Rósir

Eðalrósum má skipta í nokkra flokka: 

  1. Stilkrósir / Stórblómstrandi rósir: Eitt eða fá stór blóm á hverjum blómstöngli.
  2. Klasarósir: Nokkur til mörg blóm á hverjum stöngli.
  3. Klifurrósir: Mjög gróskumiklar rósir sem ná nokkurra metra hæð. Þurfa stuðning.
  4. Þekjandi rósir: Lágvaxnar smáblóma þekjandi rósir.


Eðalrósir hafa sérstaklega stór og glæsileg blóm og hafa verið með vinsælustu garðplöntum í fleiri áratugi. Þær eru ágræddar á rót af sterkri rós til að þær geti þrifist vel í svölu loftslagi.
Eðalrósir þurfa að standa á skjólgóðum og sólríkum stað svo að blómgunin verði sem glæsilegust.
Þær þurfa mikið að drekka en jafnframt gott frárennsli. Jarðvegur verður að vera djúpur og frjór.

Nauðsynlegt er að gróðursetja ágræddar rósir það djúpt að ágræðslustaðurinn sé 5-10 cm undir jarðvegsyfirborðinu.

Gott er að skýla rósunum yfir veturinn til að hlífa þeim við mestu umhleypingunum. Þetta má gera með því að hreykja mold upp að leggjum rósanna á haustin og leggja t.d. mosa, hálm eða greinar þar ofan á. Passa svo að heinsa ekki frá rósunum of snemma á vorin J Við þurfum að vera nokkuð viss um að næturfrostin séu hætt þegar vetrarskýli er tekið.

Eðalrósir eru klipptar á vorin, ekki á haustin. Byrjað er á að klippa í burtu kalna greinaenda, greinar sem liggja þétt saman í kross og því næst er gott að klippa rósina niður í 25-35 cm hæð. Tilgangurinn með klippingunni er sá að láta rósirnar blómstra sem mest, blómgunin er best á ungum og kraftmiklum greinum.

Eðalrósir blómstra yfirleitt ekki fyrr en á ágúst en í mildum haustum geta þær staðið langt fram í október.

Gott er að gefa rósum áburð á vorin eftir að hættir að frjósa og svo aftur þegar blómgun byrjar.

. Gróðrarstöðin Storð | Ferjuvegur 1 | 806 Selfoss | Sími 564-4383 | stord@stord.is