Ávaxtatré og runnar

Allar plöntur þarf að vökva vel strax eftir gróðursetningu en einnig getur verið gott að bleyta ræturnar fyrir gróðursetningu. Nauðsynlegt er að binda upp stærri tré á meðan þau eru að koma sér fyrir á nýjum vaxtarstað. 

 

Eplatréin skiptast í sumarepli, haustepli og vetrarepli.

Sumarepli : Þessi epli þroskast snemma og þau er hægt að borða beint af trénu. Þessi epli hafa

                 yfirleitt mjög stuttan, eða engan geymslutíma.

Haustepli :  Þessi epli þroskast seint að hausti og flest þeirra er hægt að borða beint af trénu.

                 Þau hafa lengri geymslutíma en sumareplin.

Vetrarepli : Þessi epli þroskast mjög seint á haustin og eru yfirleitt ekki þroskuð og tilbúin til átu

                 fyrr en eftir einhvern tíma í geymslu. Gott að geyma þau í kaldri geymslu, við 2-6° í

                 2-4 mán. Þau mega ekki geymast á þurrum stað.


Listinn er birtur með fyrirvara um prentvillur og ekki er víst að allar plönturnar séu alltaf til hjá okkur í stöðinni.

 

Latneskt heiti

 Íslenskt heiti

 Lýsing

Malus domestica

'Astrakan Storklar'

 Eplatré

 'Astrakan Storklar'

 Sænskt yrki frá Finnlandi. Stór ljósrauð epli, safarík

 og sæt á bragðið. Þarf annað yrki með sér.

 Sumarepli.

Malus domestica 'Bergius'

 

 Eplatré  'Bergius'

 Sænskt yrki frá Finnlandi. Hvít blóm í júní. Safarík  

 rauð epli. Gefur góða uppskeru. Þarf annað yrki með

 sér. Góður frjógjafi. Sumarepli.

Malus domestica 'Borgovskoje'

 Eplatré

 'Borgovskoje'

 Rússneskt yrki frá Finnlandi. Ljósgul epli, sæt á

 bragðið. Gefur góða uppskeru. Þarf annað yrki með

 sér. Sumarepli.

Malus domestica 'Discovery'

 Eplatré 'Discovery'

 Enskt yrki frá Essex.Blómgast í maí-júní. Rauð, lítil

 og safarík epli. Þarf t.d. Guldborg, James  Grieve,

 Skovfoged, Transparente Blanche

 

Malus domestica

'Elstar'

 

 Eplatré 'Elstar'

 Hollenskt yrki. Afbrigði af Golden Delicious. Þétt og

 breiðvaxið tré. Meðalstór, rauðgul epli. Þarf   t.d.

 Discovery,  Guldborg, James Grieve, Transparente

 Blanche

Malus domestica 'Förlovningsäpple'

 Eplatré

 'Förlovningsäpple'

 Sænskt yrki frá Finnlandi. Gulhvítt epli, stórt og

 safaríkt. Geymist ekki. Gefur góða uppskeru.

 Þarf annað yrki með sér. Sumar- haustepli.

Malus domestica 'Gallen'

 Eplatré 'Gallen'

 Finnskt yrki. Ljósgult epli, ilmar. Örlítið súrt og   

 safaríkt. Þarf annað yrki með sér. Sumarepli.

Malus domestica 'Guldborg'

 Eplatré 'Guldborg'

 Danskt yrki. Hvít blóm í maí-júní. Bragðgóð rauðleit

 epli. Þarf t.d. Discovery, James Grieve, Skovfoged,

 Transparente Blanche

Malus domestica 'Huvitus'

 Eplatré 'Huvitus'

 Finnskt yrki. Lítið til meðalstórt epli, rautt og safaríkt.

 Smávaxið tré, sem gefur góða uppskeru. Þarf annað

 yrki með sér.  Nauðsynlegt er að grisja eplin.

 Sumarepli.

Malus domestica

'James Grieve'

 Eplatré

 'James Grieve'

 Yrki frá Skotlandi.  Hvít blóm í maí-júní.  Meðalstór

 rauðgræn bragðgóð  og safarík epli. Hálf

 sjálffrjóvgandi en þroskar epli betur með öðru yrki.  

 t.d. Guldborg, Skovfoged, Transparente Blanche,

 Discovery.

Malus domestica 'Junost'

 Eplatré 'Junost'

 Rússneskt yrki frá Finnlandi. Frekar stórvaxið tré.

 Meðalstórt gult epli. Sætt og safaríkt. Þarf annað yrki

 með sér. Sumarepli.

Malus domestica 'Katinka'

 Eplatré 'Katinka'

 3-4 m. Meðalstór, gulrauð, bragðgóð epli. Þarf t.d.

 Discovery, Guldborg, Transparente Blanche, James

 Grieve, Röd Ananas, Skovfoged.

 

Malus domestica

 'Katja'

 

 Eplatré 'Katja'

 Blómgast í maí-júní. Rauðgul, safarík, ilmandi epli.

