Tré og runnar A-F

Listinn er birtur með fyrirvara um prentvillur og ekki er víst að allar plönturnar séu alltaf til hjá okkur í stöðinni.

 Latneskt heiti

Íslenskt heiti

 Lýsing

Abies concolor

 Hvítþinur

 Sígrænt, 5-10 m hátt breiðkeilulaga ilmandi tré.

 Áberandi ljósgráar nálar. Skjólgóðan stað og rakan

 jarðveg.

Abies koreana

 Kóreuþinur

 Sígrænt 5-10 m beiðvaxið tré. Hægvaxta. Þarf

 bjartan og skjólgóðan vaxtarstað, en þolir

 hálfskugga. Fær fallega fjólublá köngla sem sitja

 ofaná greinunum.

Acer palmatum 'Atropurpureum'

 Japanshlynur

 'Atropurpureum'

 1-2,5 m hátt lítið tré. Þarf skjólgóðan og hlýjan 

 vaxtarstað. Fær rauðfjólublá blóm í júní-júlí, en nær

 sennilega ekki að blómstra utandyra hér.

Acer pseudoplatanus

 Garðahlynur

 8-10 (12)m stakstætt tré með breiða krónu.  Þarf

 gott pláss og skjól. Á frekar erfitt fyrstu árin í

 ræktun, getur kalið töluvert. Tréið blæðir , þannig að

 ef það þarf að snyrta og klippa greinar, er best að

 gera það á sumrin, eða að hausti.

Acer platanoides

 Broddhlynur

 5-6 m stakstætt tré eða runni með hvelfda krónu,

 þarf skjólgóðan og sólríkan stað. Fremur viðkvæmur.

Actininda kolomikta

 Kattaflétta

 Klifurplanta, 2-4 m. Hvít blóm í júní-júlí. Sérbýli.

 Blöðin fá bleikan og hvítan lit á blaðendana í góðri

 birtu. Liturinn er miera áberandi hjá karlplöntunni.

Actininda kolomikta 'Paula'

 Kattaflétta 'Paula'

 Klifurplanta, 2-4 m. Hvít blóm í júní-júlí. Sérbýli.

 Blöðin fá bleikan og hvítan lit á blaðendana í góðri

 birtu. Liturinn er meira áberandi hjá karlplöntunni.

 Kvenplantan fær æt lítil ber.

Alnus incana

 Gráölur / Gráelri

 8-10(12) m yfirleitt einstofna tré. Stór æðótt blöð,   

 minna á birki. Rauðir reklar í maí-júní. Er með

 svepprót og þolir því rýran jarðveg og vill litla sem

 enga áburðargjöf.

Amelanchier alnifolia

 Hlíðaramall /  

 Hunangsviður

 2-4 m runni. Hvít ilmandi blóm í maí-júní, blásvört

 sæt ber á haustin. Þurran jarðveg, bjartan stað.

 Harðger. Kelur lítið sem ekert.

Amelanchier canadensis

 Kanadaviður

 2-4 m runni, eða lítið tré.  Hvít ilmandi blóm í maí-

 júní. Fær purpurasvört æt ber á haustin.

Amelanchier spicata

 Skógamall

 1,5-2(3) m runni. Hvít ilmandi blóm í maí-júní.

 Harðgerður. Blásvört æt ber á haustin.

Andromeda polifolia

 'Blue Ice'

 Bjöllulyng

 'Blue Ice'

 Sígrænn 15-30 cm runni. Ljósbleik blóm í maí-júní. 

 Þrífst best á skuggsælum stað í súrum jarðvegi.

Aronia melanocarpa

 Logalauf / 

 Svartapall

 2-4 m runni. Stórir hvítir ilmandi blómklasar í júní.

 Fyrst rauð, en síðan svört ber á haustin, sem hægt er

 að nota í matreiðslu. Eldrauðir haustlitir. Bjartan stað

 og frekar skjólgóðan. Harðgerð.

Berberis candicula

 Hélubroddur

 Sígrænn 50-150 cm runni. Gul blóm í júní. Þrífst vel í

 hálfskugga og rakaheldnum jarðvegi.

Berberis circumserrata

 Glóbroddur

 50-100 cm. Fíntennt blöð, gul blóm í júní. Fallegir

 haustlitir. Harðger.

Berberis thunbergii 'Atropurpurea'

 Sólbroddur

 'Atropurpurea'

 1-1,5 m. Útsveigðar greinar. Rautt lauf og lítil gul

 blóm í hangandi klösum í júní.  Meðalharðger.

Berberis thunbergii 'Harlequin'

 Sólbroddur

 'Harlequin'

 1-1,5 m. Uppréttur vöxtur. Laufið er rautt með

 hvítum flekkjum. Lítil gul blóm í júní. Meðalharðger.

