30 cm. Gul blóm í júní-júlí. Vex í hálfkúlu. Sérbýl, karlplantan er fallegri í blóma en kvenplantan stendur lengur. Harðgerð. Bjartan stað, léttan jarðveg. Íslensk planta.

Chrysanthemum weyrichii

(Dendranthema weyrichii)

Chrysanthemum weyrichii

10-15 cm. Hvít körfublóm í júlí-ágúst. Hentug í steinhæðir.

Daglilja

Hemerocallis longiloba

50-60 cm. Bleikfjólublá blóm í ágúst. Þéttir blaðbrúskar, hvert blóm stendur stutt. Þolir hálfskugga, frjóan, örlítið rakan jarðveg. Harðger.

Daggarberi

Semiaquilegia ecalcarata

30-40 cm. Fjólublá sporalaus blóm í júlí-ágúst. Þolir hálfskugga. Léttan, frjóan jarðveg. Harðger.

Dalalilja

Convallaria majalis

15-25 cm. Dökkgræn gljáandi blöð, hvít blóm í hangandi klasa í maí-júní. Hálfskugga. Eitruð, skriðul. Harðger.

Dendranthema weyrichii

Dendranthema weyrichii

Ljósbleikar körfur með dökkri miðju í ágúst. 10-30 cm, harðgerð.

Digitalis obscura

Digitalis obscura

30-40 cm. Tvílit rauð og gul blóm í júlí-september. Næringarríkan, léttan jarðveg, þolir hálfskugga.

Dílaburkni

Dryopteris dilata

80 cm. Margskipt blöð með hvasstenntum blaðflipum. Uppréttur og fínlegur. Skuggþolinn. Meðalrakan, frjóan jarðveg. Skjólgóðan stað. Íslensk planta.

Dílatvítönn

Lamium maculatum

20-40 cm. Stór bleik blóm í blaðöxlum í júní-ágúst. Skellótt blöð, harðger og blómviljug. Léttan jarðveg, þolir hálfskugga.

Dílatvítönn

'Beacon Silver'

Lamium maculatum 'Beacon Silver'

20-40 cm. Ljósbleik blóm í júní-ágúst. Alsilfruð blöð með

grænum blaðjaðri. Harðger og blómviljug. Léttan jarðveg, þolir hálfskugga.

Dílatvítönn

'White Nancy'

Lamium maculatum

'White Nancy'

20-40 cm. Hvít blóm í júní-ágúst. Alsilfruð blöð með grænum blaðjaðri, harðger og blómviljug. Léttan jarðveg, þolir hálfskugga.

Doppugullrunni

Hypericum perforatum

50-90 cm. Gul blóm í júlí-september, með doppóttum blöðum (olíudropar á blöðunum). Þurran hlýjan stað, þarf uppbindingu. Skriðul og getur vreið ágeng.

Dracocephalum tanguticum

Dracocephalum tanguticum

30-50 cm. Dökkblá blóm í júlí-ágúst. Stífir uppréttir stönglar, fínlegt lauf. Bjartan stað.

Drekagin

Horminum pyrenaicum

15-40 cm. Fjólublá blóm á stönglum í júlí-ágúst. Blöð í stofnhvirfingu. Sólríkan stað og léttan, sendin jarðveg.

Dreyramura

'Monarch's Velvet'

Potentilla thurberi 'Monarch's Velvet'

30-40 cm. Dökkrauð blóm með dökka miðju í ágúst-september. Bjartan stað, léttan jarðveg. Harðgerð.

Dröfnuklukka

Campanula punctata

20-30 cm. Stórar kremhvítar lútandi klukkur í júli-ágúst. Mjög skriðul planta. Léttan jarðveg.

Dröfnusteinbrjótur

Saxifraga rotundifolia

30-70 cm. Hvít lítil blóm í gisnum skúfum í júní-júlí. Nýrlaga, bogtennt sígræn blöð. Skuggþolinn og harðgerður. Léttan, jafnrakan jarðveg. Góður í steinhæðir.

Dvergadrottning  'Albus'

Dianthus deltoides 'Albus'

10-20 cm. Hvít lítil blóm í júlí-september. Harðgerð, auðræktuð og blómviljug. Bjartan stað og léttan, sendinn jarðveg. Góð í steinhæðir.

Dvergadrottning  'Brilliant'

Dianthus deltoides'Brilliant'

10-20 cm. Rauð lítil blóm í júlí-september. Harðgerð, auðræktuð og blómviljug. Bjartan stað og léttan, sendinn jarðveg. Góð í steinhæðir.

Dvergadrottning Roseus'

Dianthus deltoides'Roseus'

10-20 cm. Bleik lítil blóm í júlí-september. Harðgerð, auðræktuð og blómviljug. Bjartan stað og léttan, sendinn jarðveg. Góð í steinhæðir.

Dverghjarta

Dicentra formosa

25-50 cm. Bleikar hjartalaga klukkur í júní –september. Skuggþolið og harðgert. Frjóan jarðveg.