 Þarf t.d. Guldborg, James Grieve,Skovfoged,

 Transparente Blanche

Malus domestica

'Katja Balsgárd'

 Eplatré

 'Katja Balsgárd'

 3-5 m. Hvít blóm í júní. Hægvaxta. Gulgræn safarík,

 ilmandi epli. Þarf  t.d. Guldborg, Skovfoged,

 Transparente Blanche, Röd Grásten, Bergius.

Malus domestica

'Röd Ananas'

 Eplatré

 'Röd Ananas'

 3-4 m. Bragðgóð, lítil, ljósrauð epli. Þarf t.d.

 Discovery, Guldborg, Katinka, Skovfoged,

 Transparente Blanche, James Grieve.

Malus domestica

'Röd Grásten'

 Eplatré

 'Röd Grásten'

 3-4 m. Hvít blóm í júní. Bragðgóð, stór, rauðgul epli.

 Þarf t.d. Discovery, Guldborg, Katinka, James Grieve,

 Transparente Blanche, Röd Ananas.

Malus domestica

 'Röd Sävstaholm'

 Eplatré

 'Röd Sävstaholm'

 Hvít blóm í maí-júní. Harðgert sænskt yrki. Rauð epli.   

 Þarf t.d. Guldborg, James Grieve, Transparente

 Blanche. Sumarepli.

Malus domestica 'Saarjárvi Röd'

 Eplatré

 'Saarjárvi Röd'

 Finnskt yrki. Meðalstórt rautt epli. Góður ilmur,

 svolítið súrt. Þarf annað yrki með sér. Haustepli.

Malus domestica

'Silva'

 Eplatré 'Silva'

 Sænskt yrki frá Finnlandi. Gulgræn meðalstór, stór

 epli. Sumarepli.

Malus domestica

'Skovfoged'

 Eplatré

 'Skovfoged'

 Meðalstór rauð epli. Þarf t.d. Guldborg, Discovery,

 Transparente Blanche, James Grieve.

Malus domestica 'Transparante Blanche'

 Eplatré

 'Transparante

 Blanche'

 2-5 m. Fölbleik blóm í maí-júní. Hálfsjálffrjóvgandi.

 sól og skjól. Næringarríkan jarðveg. Á helst ekki að   

 klippa plöntuna. Gulhvítt aldin. Guldborg og James

 Grieve eru góðir frjógjafar. Sumarepli.

Malus domestica 'Vuokko'

 Eplatré 'Vuokko'

 Finnskt yrki. Hvít blóm i júní. Safarík,

 meðalstór/ stór græn epli. Fljótvaxið og gefur góða uppskeru. Þarf annað yrki með sér. Sumarepli.

 

Prunus avium 'Stella'

 Kirsiberjatré 'Stella'

 Kanadískt yrki.  2-4 m. Hvít blóm í maí-júní. Bjartan,

 skjólgóðan stað. Rauð safarík og bragðgóð ber í

 ágúst-september. Þarf  kalkríkan jarðveg.

 Sjálffrjóvgandi.

Prunus avium

 'Sunburst'

 Kirsiberjatré

 'Sunburst'

 Kanadískt yrki. 2-4 m. Hvít blóm í maí-júní. Bjartan,

 skjólgóðan stað.  Rauð safarík og bragðgóð ber í

 ágúst-september. Þarf kalkríkan jarðveg.

 Sjálffrjóvgandi. Góður frjógjafi.

Prunus cerasifera

'Opal'

 Plómutré 'Opal'

 Sænskt yrki. 2-4 m. Hvít blóm í maí-júní. Bjartan,

 skjólgóðan stað. Fjólublá, bragðgóð aldin í

 september. Sjálffrjóvgandi.

Prunus cerasus'Chokoladnaja'

 Súrkirsi

 'Chokoladnaja'

 1,5-2 m. Frá Finnlandi.

 

Prunus cerasus

'Fanal'

 

 Súrkirsi 'Fanal'

 2-4 m. Hvít blóm í maí-júní.  Bjartan, skjólgóðan

 stað. Rauð frekar súr ber í ágúst-september. Henta

 vel í ýmsa matargerð. Sjálffrjóvgandi.

 

Prunus cerasus 'Huvimaja'

 

 Súrkirsi

 'Huvimaja'

 Finnskt yrki. 2-4 m. Hvít blóm í maí-júní.  Bjartan,

 skjólgóðan stað. Rauð ber í ágúst-september. Berin

 eru það sæt, að það er hægt að borða þau beint af

 trénu. Henta vel í ýmsa matargerð. Sjálffrjóvgandi.

Prunus cerasus

'Lettisk Låg'

 Súrkirsi

 'Lettisk Låg'

 Yrki frá Lettlandi. Runnkennt 1,5 m. Fallega dökkrauð

 ber, frekar sæt. Henta vel í ýmsa matargerð. Pantað

 frá Finnlandi. Sjálffrjóvgandi.

Prunus domestica'Kuokkala'

 Plómutré

 'Kuokkala'

 Finnskt yrki. 3-4 m. Rauðleit, ljósfjólublá aldin.

