Saga Storðar

Gróðrarstöðin Storð byggir á gömlum merg. Eigandi stöðvarinnar, Vernharður Gunnarsson rak Gróðrarstöðina Grænuhlíð við Bústaðaveg frá árinu 1990 en faðir hans stofnaði þá stöð árið 1940. Vinna við landsvæði Storðar hófst haustið 1992 og þurfti að jafna landið heilmikið því hér voru áður fyrr sandgryfjur miklar. Keyra þurfti allan jarðveg á staðinn og kom sér þá vel að mikil uppbygging var í nágrenninu. Fyrstu plönturnar voru gróðursettar í Storð haustið 1994 og fyrsta plastgróðurhúsið reis veturinn 1995-1996. Sala hófst í stöðinni sumarið 1997. Snjóaveturinn mikla, 1999 - 2000 var farið í það að byggja 650 m² glergróðurhús. Útiræktunarsvæði hafa smám saman byggst upp, svo og sölusvæði stöðvarinnar.

. Gróðrarstöðin Storð | Ferjuvegur 1 | 806 Selfoss | Sími 564-4383 | stord@stord.is