Dvergakollur

Sanguisorba minor

20-60 cm. Græn-brúnleit blóm í júní-september. Bjartan stað, léttan jarðveg. Harðger. Góð steinhæðaplanta. Má nota blöðin útí salt, te o.fl.

Dvergamunnur

Cymbalaria muralis

(Linaria cymbalaria)

5-10 cm. Lillablá blóm með gulleitt gin í júlí-ágúst. Skriðult, harðgert. Saír sér aðeins. Þurran, léttan jarðveg. Bjartan stað.

Dvergaslæða

Gypsophila repens

10-20 cm. Hvít til bleik blóm í gisnum skúfum í maí-ágúst. Myndar breiður, skriðul, góð í steinhæðir. Léttan jarðveg og sólríkan stað. Harðger.

Dvergastigi

Polemonium reptans

20-30 cm Ljósfjólublá blóm júní-ágúst. Kúlulaga vöxtur. Bjartan stað, léttan meðalrakan jarðveg. Harðger.

Dvergavör 'Atropurpurea'

Ajuga reptans 'Atropurpurea'

10-30 cm. Skuggþolin þekjuplanta, blá blóm í uppréttum skúfum í júlí. Yrki með purpurarautt lauf.

Dvergavör 'Rainbow'

Ajuga reptans 'Rainbow'

10-30 cm.Skuggþolin þekjuplanta, blá blóm í uppréttum skúfum í júlí.Yrki með bleik- og gulskellótt blöð.

Dvergblálilja

Mertensia echioides

Um 30 cm langir stönglar með blágráum blöðum. Fagurblá blóm í sveipum í júní-júlí. Seltuþolin.

Dverggullhrís

Solidago virgaurea ssp. minuta

15-25 cm. Litlar gular blómkörfur í júlí-september. Þolir hálfskugga, léttan jarðveg.

Dverghnappur

Trollius pumilius

15-25 cm. Gul einföld blóm í júní-júlí. Þolir hálfskugga. Frjóan, meðalrakan jarðveg. Harðgerður, góður í steinhæðir.

Dyrgjusteinbrjótur

Saxifraga tenella

10-20 cm. Gul lítil blóm á lágum stöngli í júní-júlí. Gulgræn sígræn breiða með fínleg blöð. Harðgerður. Léttan, jafnrakan jarðveg. Góður í steinhæðir.

Eðalmalurt

Artemisia absinthium

60-100 cm ilmandi planta. Grá blöð, gul lítil blóm í ágúst-september. Gömul krydd- og lækningajurt. Bjartan stað, léttan og rýran jarðveg. Harðger.

Elínarlykill 'John Mo'

Primula x pruhoniciana

'John Mo'

10-20 cm. Gul, ljósgul blóm í apríl-júní. Bjartan stað. Léttan, frjóan, meðalrakan jarðveg. Harðgerður.

Engjaíris

Iris setosa

15-50 cm. Fjólublá blóm í júní-júlí. Rakan frjóan jarðveg.

 Hentar vel við tjarnir og læki. Blómstrar lítið í þurrum  jarðvegi. Harðgerð. Salt- og kuldaþolin. Bjartan stað.

Engjakollur / Álfaljós

Stachys monnieri

20-30 cm. Bleik blóm í stórum kollum í júlí-ágúst. Gljáandi dökkgræn blöð. Blómsæll, harðgerður. Léttan, sendinn jarðveg. Bjartan stað.

Engjarós

Potentilla palustris

15-25 cm. Dumbrauð blóm í júlí-ágúst. Bjartan stað, grýttan, rakan jarðveg. Hentar við tjarnir og læki. Gisinn vöxtur. Harðgerð. Íslensk planta.

Erigeron leiomerus

Erigeron leiomerus

10 cm. Ljósfjólubláar körfur í júlí-ágúst. Bjartan stað og létan jarðveg. Harðgerður.

Erigeron polymorphus

Erigeron polymorphus

20-30 cm. Rauðfjólubláar í júlí-ágúst. Bjartan stað, léttan jarðveg.

Eyrarrós

Epilobium latifolium

30-40 cm. Rauðbleik blóm í júlí. Skriðul, myndar breiður, harðgerð. Magran en rakan jarðveg. Getur verið skæð í görðum ef hún nær sér á strik. Íslensk planta.

Eyrastjarna

Aster sibiricus

30-40 cm. Ljósfjólubláar körfur með gula miðju í ágúst-september. Bjartan stað eða hálfskugga. Léttan jarðveg. Harðgerð.

Eyrarstjarna 'Albus'

Aster sibiricus 'Albus'

30-40 cm. Hvítar körfur með gula miðju í ágúst-september. Bjartan stað eða hálfskugga. Léttan jarðveg. Harðgerð.

. Gróðrarstöðin Storð | Ferjuvegur 1 | 806 Selfoss | Sími 564-4383 | stord@stord.is