Prunus domestica'Sinikka'

 Plómutré 'Sinikka'

 Finnskt yrki. 3-4 m. Frekar smátt, kringlótt aldin í

 september. Bláleitt, sætt á bragðið. Gefur góða

 uppskeru. Sjálffrjóvgandi.

Pyrus communis'Moskovskaja'

 Perutré  

 'Moskovskaja'

 Rússneskt yrki. Meðalstór græn pera, safarík og sæt

 á bragðið. Sjálffrjóvgandi.

Pyrus communis

'Pepi'

 Perutré 'Pepi'

 Yrki frá Eistlandi. Meðalstór græn pera, bragðgóð og

 safarík. Gefur góða uppskeru. Sjáffrjóvgandi.

Pyrus communis'Suvenirs'

 Perutré 'Suvenirs'

 Frá Finnlandi.

Ribes bracteosum 'Perla'

 

 Blárifs 'Perla'

 1-2 m.  Hvít til rauðleit blóm í maí. Svört, héluð ber í

 júlí-ágúst, sæt og góð á bragðið.  Harðgert og

 skuggþolið, rauðir haustlitir.

 

Ribes laxiflorum

 

 Hélurifs

 30-50 cm Lágvaxinn, stundum klifrandi runni. Rauð    

 blóm í maí-júní. Svört hélublá ber í júlí-ágúst, sæt og

 góð á bragðið.  Harðgert  og skuggþolið. Fallegir

 rauðir haustlitir.

Ribes nigrum 'Titania'

 Sólber 'Titania'

 1-2 m. Uppréttur vöxtur, meðalstór, bragðgóð svört

 ber. Mikil og góð  uppskera. Harðgert.

Ribes nigrum 'Öjenbyn'

 Sólber 'Öjenbyn'

 1-2 m. Frekar slútandi greinar, meðalstór bragðgóð

 svört ber. Mikil og góð uppskera. Harðgert.

Ribes rubrum

'Röd Hollandsk'

 Rifs / Rauðrifs

 1-2 m. Mörg rauð ber í klösum síðsumars. Harðgert,

 gott í skjólbelti. Góð uppskera, meðalstór ber.

 

Ribes uva-crispa

 

 Stikilsber

 50-100 cm, þyrnóttur runni. Grænleit blóm í júní.

 Stór grænleit eða gulleit ber, sæt og góð í ágúst.

 Skuggþolið.  Harðgert.

Ribes uva-crispa 'Hinnomaki Röd'

 Stikilsber, rautt

  50-100 cm, þyrnóttur runni. Grænleit blóm í júní.

 Stór rauð bragðgóð ber í ágúst. Harðgert.  

 Skuggþolið.

Rubus idaeus

'Preussen'

 Hindber 'Preussen'

 Berjarunni, 1-1,5 m skriðull. Hvít blóm í júní, rauð

 Meðalstór ber síðsumars. Þyrnóttur runni, sem þarf

 sólríkan, hlýjan vaxtarstað, til að gefa góða

 uppskeru.

Rubus idaeus

'Veten'

 Hindber 'Veten'

 Berjarunni, 1-1,5 m skriðull. Hvít blóm í júní, rauð

 Stór, þétt og svolítið  súr ber síðsumars. Þyrnóttur

 runni, sem þarf sólríkan, hlýjan vaxtarstað, til að

 gefa góða uppskeru.

 

Vaccinium corymbosum 'Duke'

 

 Bláberjarunni   

 'Duke'

 1,5-2 m. Hvít blóm. Dökkblá stór, sæt og safarík ber

 síðsumars. Þrífst best í súrum jarðvegi. Sólríkan stað.

 Öruggara að hafa annað yrki með til að fá góða

 uppskeru. Kelur töluvert utandyra, en þrífst vel í köldu gróðurhúsi.

 

Vaccinium corymbosum'Polaris'

 

 Bláberjarunni

 'Polaris'

 1 m. Hvít blóm. Dökkblá stór, sæt og safarík ber

 síðsumars. Þrífst best í súrum jarðvegi. Sólríkan stað.

 Öruggara að hafa annað yrki með til að fá góða

 uppskeru. Kelur töluvert utandyra, en þrífst vel í

 köldu gróðurhúsi.

Vaccinium vitis-idaea'Koralle'

 

 Týtuber

 'Koralle '

 10-30 cm. Bleik blóm. Sígrænn. Þrífst best í rýrum,

 rökum, súrum jarðvegi á  björtum stað. Rauð æt ber

 á haustin. Skuggþolin.

Vaccinium vitis-idaea'Red Pearl'

 Týtuber

 'Red Pearl'

 10-30 cm. Bleik blóm. Sígrænn. Þrífst best í rýrum,

 rökum, súrum jarðvegi á  björtum stað. Rauð æt ber

 á haustin. Skuggþolin.

. Gróðrarstöðin Storð | Ferjuvegur 1 | 806 Selfoss | Sími 564-4383 | stord@stord.is