Berberis vernae

 Vorbroddur

 1-1,5 m. Gul hangandi  blóm í klösum á eldri

 greinum, minna á gullregn. Afar harðgerður.

Berberis verruculosa

 Vetrarbroddur

 Sígrænn, 80-100 cm þéttur vöxtur, Þykk leðurkennd

 blöð, gul hangandi blóm í júní. Þolir hálfskugga. Þarf

 skjól og hlýjan stað.

Berberis x ottawensis 'Laugardalur'

 Sunnubroddur

 1-2 m. Gul blóm í júní-júlí, sérstaklega fallegir rauðir

 haustlitir. Saltþolinn, sólelskur, þolir klippingu vel og

 hentar því í þétt lágt limgerði. Harðgerður.

Berberis x ottawensis 'Superba'

 Purpurabroddur

 2 m. Purpurarauð stór blöð, gul blóm, frekar

 viðkvæmur fyrir miklu roki.

Betula nana

 Fjalldrapi

 30-70 cm uppréttur kræklóttur runni. Fínleg

 dökkgræn blöð, mjög fallegir rauðir haustlitir. 

 Seinvaxinn, harðger íslensk tegund.

Betula pubescens 'Embla'

 Birki / Ilmbjörk

 'Embla' 

 8-13 m. Harðgert og vindþolið tré. Notað stakstætt, í

 limgerði eða þyrpingar. Sólelskt. Íslensk planta.

Buxus microphylla 'Faulkner'

 Fagurlim

 'Faulkner'

 Sígrænn runni 1-2 m. Þarf skjól og vetrarskýli.

 Skuggþolin, hægvaxta planta, sem hentar í

 formklippta runna og limgerði.

Buxus sempervirens 'Pyramid'

 Fagurlim 'Pyramid'

 Sígrænn runni 60-150 cm. Þarf skjól og vetrarskýli.

 Skuggþolin, hægvaxta planta, sem hentar í

 formklippta runna og limgerði.

Caragana arborescens

 Baunatré / Kergi

 2-5 m tré eða stór runnni. Ljósgul blóm í júní-júlí.

 Harðger, seinvaxin planta sem kýs þurran, rýran

 jarðveg. Er með rhizobium bakteríur á rótum og þolir

 illa köfnunarefnisáburð. Seltuþolið.

Caragana arborescens 'Lorbergii'

 Fjaðurbaunatré

 1,5-3 m. Smávaxið blómstrandi tré eða runni. Gul

 lítil  blóm í júní-júlí. Seinvaxin planta, sem kýs

 þurran, rýran jarðveg. Er með rhizobium bakteríur á

 rótum og þolir illa köfnunarefnisáburð. Fínleg blöð.

 Seltuþolið.

Caragana arborescens 'Pendula'

 Hengibaunatré / 

 Hengikergi

 Um 120-150 cm. Hangandi greinar ágræddar á háan

 stofn, þarf skjól en er harðgert. Ljósgul blóm í júní-

 júlí. Þolir illa köfnunarefnisáburð.

Chaenomeles superba 'Etna'

  Eldrunni 'Etna'

 50-100 cm. Hægvaxta breiðvaxinn runni. Eldrauð

 blóm í júlí. Þroskar litlar hnetur að hausti. Sól, en

 þolir hálfskugga. Meðalharðger.

Chaenomeles superba

'Pink Lady'

  Eldrunni

 'Pink Lady'

 50-100 cm. Hægvaxta breiðvaxinn runni. Bleik blóm í

 júlí. Þroskar litlar hnetur að hausti. Sól, en þolir

 hálfskugga. Meðalharðger.

Chamaecyparis lawsoniana 'Columnaris'

 Fagursýprus

 'Columnaris'

 Sígrænt 5-10 m tré. Súlulaga í vexti. Þarf

 næringaríkan jarðveg og gott skjól, bjartan

 vaxtarstað, en þolir vel hálfskugga.

Chamaecyparis lawsoniana 'Stardust'

 Fagursýprus

 'Stardust'

 Sígrænt 5-10 m keilulaga tré. Gulur litur á

 greinunum. Þarf næringaríkan jarðveg og gott skjól,

 bjartan vaxtarstað, en þolir vel hálfskugga.

Chamaecyparis nootkatensis 'Glauca'

 Alaskasýprus

 'Glauca'

 Sígrænt tré 1-3 m, keilulaga. Greinarnar eru

 útstæðar og slútandi.

