Tré og runnar

Lauffellandi tré og runnar eru ýmist seld berróta, með hnaus eða í pottum. Skrautrunnar eru allir í pottum, stærri tré og runnar með hnaus en limgerðisplöntur og berjarunnar berróta. Það er lífsnauðsynlegt fyrir berróta plöntur að vel sé gengið frá þeim fyrir flutning og ef þær eru ekki gróðursettar strax og á áfangastað er komið, er mikilvægt að vökva þær vel.

Allar plöntur þarf að vökva vel strax eftir gróðursetningu en einnig getur verið gott að bleyta ræturnar fyrir gróðursetningu.

Nauðsynlegt er að binda upp stærri tré á meðan þau eru að koma sér fyrir á nýjum vaxtarstað.

Listarnir eru birtir með fyrirvara um prentvillur og ekki er víst að allar plönturnar séu alltaf til hjá okkur í stöðinni.

. Gróðrarstöðin Storð | Ferjuvegur 1 | 806 Selfoss | Sími 564-4383 | stord@stord.is