Chamaecyparis obtusa 'Nana Gracilis'

 Dvergsólarsýprus

 Sígrænn 20-40 cm runni. Þarf næringaríkan jarðveg

 og gott skjól, bjartan vaxtarstað, en þolir vel

 hálfskugga. Hentar vel í steinhæðir eða ker.

Chamaecytisus purpureus 'Atropurpureus'

 Purpurasópur

 Sígrænar greinar, 50-70 cm, lágvaxinn reunni. Bleik

 blóm í maí- júní. Sólríkan stað og skjól. Kýs þurran

 og sendinn  jarðveg. Frekar viðkvæmur..

Chamaecytisus ratisbonensis

 Drottningarsópur

 Sígrænar greinar. 60-100 cm. Skærgul ilmandi blóm

 í blaðöxlum í júní- júlí. Þurran, bjartan stað.

Chiliotricum diffusum 'Siska'

 Körfurunni 'Siska'

 Sígrænn hálfrunni af körfublómaætt, 80-100 cm.

 Gráleit fínleg blöð, litlar hvítar körfur í júlí-ágúst.

 Sóríkan stað, frekar harðgerður.

Clematis alpina

'Pamela Jackmann'

 Fjallabergsóley

 'Pamela

 Jackmann'

 Klifurplanta, 2-3 m. Sæblá lútandi klukkulaga blóm í

 júlí- ágúst. Sólríkan stað, skjól og kalkríkan jarðveg.

 Þarf klifurgrind eða víra til stuðnings. Má klippa eftir

 blómgun og endurnýja með stífri klippingu á

 nokkurra ára fresti

Clematis montana 'Grandiflora'

 Heiðabergsóley

 'Grandiflora'

 Klifurplanta, 2-6 m. Hvít/ fölbleik blóm í júlí-ágúst.

 Sólríkan stað, skjól og kalkríkan jarðveg. Þarf

 klifurgrind eða víra til stuðnings. Má klippa eftir

 blómgun og endurnýja með stífri klippingu á

 nokkurra ára fresti

Clematis tangutica

 Bjarmabergsóley

 Klifurplanta, 2-3 m. Skærgul lútandi klukkulaga blóm

 í júlí-september. Sólríkan stað, skjól og kalkríkan

 jarðveg. Þarf klifurgrind eða víra til stuðnings. Til að

 halda plöntunni snyrtilegri, má þynna og/eða   

 snöggklippa eftir blómgun á nokkurra ára fresti.

Cornus alba 'Sibirica'

 Mjallarhyrnir 'Sibirica'

 2-3 m. Gulhvít óáberandi blóm í maí-júní. Ungar

 greinarnar eru fallega rauðar.  Meðalharðger, kelur

 yfirleitt. Runninnn er  fallegastur ef hann er

 klipptur niður reglulega.

Cornus alba

 'Sibirica Variegata'

 Mjallarhyrnir

 'Sibirica Variegata'

 1,5-2 m. Gulhvít óáberandi blóm í maí-jíní. Ungar

 greinarnar eru fallega rauðar, blöðin eru græn með

 hvítum jöðrum. Meðalharðger, kelur  yfirleitt.

 Runninnn er  fallegastur ef hann er klipptur niður

 reglulega.

Cotoneaster adpressus

 Skriðmispill

 20-30 cm, jarðlægur blaðþéttur runni, getur vaxið

 upp með veggjum/setinum. Gljáandi blöð, hvít blóm í

 júní, rauð ber á haustin. Harðgerður.

Cotoneaster bullatus

 Ígulmispill

 2-3 m. Grófur runni með blöðrótt blöð. Fölbleik blóm

 í klösum í júlí, rauð ber í september-október. Bjartan

 stað, meðalrakan jarðveg, skjól.

Cotoneaster dammerii 'Skogholm'

 Breiðumispill

 Sígrænn, 20-40 cm jarðlægur runni. Hvít blóm í júní-

 júlí, ljósrauð ber í ágúst. Nokkuð harðger, þarf skjól,

 þekur mjög vel.

Cotoneaster integerrimus

 Grámispill

 50-130 cm. Gráloðin blöð, fölbleik blóm í júní-júlí.

 Þéttgreindur og útvaxandi. Fallegir gulir og rauðir

 haustlitir, mjög harðgerður.

Cotoneaster lucidus

 Gljámispill

 2-3 m. Fölbleik blóm í júní-júlí. Þéttur vöxtur, góður í

 limgerði. Eldrauðir haustlitir og svört aldin.

 Harðgerður. Vind-og saltþolinn.

Cotoneaster microphyllus

 Hulumispill

 Sígrænn, 30-90 cm. Sérlega fínlegt dökkgrænt lauf.

 Útvaxandi greinar. Hvít blóm í júní, dökkrauð ber að

 hausti. Sólríkan stað og skjól. Frekar viðkvæmur.

Cotoneaster nanshan 'Boer'

 Vormispill 'Boer'

 Hangandi greinar á um 1-1,5 m háum stofni. Þarf

 stuðning, sólríkan stað og skjól. Ágrædd planta.

Crataegus chlorosarca

 Dökkþþyrnir /

 Hrafnþyrnir

 5-7 m. Hvítir blómsveipir í júní-júlí. Bjartan

 vaxtarstað, léttan, rakaheldin jarðveg.

Crataegus sanguinea

 Síberíuþyrnir

 5-7 m. Stór runni eða lítið tré. Stórir þyrnar á

 greinum. Hvítir blómsveipir í júní, rauðir haustlitir.

 Sólelskur, léttan rakaheldinn jarðveg.

Cytisus decumbens

 Flatsópur

 Sígrænar greinar, 10-30 cm, flatvaxinn. Gul ilmandi

 blóm í júní-júlí. Þurran, kalkríkan, bjartan stað.

 Góður í steinhæðir. Þolir illa flutning.

Cytisus nigricans

 Dökksópur

 50-150 cm, uppréttur runni. Gulir uppréttir

 blómklasar á endum greinanna í júlí-ágúst.

 Meðalharðger, lifnar oft seint. Þurran, kalkríkan

 bjartan stað.

Cytisus purgans

 Geislasópur

 30-100 cm. Gul ilmandi blóm í júní-júlí, sígrænar

 greinar. Þarf litla sem enga áburðargjöf, vegna

 rhizobium baktería á rótunum. Þurran, kalkríkan,

 bjartan stað, góður í steinhæðir. Þolir flutning illa.

Cytisus x praecox

 Vorsópur

 Sígrænn 50-150 cm. Fölgul blóm í júní. Þurran,

 hlýjan ogbjartan stað.  Frekar viðkvæmur.

Cytisus x preacox

 'Boskoop Ruby'

 Vorsópur

 'Boskoop Ruby'

 Sígrænn, 50-150 cm. Rauð blóm í júní-júlí. Þurran

 bjartan stað. Frekar viðkvæmur og þarf helst

 vetrarskýli eða kalt gróðurhús.

Daphne mezereum

 Töfratré

 60-120 cm. Alþakið bleikum ilmandi blómum í apríl-

 maí,  fyrir laufgun. Rauð baneitruð ber í ágúst.

 Kalkríkan jarðveg, sól, en þolir hálfskugga.

Deutzia 'Mont Rose'

 Stjörnuhrjúfur / 

 Stjörnutoppur

 80-100 cm. Bleik, klukkulaga blóm í júlí- ágúst. Sól,

 en þolir hálfskugga, skjól.

Eleagnus commutata 'Skíma'

 Silfurblað 'Skíma'

 100-150 cm. Silfurlituð gljáandi blöð, Gul blóm í júní-

 júlí, blómin ilma mikið. Kýs sendinn rýran jarðveg.

 Nægjusamt. Vinþolið, seltuþolið. Hægvaxta.

Exochorda x macrantha 'The Bride'

 Perlurunni

 150-200 cm. Skjannahvít blóm i júní-júlí í stórum

 klösum. Umfangsmikill runni með slútandi greinar.

 Sólríkan vaxtarstað. Fræbelgirnir hanga áframá

 greinunum eins og litlar perlur.

Fagus sylvatica

 Skógarbeyki

 3-8 m, einstofna tré með fallega bylgjuð blöð sem

 haldast visin á trénu fram á haust. Skjólgóðan og

 hlýjan vaxtarstað. Næringarríkan jarðveg. Hægt að

 nota í klippt limgerði.

Fagus sylvatica

 'Purpurea Pendula'

 Hengiblóðbeyki

 1,5-2,5 m. Ágrætt tré með purpuralit blöð og

 hangandi greinar. Þarf skjólgóðan og hlýjan

 vaxtarstað. Nærigarríkan jarðveg.

Fagus sylvatica 'Riversii'

 Skógarbeyki

 'Riversii'

 10-15 m. Nokkuð hraðvaxta tré. Þarf skjólgóðan og

 hlýjan vaxtarstað. Næringarríkan jarðveg. Plöðin eru

 dökkpurpurarauð.

Fraxinus excelsior

 Evrópuaskur

 6-10 m. Glæsilegt einstofna tré með ljósan börk og

 svört  endabrum. Fínlegt lauf. Gulur haustlitur.

 Hlýjan og skjólsælan vaxtarstað. Næringarríkan

 jarðveg.

. Gróðrarstöðin Storð | Ferjuvegur 1 | 806 Selfoss | Sími 564-4383 | stord@stord.is